Formaður Kkd. KR er ekki sáttur og finnst Brynjar hafa hlaupið á sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 13:00 Brynjar Þór Björnsson í leik með KR. Vísir/Bára Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar. Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, er ekki sáttur við yfirlýsingu Brynars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, frá því fyrr í dag en hana birti Brynjar á sinni persónulegri fésbókarsíðu í dag án þess að vera í neinu samráði við Körfuknattleiksdeild KR. Brynjar Þór Björnsson gaf það út fyrr í dag að hann myndi ekki mæta í leik KR og Stjörnunnar í Domino´s deildar karla í körfubolta þar sem hann telur að það sé óskynsamlegt að mæta á jafn fjölmennan stað og DHL-Höllin þegar fólk er að glíma við mjög alvarlegan smitsjúkdóm á Íslandi. Brynjar er þar að tala um Kórónuveiruna. „Þessi tilkynning kom mjög á óvart og þarna talar Brynjar sem einstaklingur. Hann er ekki að tala fyrir hönd körfuknattleiksdeildar KR. Það er alveg ljóst að sérsamböndin eru í miklum samskiptum við yfirvöld útaf þessu máli. Það er þeirra að kalla það hvort að leikir fara fram eða ekki. Það er ekki félaganna, leikmanns, þjálfara eða stjórnarmanna að ákveða það,“ sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi. „Þetta er eitthvað sem ég er því miður ekki sáttur við og mér finnst hann hafa hlaupið á sig í þessum efnum. Ég ítreka það að sérsamböndin eru í sambandi við yfirvöld og það er þeirra að ákveða hvort leikir fari fram eða ekki,“ sagði Böðvar. Þessi yfirlýsing frá Brynjari breytir engu með leikinn á morgun þar sem Íslandsmeistarar KR taka á móti bikarmeisturum Stjörnunnar í Frostaskjóli. „Að sjálfsögðu fer þessi leikur fram nema að það gerist eitthvað í dag eða á morgun eða að eitthvað annað komi í ljós. Það er ekki KR-inga að ákveða það hvort leikurinn fari fram eða ekki. Það er auðvitað KKÍ eins og HSÍ, KSÍ og öll þessi sérsambönd. Það er þeirra að taka ákvörðun í samráði við yfirvöld,“ sagði Böðvar en ætlar hann að reyna að sannfæra Brynjar um að breyta ákvörðun sinni. „Ég heyrði í honum áðan. Hann er þarna að gefa út persónulega yfirlýsingu á sinni persónulegu fésbókarsíðu. Hann gerir það án þess að vera í samráði við mig eða stjórn deildarinnar. Hann verður þá bara að standa og falla með því,“ sagði Böðvar. „Þessi veira er staðreynd. Brynjar er samt starfsmaður KR. Það myndi nú heyrast hljóð úr horni ef starfsmaður einhvers banka eða stórfyrirtækis myndi taka það upp á eigin spýtur að fara í fjölmiðla og segjast ekki ætla að mæta í vinnuna útaf þessum faraldri. Sá hinn sami eða hin sama væri búin að missa vinnuna á núll einni,“ sagði Böðvar en hann ætlar þó ekki að reka Brynjar. „Við öndum með nefinu og erum bara róleg í þessum efnum. Auðvitað fylgjumst við grannt með framvindu mála og förum eftir einu og öllu ef eitthvað breytist. Þá er það bara gert í gegnum okkar sérsamband, KKÍ,“ sagði Böðvar.
Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Brynjar Þór afboðar sig í stórleikinn vegna kórónuveirunnar Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður KR og fyrrum fyrirliði liðsins ætlar ekki að mæta í stórleik KR og Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar hér á landi. 5. mars 2020 12:00