Borche: Frábært að komast í úrslitakeppni fjórða árið í röð Sæbjörn Steinke skrifar 2. mars 2020 21:33 Borche kom ÍR í úrslit Íslandsmótsins á síðustu leiktíð og er á leið með liðið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. vísir/daníel ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
ÍR sigraði í kvöld Þór frá Þorlákshöfn, 90-85, og tryggði ÍR sér í leiðinni sæti í úrslitakeppni Dominos-deildarinnar í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR spjallaði við Vísi eftir leik og var að vonum sáttur með úrslit leiksins. „Tilfinningin er góð. Við vinnum og tryggjum okkur í úrslitakeppnina. Andlega var erfitt að koma inn eftir mánaðarhlé. Við vorum ekki upp á okkar bestu og lendum fjórtán stigum undir í þriðja leikhluta," sagði Borche. „Við skerptum á varnarleiknum og bættum í baráttuna í lokafjórðungnum. Við fengum á okkur eina villu í þriðja leikhluta og hún kom seint í honum. Ég var ekki ánægður með það. Leikmenn gáfu allt sem þeir áttu í lokafjórðunginn og fjórða tímabilið í röð erum við komnir í úrslitakeppni. Það er það mikilvægasta í þessu." Borche hélt áfram að tala um afrekið að komast í úrslitakeppnina og sagði hann marga hafa efast um ágæti ÍR-liðsins og sumir hafi gengið svo langt að spá liðinu falli. Borche segir sitt lið þurfa að bæta sig mikið ef það ætli sér einhverja hluti í úrslitakeppnina en hversu mikilvægt var það fyrir Borche að sanna fyrir þeim sem efuðust um ÍR-liðið í upphafi móts að meira væri spunnið í liðið en þeir héldu? „Þeir höfðu ekki rangt fyrir sér þegar talað var um að margir væru farnir frá því í fyrra. Við byggðum upp nýtt lið og þó það sé ekki fullkomið jafnvægi í því þá gefa allir allt sem þeir eiga í leikina og þess vegna erum við á þessum stað." „Markmiðið var upphaflega að halda okkur uppi en svo þegar leið á stefndum við á úrslitakeppni, frábært að ná því þegar þrír leikir eru eftir. Nú spilum við upp á stoltið og undirbúum okkur fyrir úrslitakeppnina," sagði Borche að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00 Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Þór Þ. 90-85 | ÍR öruggt í úrslitakeppni ÍR vann fimm stiga sigur á Þór Þ. eftir spennandi lokakafla í Seljaskóla í kvöld. Georgi Boyanov var frábær hjá heimamönnum og var það hans framlag auk sterkra tauga undir lok leiks sem skóp sigurinn. ÍR er með sigrinum komið í úrslitakeppnina fjórða árið í röð. 2. mars 2020 22:00