„Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 09:30 Systkinin María Erla, Jón Baldur og Ingi Björn. María Erla og Jón Baldur ætla bæði að hlaupa með hópnum Team Ingi á laugardaginn. Aðsend mynd Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein og ætla nánustu aðstandendur að safna fyrir Kraft í hans nafni á síðunni Hlaupastyrkur. „Þeir sem þekkja mig vita að ég er alls ekki mikil hlaupakona. Við vorum nokkur saman sem sátum hjá bróður mínum þegar hann lá nánast sofandi á líknadeildinni í Kópavogi. Við vorum að spjalla saman um hlaup þar sem maðurinn minn var að þjálfa sig fyrir Laugavegshlaupið og ég benti hópnum á að dóttir mín sem er fjögurra ára stingur mig auðveldlega af þegar hún hleypur af stað og eina ástæðan fyrir því að ég næ henni er að hún stoppar og kíkir til baka. Svo barst talið að Reykjavíkurmaraþoninu og þar sem Ingi lá þarna þá sagði ég við hann „Ef það er einhvern tímann ástæða til að hlaupa þá væri það fyrir þig.“ Þarna fæðist þá hugmyndin um að við gætum tekið þátt í hóp undir nafninu team Ingi, en á þessum tímapunkti vissum við að hann ætti ekki marga daga eftir,“ segir María Erla í samtali við Vísi. Í hópnum Team Ingi eru 16 einstaklingar á aldrinum fjögurra til 80 ára sem ætla ýmist að hlaupa eða ganga á laugardaginn til minningar um hann Inga Björn. Samtals eru þau að fara 66,6 kílómetra og safna áheitum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. „Það félag varð fyrir valinu því við erum búin að vera dugleg að mæta á viðburði sem þau halda. Þar höfum við náð að búa til skemmtilegar minningar með Inga. Við fórum til dæmis saman á viðburð vegna krabbamein fer ekki í frí herferðinni sem var varðeldur með söng við Elliðavatn. Sá viðburður var 8. júlí og hann lætur síðan lífið þann 14. júlí. Þannig að það má segja að hann var virkur að mæta á viðburði þegar hann hafði orku og getu til. Ég persónulega hef notfært mér sálfræðiþjónustu hjá þeim, farið á jóga nidra námskeið, mætt á fræðslufundi fyrir aðstandendur og hef einnig leitað til jafningastuðnings krafts.“ Ingi Björn greindist fyrst sumarið 2010, en var þá búin að hafa einkenni í nokkra mánuði sem einkenndust aðallega af hausverk, ógleði, stirðleika og uppköstum. „Hann var skorinn upp 14. júní á 50 ára afmælisdegi móður okkar en var síðan mættur sem ökumaður í brúðkaupi okkar Hjalta þann 10. júlí. Eftir brúðkaupið tók síðan við geislameðferð og lyfjameðferð. Hann náði sér ótrúlega vel, tók meira prófið fljótlega eftir allar meðferðirnar því hann vildi nýta lífið í að gera það sem honum fannst skemmtilegt. Svo liðu átta góð ár sem Ingi og Maggý nýttu meðal annars til að ferðast og búa til góðar minningar.“ Svo kemur það í ljós að krabbameinið sé komið aftur árið 2018. „Þá tekur við önnur aðgerð og lyfjameðferð. Það virðist allt líta vel út og eftir meðferðirnar virðist meinið farið en svo í fyrsta eftirlits tékkinu kemur í ljós að það var ekki horfið og enn á ný er það aðgerð og lyfjameðferð. Svo gifta hann og Maggý sig 21. desember 2019 og 20. janúar 2020 fékk hann þær fréttir að því miður ætti hann bara nokkrar vikur eða mánuði eftir. Þá tók við geislameðferðin sem búið var að spara handa honum sem leiddi síðar af sér aðra aðgerð vegna aukaverkana. Síðastliðin tvö ár hafa því einkennst af rússíbanaferð tilfinninga, þar sem við reyndum að nýta þann tíma sem gafst til að búa til minningar.“ Fjölskyldan á brúðkaupsdegi Inga Björns og Maggýjar.Aðsend mynd Eftir að Ingi Björn greindist aftur árið 2018 byrjaði María Erla að nýta sér þjónustu Krafts. „Það að eiga bróður sem hefur sigrað krabbamein einu sinni sem kemur síðan aftur aftan að manni svona mörgum árum seinna var ótrúlega erfitt. Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm og í minningunni fannst mér það erfiðara þegar hann greinist í annað og þriðja sinn. Þá fann ég hversu máttvana ég var og hversu mikinn stuðning ég þurfti til að láta þetta daglega líf ganga upp. Við þær aðstæður fannst mér ótrúlega gott að fara í jóga nídra, á þeim tíma var það einu skiptin sem ég náði algjörlega að slaka á. Einnig þótti mér gott að mæta á fræðslufundina fyrir aðstandendur og finna það að ég var ekki ein í þessari baráttu. Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessari reynslu, þá er það hversu fljótt lífið getur breyst og hversu mikilvægt það er að reyna að taka aðstæðum af æðruleysi.“ „Markmið mitt með þátttökunni þetta árið er að búa til góðar minningar með hópnum okkar Team Ingi og á sama tíma minnast hans Inga og leggja okkar að mörkum til að styðja við frábært starf sem Kraftur heldur utan um. Áfram Team Ingi, þú gafst okkur svo mikið á þó ekki lengri ævi. Nú gildir lífið er núna og við reynum að fylgja því.“ Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Hélt að ég myndi aldrei segja þetta upphátt“ Eva Ruza og Hjálmar Örn, einnig þekktur sem Hvítvínskonan, eru á meðal þeirra sem hlaupa til góðs á laugardaginn. Þau styrkja Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er þar í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein. 19. ágúst 2020 14:00 Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Margir Íslendingar ætla að hlaupa til góðs á laugardaginn og safna áheitum þrátt fyrir að Reykjavíkurmaraþoninu hafi verið aflýst. Þar á meðal er María Erla Bogadóttir sem hleypur í minningu bróður síns. Ingi Björn lést þann 14. júlí síðastliðinn eftir erfiða baráttu við krabbamein og ætla nánustu aðstandendur að safna fyrir Kraft í hans nafni á síðunni Hlaupastyrkur. „Þeir sem þekkja mig vita að ég er alls ekki mikil hlaupakona. Við vorum nokkur saman sem sátum hjá bróður mínum þegar hann lá nánast sofandi á líknadeildinni í Kópavogi. Við vorum að spjalla saman um hlaup þar sem maðurinn minn var að þjálfa sig fyrir Laugavegshlaupið og ég benti hópnum á að dóttir mín sem er fjögurra ára stingur mig auðveldlega af þegar hún hleypur af stað og eina ástæðan fyrir því að ég næ henni er að hún stoppar og kíkir til baka. Svo barst talið að Reykjavíkurmaraþoninu og þar sem Ingi lá þarna þá sagði ég við hann „Ef það er einhvern tímann ástæða til að hlaupa þá væri það fyrir þig.“ Þarna fæðist þá hugmyndin um að við gætum tekið þátt í hóp undir nafninu team Ingi, en á þessum tímapunkti vissum við að hann ætti ekki marga daga eftir,“ segir María Erla í samtali við Vísi. Í hópnum Team Ingi eru 16 einstaklingar á aldrinum fjögurra til 80 ára sem ætla ýmist að hlaupa eða ganga á laugardaginn til minningar um hann Inga Björn. Samtals eru þau að fara 66,6 kílómetra og safna áheitum fyrir Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. „Það félag varð fyrir valinu því við erum búin að vera dugleg að mæta á viðburði sem þau halda. Þar höfum við náð að búa til skemmtilegar minningar með Inga. Við fórum til dæmis saman á viðburð vegna krabbamein fer ekki í frí herferðinni sem var varðeldur með söng við Elliðavatn. Sá viðburður var 8. júlí og hann lætur síðan lífið þann 14. júlí. Þannig að það má segja að hann var virkur að mæta á viðburði þegar hann hafði orku og getu til. Ég persónulega hef notfært mér sálfræðiþjónustu hjá þeim, farið á jóga nidra námskeið, mætt á fræðslufundi fyrir aðstandendur og hef einnig leitað til jafningastuðnings krafts.“ Ingi Björn greindist fyrst sumarið 2010, en var þá búin að hafa einkenni í nokkra mánuði sem einkenndust aðallega af hausverk, ógleði, stirðleika og uppköstum. „Hann var skorinn upp 14. júní á 50 ára afmælisdegi móður okkar en var síðan mættur sem ökumaður í brúðkaupi okkar Hjalta þann 10. júlí. Eftir brúðkaupið tók síðan við geislameðferð og lyfjameðferð. Hann náði sér ótrúlega vel, tók meira prófið fljótlega eftir allar meðferðirnar því hann vildi nýta lífið í að gera það sem honum fannst skemmtilegt. Svo liðu átta góð ár sem Ingi og Maggý nýttu meðal annars til að ferðast og búa til góðar minningar.“ Svo kemur það í ljós að krabbameinið sé komið aftur árið 2018. „Þá tekur við önnur aðgerð og lyfjameðferð. Það virðist allt líta vel út og eftir meðferðirnar virðist meinið farið en svo í fyrsta eftirlits tékkinu kemur í ljós að það var ekki horfið og enn á ný er það aðgerð og lyfjameðferð. Svo gifta hann og Maggý sig 21. desember 2019 og 20. janúar 2020 fékk hann þær fréttir að því miður ætti hann bara nokkrar vikur eða mánuði eftir. Þá tók við geislameðferðin sem búið var að spara handa honum sem leiddi síðar af sér aðra aðgerð vegna aukaverkana. Síðastliðin tvö ár hafa því einkennst af rússíbanaferð tilfinninga, þar sem við reyndum að nýta þann tíma sem gafst til að búa til minningar.“ Fjölskyldan á brúðkaupsdegi Inga Björns og Maggýjar.Aðsend mynd Eftir að Ingi Björn greindist aftur árið 2018 byrjaði María Erla að nýta sér þjónustu Krafts. „Það að eiga bróður sem hefur sigrað krabbamein einu sinni sem kemur síðan aftur aftan að manni svona mörgum árum seinna var ótrúlega erfitt. Við vorum búin að afskrá þennan sjúkdóm og í minningunni fannst mér það erfiðara þegar hann greinist í annað og þriðja sinn. Þá fann ég hversu máttvana ég var og hversu mikinn stuðning ég þurfti til að láta þetta daglega líf ganga upp. Við þær aðstæður fannst mér ótrúlega gott að fara í jóga nídra, á þeim tíma var það einu skiptin sem ég náði algjörlega að slaka á. Einnig þótti mér gott að mæta á fræðslufundina fyrir aðstandendur og finna það að ég var ekki ein í þessari baráttu. Ef það er eitthvað sem ég hef lært af þessari reynslu, þá er það hversu fljótt lífið getur breyst og hversu mikilvægt það er að reyna að taka aðstæðum af æðruleysi.“ „Markmið mitt með þátttökunni þetta árið er að búa til góðar minningar með hópnum okkar Team Ingi og á sama tíma minnast hans Inga og leggja okkar að mörkum til að styðja við frábært starf sem Kraftur heldur utan um. Áfram Team Ingi, þú gafst okkur svo mikið á þó ekki lengri ævi. Nú gildir lífið er núna og við reynum að fylgja því.“
Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Hélt að ég myndi aldrei segja þetta upphátt“ Eva Ruza og Hjálmar Örn, einnig þekktur sem Hvítvínskonan, eru á meðal þeirra sem hlaupa til góðs á laugardaginn. Þau styrkja Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er þar í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein. 19. ágúst 2020 14:00 Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30 Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hélt að ég myndi aldrei segja þetta upphátt“ Eva Ruza og Hjálmar Örn, einnig þekktur sem Hvítvínskonan, eru á meðal þeirra sem hlaupa til góðs á laugardaginn. Þau styrkja Ljósið, þar sem tengdamóðir Hjálmars er þar í endurhæfingu eftir baráttu við krabbamein. 19. ágúst 2020 14:00
Mikilvægt að hlauparar haldi áfram að safna áheitum Þeim áheitum sem hefur verið safnað fyrir Kraft í Reykjavíkurmaraþoninu hefur farið í það að styðja við bakið á ungu fólki sem greinist með krabbamein og aðstandendum. 18. ágúst 2020 09:30
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst Ekkert verður af Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, sem fara átti fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. 4. ágúst 2020 15:18