Áfram mokveiði í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 19. ágúst 2020 09:24 Þessi 82 sm hrygna veiddist í Eystri Rangá í gær og var sleppt að viðureign lokinni. Mynd: KL Eystri Rangá er komin vel yfir 5.000 laxa og stefnir hraðbyr í 6.000 laxa í þessari viku en veiðin þar síðustu daga er búin að vera ótrúleg. Það er alveg sama hvaða svæði er dregið um því það er lax alls staðar og nóg af honum. Holl sem var við veiðar í gær landaði um 150 löxum á fluguna og var veiðin fantagóð á öllum svæðum. Það eru ennþá kröftugar göngur í ánna sem sést best á því að meira og minna allur laxinn sem kom á land í gær var bjartur og fallegur sem og töluvert af honum með lús. Maðka og spúnaveiði hefst á morgun og þá verður veiðin síst minni en nýjar veiðireglur sem taka gildi í maðka og spúnahollinu eru á þann veg að aðeins má hirða fimm laxa á vakt og eftir það skal veitt og sleppt. Það á eftir að taka meðal veiðimann hálfa vakt að ná þessum kvóta eða minna á maðk eða spún þegar fluguveiðimenn eru að gera það á svipuðum tíma eða jafnvel minna. Dæmi um þetta var stöng í gær sem landaði 11 löxum á rétt tæpum tveimur tímum. Við erum búin að spá því að 10.000 laxar á land úr ánni í sumar sé bara alls ekki óraunhæft haldist áinn óskoluð og við getum með sanni sagt að þið sem eruð á leiðinni í Eystri Rangá hafið líklega aldrei séð annað eins! Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði
Eystri Rangá er komin vel yfir 5.000 laxa og stefnir hraðbyr í 6.000 laxa í þessari viku en veiðin þar síðustu daga er búin að vera ótrúleg. Það er alveg sama hvaða svæði er dregið um því það er lax alls staðar og nóg af honum. Holl sem var við veiðar í gær landaði um 150 löxum á fluguna og var veiðin fantagóð á öllum svæðum. Það eru ennþá kröftugar göngur í ánna sem sést best á því að meira og minna allur laxinn sem kom á land í gær var bjartur og fallegur sem og töluvert af honum með lús. Maðka og spúnaveiði hefst á morgun og þá verður veiðin síst minni en nýjar veiðireglur sem taka gildi í maðka og spúnahollinu eru á þann veg að aðeins má hirða fimm laxa á vakt og eftir það skal veitt og sleppt. Það á eftir að taka meðal veiðimann hálfa vakt að ná þessum kvóta eða minna á maðk eða spún þegar fluguveiðimenn eru að gera það á svipuðum tíma eða jafnvel minna. Dæmi um þetta var stöng í gær sem landaði 11 löxum á rétt tæpum tveimur tímum. Við erum búin að spá því að 10.000 laxar á land úr ánni í sumar sé bara alls ekki óraunhæft haldist áinn óskoluð og við getum með sanni sagt að þið sem eruð á leiðinni í Eystri Rangá hafið líklega aldrei séð annað eins!
Stangveiði Mest lesið 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Sá stærsti sem hefur veiðst í sumar Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Laxá í Aðaldal stefnir í sitt lélegasta sumar Veiði Félagaúthlutun til félagsmanna SVFR er hafin Veiði Þú átt aldrei nóg af Peacock Veiði Tölfræðin í Eystri Rangá eftir sumarið Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði