Áhrifavaldur styrkir handboltalið | Landsliðsmenn í þjálfarateyminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Hjálmar Örn er einn helsti bakhjarl Vængja Júpíters. Vísir/Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira