Körfuboltakvöld: KR er bara að plata okkur Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2020 11:30 „Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
„Ég er hættur að hlusta á þessa meiðslasögu hjá KR. Ég held að þetta sé lygi,“ sagði Teitur Örlygsson í léttum tón þegar sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu um lið KR eftir sigurinn á toppliði Stjörnunnar í gær. Innslagið má sjá hér að ofan. KR virðist eins og svo oft áður búið að finna rétta gírinn nú þegar úrslitakeppnin hefst brátt og menn eins og Matthías Orri Sigurðarson og Kristófer Acox voru frábærir í gær. „Mér finnst Kristófer koma betur og betur inn í þetta. Hann er búinn að vera að díla við alls konar kvilla en virðist vera að ná sér að fullu og þá eru það ótrúlega skemmtilegir hlutir fyrir KR. Krafturinn í þessum strák er óborganlegur, hann er frábær íþróttamaður og ef hann er orðinn heill heilsu þá er það ekki góðs viti fyrir neinn nema KR,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, en það var þá sem Teitur velti því upp sposkur á svip hvort að nokkuð væri að marka meiðslafréttir af KR-ingum: „Ég held að Böddi [Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR] hói þeim öllum inn og segi bara „strákar, nú bullum við í liðinu, þykjumst vera meiddir. Slappið af. Jón Arnór þú ferð bara til Flórída...“ Þeir eru bara að plata okkur einhvern veginn,“ sagði Teitur léttur en Jón Arnór Stefánsson var mættur aftur í slaginn í gær eftir ferð til Bandaríkjanna. Eins og fyrr segir virðist Matthías Orri Sigurðarson kominn vel í gang, rétt eins og í fyrra með ÍR. Kjartan Atli Kjartansson benti á hve dýrmætir hans eiginleikar væru fyrir KR og Teitur tók undir það: „Það voru þarna 2-3 sett á síðustu tveimur mínútunum þar sem að KR fékk bara hrein sniðskot. Það er ofboðslega gott merki fyrir liðið og ein af ástæðunum fyrir því að þeir eru alltaf að vinna,“ sagði Teitur.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti Fleiri fréttir LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti