Netflix svarar samsæriskenningum um Daða Frey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. mars 2020 19:30 Netflix segist ekki vilja tjá sig um slúður og getgátur í sambandi við tengsl Daða Freys og Netflixmyndarinnar Eurovision. getty/chesnot/skjáskot Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Útibú Netflix á Bretlandi og Írlandi svaraði samsæriskenningasmið á Twitter í dag sem hafði kastað fram kenningu um tengsl kvikmyndar Will Ferrell um Eurovision við sigur Daða og Gagnamagnsins í Söngvakeppninni síðastliðinn laugardag. „Við munum ekki tjá okkur um slúður eða getgátur,“ stóð í svari streymisveitunnar við tísti @jrawson. Sá birti í gær mynd af meintu skjali frá Netflix þar sem fram kemur markaðsáætlun fyrir kvikmyndina Eurovision sem grínistinn Will Ferrell skrifaði og leikur í. Taka skal þó fram að textinn í skjalinu er þannig upp settur að hann virðist vera vangaveltur og frekar grín „samsæriskenningasmiðsins“ frekar en nokkuð annað. Við deilinguna skrifar hann: „Einhver frá @netflix lak þessu. Þetta er risastórt. Útskýrir allt.“ We will not comment on rumour or speculation. https://t.co/z8PVWtfnWd— Netflix UK & Ireland (@NetflixUK) March 3, 2020 Skjalið er merkt Netflix og kvikmyndinni Eurovision og kemur fram þar að þetta sé markaðsáætlun fyrir myndina. Þá virðist stimpill í hægra horni sem á stendur að skjalið sé trúnaðargögn. „29. febrúar 2020 – Tryggja að Daði verði fyrir tækniörðugleikum í íslensku lokakeppninni, sem tryggir honum vorkunnaratkvæði og að lokum sigur,“ stendur í skjalinu. Fyrsta skrefið í þessari „áætlun“ á þó að hafa verið tekið árið 2014 með stofnun Twitter-aðgangsins @robholley og á tilgangur þess að hafa verið sá að fjalla um Eurovision fyrir nokkra stóra miðla í nokkur ár áður en hann deildi myndbandi af lagi Daða. Þá hafi næsta skref í þessari áætlun verið að fá Russell Crowe, Rylan Clark-Neal og Robert Peston til að deila laginu í skiptum fyrir eigin Netflix seríur. Aðrir áætlunarliðir eru meðal annars að fá Gretu Thunberg til að dansa dansinn við Think About Things á blaðamannafundi hjá Sameinuðu þjóðunum ásamt Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Jimmy Carter, stjórnmálamanni, og að Meghan Markle og Harry Bretaprins skyldu tilkynna að þau ættu von á öðrum dreng og hann skyldi nefndur Daði. Þetta á, samkvæmt plagginu, að vera auglýsingaherferðin fyrir Eurovision kvikmyndina.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Netflix Tengdar fréttir Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33 Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00 Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54 Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Daði ætlar sér ekki að breyta atriðinu "Núna er bara að fara af stað svaka prógram,“ segir Daði Freyr Pétursson í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Daði og Gagnamagnið unnið Söngvakeppnina á laugardaginn með laginu Think about things sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 3. mars 2020 16:33
Dara Ó Briain sjúkur í Daða og Gagnamagnið Íslandsvinurinn Dara Ó Briain hefur bæst í hóp aðdáenda Daða Freys Péturssonar og Gagnamagnsins sem verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. 2. mars 2020 12:00
Íva segir forsvarsmenn RÚV fara með rangt mál Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar í gærkvöldi með lag sitt Oculis Videre, er verulega ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins. Þrátt fyrir að hafa komið því á framfæri að hljóðnemi lykilraddar í bakröddum væri rafhlöðulaus hefði ekki verið brugðist við. 1. mars 2020 23:54