Brynjar ræddi við Gaupa: Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2020 15:00 Brynjar Þór Björnsson í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. Mynd/S2 Sport Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson verður ekki með KR-ingum í kvöld í stórleiknum á móti Stjörnunni í Dominos´s deild karla í körfubolta. Guðjón Guðmundsson hitti Brynjar í dag og heyrði hans hlið á því af hverju hann hefur afboðað komu sína í leikinn. Brynjar Þór Björnsson gefur ekki kost á sér í leikinn í DHL-höllinni í kvöld vegna Kórónuveirunnar. Hann vill að íþróttahreyfingin hugsi sinn gang. „Að mínu mati er þessi leikur frekar lítill hluti af stóra samhenginu. Þetta er samt risastór leikur fyrir bæði lið. Stjarnan getur farið langt með að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og við erum í harðri baráttu um þriðja sætið. Mér finnst ekki skynsamlegt að það sé leikur að fara fram, þar sem munu vonandi koma þúsund manns, í ljósi frétta um veiruna síðustu daga, “ sagði Brynjar Þór Björnsson „Það hefur komið í ljós að veiran er að dreifa sér ansi hratt og það er mikið um hópsmit, sérstaklega hjá þessum tveimur hópum sem eru að greinast hér á Íslandi. Það eru bæði hópsmit og hvað getur gerst á svona velli eins og í kvöld, “ sagði Brynjar. Brynjar Þór Björnsson í leik með KR í DHL-höllinni þangað sem hann vill ekki mæta í kvöld.Vísir/Bára Brynjar bendir réttilega á það að stórir íþróttaviðburðir eru fram undan hér á Íslandi um helgina. „Auðvitað er ég að hvetja íþróttahreyfinguna til að taka afstöðu gagnvart svona stórum mótum eins og Nettómótinu sem fer fram um helgina og bikarhelginni í Laugardalshöllinni. Þarna eru tveir stórir viðburðir þar sem eru að fara að mæta hátt í tíu þúsund manns. Þrjú þúsund manns á Nettómótið, þúsund börn og tvö þúsund fullorðnir, og sjö þúsund manns í Höllina að styðja sín lið. Ég tel það ábyrgt að vekja athygli á þessari umræðu því þetta er eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Brynjar og heldur áfram: „Hvenær ætlum við að gera það? Ætlum við að gera það þegar smitin eru orðin mun fleiri og ætlum við þá að bregðast við eftir á þegar hægt er að bregðast við fyrr en seinna,“ sagði Brynjar sem hefði auðvitað viljað spila með félögum sínum í kvöld. „Já, auðvitað. Þetta var gríðarlega erfiður dagur í gær. Fyrst og fremst líður manni eins og maður sé að bregðast liðsfélögunum. Maður vill mæta í alla leiki og ég hef gert það veikur og haltur og allt það. Maður reynir að hugsa um þetta í stóra samhenginu,“ sagði Brynjar. „Auðvitað vil ég spila. Ég er keppnismaður og mér finnst gaman að keppa og þá sérstaklega í svona stórum leikjum eins og í kvöld,“ sagði Brynjar sem fékk mikil viðbrögð í gær. Vísir/Bára „Formaður Körfuknattleiksdeildar KR, Böðvar Guðjónsson, var ekki par sáttur með þetta en að sama skapi fékk ég gríðarlega jákvæð viðbrögð frá stuðningsmönnum, foreldrum og fólki í kringum hreyfinguna að þetta hafi verið rétt. Ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld eða hreyfingin fari að stiga fram og taka ákvörðun í þessu máli,“ sagði Brynjar sem vill vekja fólk til umhugsunar. „Við erum að glíma við gríðarlega hættulegan smitsjúkdóm og prósenturnar sýna það að þetta er alvarlegur sjúkdómur. Mislingar eru eins og maður segir „peanuts“ miðað við þetta, fyrir bólusetningar. Dánartíðnin gerir það að verkum að maður er smeykur við þetta. Fólk verður þá að hugsa málið, skoða tölurnar og taka upplýsta ákvörðun um hvort það vilji vera í margmenni. Auðvitað er gott að stinga stundum höfðinu í sandinn og láta bara yfirvöld sjá um ákvörðunina fyrir sig. Það er það sem flestir gera,“ sagði Brynjar en það má hofa á allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Klippa: Gaupi ræddi við Brynjar Þór Björnsson
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15 Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Brighton | Komast Poolarar á toppinn? Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Sport Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Fótbolti Fleiri fréttir Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Þór lagði Tindastól Tinna: Rifum okkur í gang eftir fyrsta Auðvelt hjá Tryggva Snæ og félögum Uppgjör og viðtöl: Valur - Haukar 69-84 | Mjög sannnfærandi sigur Hauka á Hlíðarenda Andri Geir spreytti sig á takkaskóaprófinu Þjálfari meistaranna vill leyfa slagsmál í NBA Alexis: Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust Dinkins sökkti Aþenu Sunnlendingar sóttu sigur í Garðabæinn Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 68-67 | Háspenna í Smáranum þegar Grindavík vann Keflavík Búið að reka meira en helming þjálfaranna í WNBA Wade ver styttuna umdeildu: „Hún þarf ekki að líkjast mér“ Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00
Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. 5. mars 2020 13:00
Brynjar Þór stendur fast á sínu og hefur áhyggjur af krakkamótum um helgina Körfuboltamaðurinn Brynjar Þór Björnsson heldur áfram að tjá sig um smithættu vegna Kórónuveirunnar á fésbókarsíðu sinni eftir að hafa í gær afboðað sig í stórleik KR og Stjörnunnar í kvöld. 6. mars 2020 11:15