Sport

Mjög ung Katrín Tanja í áhrifamikilli auglýsingu með Tiu heimsmeistara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir á fundi með No Bull þar sem hún fékk að leggja línurnar við hönnun sinnar vörulínu.
Katrín Tanja Davíðsdóttir á fundi með No Bull þar sem hún fékk að leggja línurnar við hönnun sinnar vörulínu. Mynd/Instagram

Katrín Tanja Davíðsdóttir er þessa dagana að kynna nýja íþróttavörulínu No Bull í samstarfi við tvær vinkonur sínar úr hópi bestu CrossFit kvenna heims.

No Bull Project er samstarfsverkefni No Bull með þremur af öflugustu CrossFit-konum heims en það eru Katrín Tanja, heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey og hin bandaríska Brooke Wells.

Hver þeirra þriggja fær sinn sérstaka stíl í þessari nýju framleiðslu en allar þrjár eru síðan settar í sölu á saman tíma. Verkefnið var unnið með þeim öllum frá byrjun.

Sá hluti sem snýr að Katrínu Tönju er hannaður með Ísland í huga og er íþróttafatnaðurinn hennar gerólíkur fatnaðinum hjá Tiu-Clair Toomey og Brooke Wells.

Sú leið sem var farin í auglýsingagerðinni fyrir þetta No Bull Project stelpnanna var að sækja gömul myndbönd af þeim öllum frá þeim tíma sem þær voru að leggja af stað á sínum ferli.

Katrín Tanja fer áberandi lengst aftur og má finna mjög krúttleg myndbrot af henni reyna fyrir sér í þrautabraut og líklega að fá fyrstu marblettina sína á íþróttaferlinum.

Myndbandið sem er áhrifamikið og kjörið til þess að veita íþróttakonum út um allan heim innblástur eins og sjá má hér fyrir neðan.

Textinn í auglýsingunni má einnig finna inn á Instagram síðu No Bull Project en hann snýr að baráttu íþróttakvenna að fá fulla viðurkenningu á sér og sínum afrekum. Þær lesa sjálfar þessi orð í auglýsingunni.

„Heimurinn er að öskra: Horfið á mig. Hlustið á mig. Viðurkennið mig,“ segir í textanum í myndbandinu.

„Þetta er ekki ég. Ég er að fórna mér og skila af mér vinunni. Alla daga,“ segir enn fremur og svo er haldið áfram:

„Ég er ekki Instagram fyrirsæta. Ég er meira en áhrifavaldur. Ég er íþróttamaður. Ég hef alltaf verið það,“ segja þær að lokum á myndbandinu.

Þetta er verkefni þeirra þriggja er meira en árs gamalt en það byrjaði allt þegar þær Katrín Tanja Davíðsdóttir, Tia-Clair Toomey og Brooke Wells hittust í Boston og ræddu framtíðina með starfsfólki No Bull.

Þær fengu hver og ein sinn tíma með markaðsdeildinni og höfðu því allar mjög mikil áhrif á þá stefnu sem þeirra vörulína tók. Það var markmiðið að segja þeirra sögu í gegnum vörurnar.

Hluti framleiðsluteymisins ferðaðist síðan til heimæbæja þeirra þriggja, til Tulsa í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum, til Queensland í Ástralíu og svo auðvitað til Reykjavíkur á Íslandi. Þar ræddu þau við fjölskyldu þeirra og komust að því hvað það væri sem rekur þá áfram í baráttunni fyrir því að verða besta útkoman af sjálfri sér.

Þetta efni var líka sett saman í stuttmyndina „Who I’ve Always Been“ sem hefur vakið athygli og má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×