Ástandið aldrei verið verra í Sýrlandi, segir UNICEF Heimsljós kynnir 20. febrúar 2020 13:52 Þessi ungi drengur stendur við tjald fjölskyldu sinnar sem er á vergangi vegna átaka í Sýrlandi. Veturinn er kominn eins og sjá má. UNICEF/Alshami Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. „Harkaleg vetrartíð með frosti, snjó og slæmu veðri bítur nú börnin litlu í Sýrlandi og áframhaldandi átök og sprengjuregn kostar þau enn líf og limi. Frá byrjun árs 2020 er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum á svæðinu. Ástandið er ömurlegt á alla mælikvarða, meira að segja Sýrlands,“ segir framkvæmdastjóri Henrietta Fore framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Við vorum á göngu í þrjá daga og núna búum við í tjaldi. Allar eigur okkar eru gegnsósa af rigningu og drullu,“ segir móðir sem neyddist nýlega til að flýja heimili sitt í Sarageb í Idlib og býr nú á Aleppo-svæðinu. „Ég er með afar veikt barn með mér sem þarf nauðsynlega að komast í skurðaðgerð en ég hef ekki efni á því. Ef barnið mitt deyr er það eina sem ég get gert að grafa það.“ Í frétt á vef UNICEF er haft eftir framkvæmdastjóranum að ástandið í norðvesturhluta Sýrlands sé verra en nokkru sinni fyrr. „Það er sótt að börnum og fjölskyldum úr öllum áttum. Þau þurfa að eiga við stríðsástandið, nístandi kulda, fæðuskort og erfið búsetuskilyrði. Við getum ekki leyft svona grímulausu skeytingarleysi gagnvart velferð, öryggi og heilsu barna og fjölskyldna að halda áfram,“ segir Fore. Ásamt samstarfsaðilum er UNICEF á vettvangi í Sýrlandi sem endranær og vinnur það gríðarlega mikilvægt neyðarstarf við afar erfiðar aðstæður í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Þar skiptir stuðningur þinn sköpum í að hjálpa okkur að útvega hreinlætisaðstöðu, hreint drykkjarvatn, hlýjan fatnað fyrir veturinn, aðstoð við að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast, meðhöndla vannærð börn, mennta börn og veita félags- og sálfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. „Blóðbaðið í norðvesturhluta Sýrlands heldur áfram að taka hræðilegan toll á börnum,“ segir Fore. „Nú er mál að byssurnar þagni og átökin hætti í eitt skipti fyrir öll. Stríðandi fylkingum ber að verja börnin og nauðsynlega innviði fyrir sprengjuregni og kúlnahríð og leyfa mannúðarstarfi að eiga sér stað því þörfin er gríðarleg.“ UNICEF minnir á áframhaldandi neyðarsöfnun á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Rúmlega hálf milljón barna í norðvesturhluta Sýrlands hefur neyðst til að flýja heimili sín frá 1. desember síðastliðnum. Tugþúsundir barna og fjölskyldur þeirra búa nú ýmist í tjöldum eða undir berum himni. „Harkaleg vetrartíð með frosti, snjó og slæmu veðri bítur nú börnin litlu í Sýrlandi og áframhaldandi átök og sprengjuregn kostar þau enn líf og limi. Frá byrjun árs 2020 er staðfest að 77 börn hafi látið lífið eða særst í átökum á svæðinu. Ástandið er ömurlegt á alla mælikvarða, meira að segja Sýrlands,“ segir framkvæmdastjóri Henrietta Fore framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). „Við vorum á göngu í þrjá daga og núna búum við í tjaldi. Allar eigur okkar eru gegnsósa af rigningu og drullu,“ segir móðir sem neyddist nýlega til að flýja heimili sitt í Sarageb í Idlib og býr nú á Aleppo-svæðinu. „Ég er með afar veikt barn með mér sem þarf nauðsynlega að komast í skurðaðgerð en ég hef ekki efni á því. Ef barnið mitt deyr er það eina sem ég get gert að grafa það.“ Í frétt á vef UNICEF er haft eftir framkvæmdastjóranum að ástandið í norðvesturhluta Sýrlands sé verra en nokkru sinni fyrr. „Það er sótt að börnum og fjölskyldum úr öllum áttum. Þau þurfa að eiga við stríðsástandið, nístandi kulda, fæðuskort og erfið búsetuskilyrði. Við getum ekki leyft svona grímulausu skeytingarleysi gagnvart velferð, öryggi og heilsu barna og fjölskyldna að halda áfram,“ segir Fore. Ásamt samstarfsaðilum er UNICEF á vettvangi í Sýrlandi sem endranær og vinnur það gríðarlega mikilvægt neyðarstarf við afar erfiðar aðstæður í þágu barna og fjölskyldna þeirra. Þar skiptir stuðningur þinn sköpum í að hjálpa okkur að útvega hreinlætisaðstöðu, hreint drykkjarvatn, hlýjan fatnað fyrir veturinn, aðstoð við að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast, meðhöndla vannærð börn, mennta börn og veita félags- og sálfræðiaðstoð svo fátt eitt sé nefnt. „Blóðbaðið í norðvesturhluta Sýrlands heldur áfram að taka hræðilegan toll á börnum,“ segir Fore. „Nú er mál að byssurnar þagni og átökin hætti í eitt skipti fyrir öll. Stríðandi fylkingum ber að verja börnin og nauðsynlega innviði fyrir sprengjuregni og kúlnahríð og leyfa mannúðarstarfi að eiga sér stað því þörfin er gríðarleg.“ UNICEF minnir á áframhaldandi neyðarsöfnun á Íslandi fyrir börn í Sýrlandi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent