Áhrifavaldur styrkir handboltalið | Landsliðsmenn í þjálfarateyminu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2020 07:00 Hjálmar Örn er einn helsti bakhjarl Vængja Júpíters. Vísir/Hjálmar Örn Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Sjá meira
Hjálmar Örn Jóhannsson, eða Hjammi, eins og hann er einfaldlega kallaður er einn helsti helsti bakhjarl Vængja Júpíters sem mun keppa í Grill 66-deild karla í handbolta í vetur. Hjálmar Örn er þekktur sem „áhrifavaldur“ á samfélagsmiðlum ásamt mörgum öðru. Kemur hann reglulega fyrir í útvarpi og þá lék hann í kvikmyndinni Fullir Vasar árið 2018. Hjálmar er einnig mikill íþróttaáhugamaður og Árbæingur. Því hefur hann ákveðið að styrkja Vængi Júpítes sem leika sitt fyrsta tímabil í Grill 66-deildinni í handbolta. „Á tímum sem þessum er mikilvægt að allir sem vettlingi geta valdið finni leiðir til að styðja við íþrótta-, góðgerðar- og menningarstarfsemi. Ég hafði verið að hugsa hvernig ég gæti lagt mitt að mörkum og sé tilkynningu frá landsliðsfyrirliða Englands, Harry Kane sem keypti auglýsingu framan á búning Leyton Orient,“ segir Hjálmar Örn í tilkynningu þess efnis að hann sé orðinn bakhjarl Vængjanna. Viktor Lekve, þjálfari (t.v.), Arnór Ásgeirsson, þjálfari (fyrir framan), Jón Brynjar Björnsson (fyrir aftan) og Hjammi sjálfur (t.h.)Vísir/Hjálmar Örn „Ég ákvað því að skanna íslenska markaðinn og sá þá að venslafélag Fjölnis og Fylkis - Vængir Júpíters – ætluðu að vera með lið í Grill 66-deildinni í handboltanum í vetur. Þarna var tækifæri að slá tvær flugur í einu höggi og gefa hverfinu mínu, sem ég er alinn upp í og ferill minn í skemmtanabransanum hófst til baka. Nafn mitt mun því prýða bak treyju Vængjanna ásamt því að ég mun vera áberandi í kringum liðið í vetur.“ Að lokum skorar Hjammi á aðra sem geta slíkt hið sama. „Ég skora á alla áhrifavalda og auðkýfinga að láta til sín taka því við þurfum jú öll að hafa gaman og njóta þess sem Ísland hefur upp á að bjóða.“ Vængir Júpíters eru eins og áður sagði nýliðar í deildinni en stefna hátt. Þá eru áhugavert að skoða þjálfarateymi félagsins. Ásamt þeim Viktori Lekve og Arnóri Ásgeirssyni þá landsliðsmennirnir Bjarki Már Elísson og Daníel Freyr Andrésson titlaðir sem aðstoðarþjálfari og markmannsþjálfari. Bjarki Elísson ráðinn aðstoðarþjálfari Vængja Júpíters.Okkur er sönn ánægja að tilkynna nýjustu viðbótina við þjálfarateymið en samningar hafa náðst við Bjarka Má Elísson.Við bjóðum Bjarka hjartanlega velkominn og hlökkum til samatarfsins með honum.LIFI VÆNGIR! #handbolti pic.twitter.com/Kd2hCMaz99— Vængir Júpiters | Handbolti (@VJ_handbolti) July 22, 2020 Hversu mikið þeir verða með liðinu verður að koma í ljós. Bjarki Már leikur með Lemgo í þýsku úrvalsdeildinni á meðan Daníel Freyr leikur með GUIF í Svíþjóð. Vængir Júpíters hefja tímabilið í Grill 66-deildinni á Ísafirði en þeir mæta Herði á útivelli þann 18. september.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Fleiri fréttir Þrír Argentínumenn fengu rautt spjald Stökk óvænt til á HM: „Mér var alveg sama“ Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti