Sneri við blaðinu eftir að kærastinn fór frá henni: „Fannst ég feit, ljót og ömurleg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. febrúar 2020 10:30 Tinna Rós sneri við blaðinu eftir áskorun á Facebook. Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira
Tinna Rós Steinsdóttir upplifði mikla sorg eftir að kærastinn yfirgaf hana. Hún ákvað þá að taka þátt í hamingjuáskorun á Facebook en Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. Áskorunin átti eftir að breyta lífi hennar. Tinna sem er búin að vinna mikið erlendis, m.a. hjá UNICEF, hefur getið sér gott orð, verið í miklum samskiptum við Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, Angelu Merkel, kanslara Þýskalands og Hillary Clinton vegna vinnu sinnar hjá UNICEF en hún er nú flutt heim. „Ég var á tímapunkti í lífinu þar sem allt var að brjóta mig niður. Maður er alltaf að reyna koma sér í form og ég var allaf að fara í ræktina og hélt samt bara áfram að fitna og fitna og skyldi ekkert af hverju,“ segir Tinna. „Svo í maí 2018 þá hættir kærastinn minn með mér og ég algjörlega brotnaði undan því og þetta var of mikið. Ég kunni ekki að takast á við þetta, að vakna á morgnana og ekki vera glöð. Ég kunni ekki að eiga við þessa sorg sem ég var að glíma við.“ Braut sig gagngert niður Tinna sá einn daginn umrædda áskorun á Facebook og fannst henni hundrað daga áskorun nokkuð krefjandi til að byrja með. „En svo vaknaði ég einn morguninn og hugsaði, þetta er það sem ég þarf á að halda. Ég hafði verið að brjóta mig niður mjög gagngert og um leið og eitthvað eitt gengur ekki upp þá fer maður að einblína á allt sem gengur ekki upp og þú sérð ekki það góða sem er í gangi. Á þessum tímapunkti var ég komin á ótrúlega flottan stað með svo margt en ég sá það ekki. Mér fannst ég feit, ljót og ömurleg. Mér fannst ég ekki geta neitt, ekki kunna neitt og ekki geta neitt. Ég held að fólk tengi við því þegar maður kemst á þennan stað í lífinu verður ekkert jákvætt,“ segir Tinna en áskorunin var leið til að sjá hvað væri margt gott og jákvætt í lífi hennar. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Sjá meira