Þetta segir í frétt á vef EHF en þar segjast menn fylgjast vel með gangi mála. Ekkert hefur verið staðfest en forráðamenn munu fylgjast vel með stöðunni á næstunni.
Final 4-helgin á að fara fram í Köln helgina 30. og 31. maí en á vef EHF segir að möguleiki sé að spila undanúrslitin og úrslitaleikinn þann 22. og 23. ágúst.
The European Handball Federation is currently working in close cooperation with its partners on the upcoming club competitions in March. https://t.co/UcTXCg1FGA
— EHF (@EHF) March 11, 2020
16-liða úrslitin í Meistaradeildinni eiga að fara fram 22. og 28. mars en Íslendingaliðin Álaborg, Pick Szeged, PSG og Barcelona eru enn í keppninni.
Það er ekki bara úrslitahelgin í Meistaradeildinni heldur einnig eru það úrslitahelgi í Evrópukeppninni karla og kvenna sem og landsleikir.