Körfubolti

Sportpakkinn: Njarðvíkingar og Tindastólsmenn svöruðu vel fyrir svekkjandi töp í síðustu umferð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson spilaði vel með Njarðvík á móti Haukum í gær.
Logi Gunnarsson spilaði vel með Njarðvík á móti Haukum í gær. Vísir/Bára

Keflavík, Njarðvík, Tindastóll og ÍR unnu öll sína leiki í 20. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leiki gærkvöldsins.

Keflavíkurliðið styrkti stöðu sína í öðru sætinu og hélt pressunni á Stjörnunni með 45 stiga stórsigri á Fjölni í Grafarvogi.

Njarðvíkingar rifu sig upp eftir tapið á móti KR á dögunum og unnu flottan ellefu stiga sigur á Haukum á Ásvöllum.

Tindastólsliðið fór í Þorlákshöfn og vann sex stiga sigur á heimamönnum í Þór eftir að hafa snúið við leiknum með 19-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta.

ÍR-ingar unnu sinn þriðja leik í röð og eftir að hafa gulltryggt sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Þór í síðasta leik sýndu þeir með sigri í Grindavík að þeir eru með augun á sjötta sætinu.

Guðjón Guðmundsson skoðaði alla leiki gærkvöldsins og má sjá frétt hans hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Njarðvíkingar og Stólar svöruðu vel fyrir heimatöp í síðustu umferð

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×