Lífið

Einfaldar og góðar marineraðar ólífur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ólífur geta verið góðar einar og sér eða með öðrum mat.
Ólífur geta verið góðar einar og sér eða með öðrum mat. Mynd/Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir

„Ólífur eru góðar í svo ótrúlega margt en ekki síðri einar og sér en þá elska ég að setja þær í marineringu og er þetta mín uppáhalds,“ segir kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir. Hún hefur unnið á veitingastöðum frá 14 ára aldri og er nú kokkur á Fjallkonunni. Hér deilir hún með lesendum uppskrift af marineringu fyrir ólífur, sem við mælum með að allir prófi um helgina. 

Marineraðar ólífur - ótrúlega einfaldar og góðar

  • 300 gr grænar ólífur
  • 130 gr svartar ólífur
  • 6 msk ólífuolía
  • Börkur og safi af 1/2 lime
  • Börkur og safi af 1/2 appelsínu
  • Börkur og safi af 1/2 sítrónu
  • 1 tsk hunang
  • 1/2 chilli
  • 10 basil lauf
  • 2 msk fínsaxaður kóriander
  • Pipar

Kryddjurtirnar eru saxaðar niður og öllu blandað saman.

Við hvetjum alla áhugasama um uppskriftir og matargerð til þess að fylgja Erlu á Instagram


Tengdar fréttir

Tiramisu vöfflur að hætti Erlu Þóru Bergmann

Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir er kokkur á veitingastaðnum Fjallkonunni og hefur þar vakið athygli fyrir eftirréttina sína. Hún deilir hér uppskrift af tiramisu vöfflum.

Var 14 ára byrjuð að vinna í eldhúsi veitingastaðar í Reykjavík

Kokkurinn Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir hefur vakið athygli síðustu misseri en hún að vinna í eldhúsi Tapas barsins á fermingaraldri og hefur starfað við matreiðslu síðan. Erla vissi snemma hvað hún ætlaði að gera í lífinu og lét ekkert stoppa sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×