Sjónvarpsmaðurinn James Lipton látinn Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 20:03 Lipton stýrði Inside the Actors Studio í 24 ár. Getty/Bravo Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn James Lipton, sem þekktastur er fyrir viðtalsþættina Inside the Actors Studio, lést í dag 93 ára að aldri. New York Times greinir frá. Lipton fæddist í Detroit í Michiganríki Bandaríkjanna 19. september 1926, hann stefndi upphaflega á að gerast lögfræðingur en sneri sér að leiklist til þess að geta fjármagnað nám sitt. Lipton kom fram á sviði, í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu auk þess sem hann skrifaði handrit fyrir þætti á borð við Leiðarljós en hann lék hlutverk Dr. Dick Grant í þáttunum árin 1952-1962. Þá kom hann einnig fram í Arrested Development, Joey auk þess að koma fram í Simpsons og Family Guy þar sem hann talaði fyrir sig sjálfan.Þekktastur er hann fyrir hlutverk sitt sem þáttastjórnandi, handritshöfundur og framleiðandi, þáttanna Inside the Actors Studio en hann starfaði við gerð þáttanna frá 1994 til 2018 þegar hann settist í helgan stein. Í þáttunum ræddi Lipton við fjölda þekkra leikara um ferilinn og gerð ýmissa verkefna. Síðan að Lipton settist í helgan stein hefur enginn fastur stjórnandi stýrt þættinum.Lipton var frá árinu 1970 giftur fyrirsætunni Kedakai Turner. Lipton lést eins og áður segir fyrr í dag og var banamein hans krabbamein í þvagblöðru.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein