Setti upp grímu á hverjum degi eftir árásina og íhugaði að láta sig hverfa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 15:15 Eitt höfuðhögg kostaði Guðmund Hafþórsson næstum því lífið. Hann glímdi við áfallastreituröskun en setti upp grímu í langan tíma. Mynd úr einkasafni Guðmundur Hafþórsson sundþjálfari og fyrrum afreksmaður í sundi er einn þeirra sem hefur tekið þátt í armbeygjuáskorun á samfélagsmiðlum til þess að vekja athygli á áfallastreituröskun eða PTSD. Eftir að fá athugasemdir um það hvaða vitleysu hann væri nú búinn að láta draga sig út í, ákvað Guðmundur að útskýra á Facebook sínar ástæður fyrir þátttökunni, málefnið stendur honum nærri. „Þau sem þekkja mig hvað best vita að fyrir tæplega 10 árum varð ég fyrir árás í miðbæ Reykjavíkur sem varð til þess að ég höfuðkúpubrotnaði, þurfti á aðgerð að halda til að tappa af blóði á milli heila og kúpu því þrýstingur var svo mikill.“ Vildi sanna sig Vísir fjallaði um þessa tilefnislausu árás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 2. janúar árið 2011. Árásin var aðeins eitt högg í höfuðið, en þetta eina högg kostaði hann næstum lífið. „Það sem flestir sáu var íþróttamaður sem tók sig taki, lét þetta ekki stoppa sig, ýtti sér áfram til betri heilsu, „jafnaði sig nokkuð vel“ synti þremur árum síðar í 24 tíma til að safna pening fyrir spítalann sem bjargaði lífi hans og kom nokkuð heill út úr þessum atburðum.“ Synti hann þá í sólarhring og safnaði 1,7 milljónum fyrir Líf styrktarfélag. Guðmundur segir að hann sé svolítið þannig að þegar fólk segir að hann geti ekki gert eitthvað þá tvíeflist hann. „Því ég þarf að sanna fyrir fólki að ég geti það. Ég lifi mikið fyrir „motivation“ myndir, quote, lög og myndbönd hvað fólk er frábært og hvernig það vinnur að því að standa sig sem best og hef dreift því víða því ég trúi í alvöru að við getum alltaf verið betri og komið okkur á betri stað í lífinu og í því sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Guðmundur segir mikilvægt að ræða um andlega endurhæfingu eftir áfall.Mynd úr einkasafni Leið mjög illa Hann leyfði þó fáum að vita hvernig honum leið í raun og veru. „En það sem fólk sá ekki og einfaldlega því ég leyfði engum að sjá það með því að setja upp grímu á hverjum degi, var að mér leið mjög illa. Ég svaf illa, var uppstökkur inni í mér, ég trúði ekki á eigið ágæti þó svo ég léti alla sjá að ég væri í frábæru standi. Ég kom mér aftur út í lífið, vann sem stöðvastjóri í líkamsræktarstöð, einkaþjálfari, var með eigin sundkennslunámskeið og að lokum fékk ég aftur að starfa við það sem ég elska og líður best með að gera að þjálfa og nú í Danmörku.“ Hlutirnir fóru ekki alveg eins og hann hafði séð fyrir sér varðandi starfið í Danmörku. Skömmu eftir þetta varð hann fyrir öðru áfalli og sökk enn dýpra. „Ég fór út á lífið með frænda mínum og í vitleysu minni hafði ég tekið töluverða peninga með mér út til að greiða fyrir húsnæði, staðfestingargjald og annað og þorði ekki að skilja það eftir á gistiheimili. Við fórum semsagt út og á einum barnum var ég að greiða fyrir bjór og fékk þá högg í höfuðið.“ Heimurinn hrundi Guðmundur segir að höggið hafi ekki verið fast, hugsanlega skalli. „En nógu fast til að líkami minn brást við því að henda sér niður og verja sig og á sama tíma glataði ég veskinu mínu og fann það ekki aftur. Heimur minn hrundi, ég lét mig hverfa af barnum, var niðurbrotinn aumingi sem missti allt álit á sjálfum sér og braut mig niður við hvert skref. Ég var aumingi fyrir að vera laminn í bænum, aumingi fyrir að hafa misst vinnuna í Kanada, aumingi fyrir að halda ekki áfram í Kanada hjá öllum foreldrunum sem yfirgáfu klúbbinn sem ég var látinn fara frá og stofnuðu nýjan klúbb bara fyrir mig, aumingi fyrir að fá ekki þjálfarastöðu á Íslandi, aumingi fyrir að geta ekki gert hitt og þetta, aumingi fyrir að standa ekki á mínu og láta „plata mig“ í að vera bara aðstoðarþjálfari í raun í starfinu í Danmörku, aumingi fyrir að fara frá fjölskyldunni minni til Danmerkur, aumingi fyrir að hafa glatað öllum peningum mínum, aumingi sem unnusti, aumingi sem pabbi.“ Á þessum tímapunkti fannst Guðmundi að lífið væri hrunið. „Ég kvaddi á Facebook, taldi að líf allra væri betra ef ég væri ekki til staðar og ætlaði bara að láta mig hverfa af þessari jörðu. En til allrar hamingju og Guð minn almáttugur hvað ég er þakklátur því fólki, þá var fólk sem sá þetta um miðja nótt á Facebook. Ég fékk skilaboð um hvort ekki væri allt í lagi, ég fékk símhringingar frá Íslandi frá góðum vinum, vinkonu sem var í fríi í Bandaríkjunum með sinni fjölskyldu, fólki sem gaf sér tíma til að lesa og hafa samband. Allt í einu var ég bara kominn aftur á gistiheimilið eftir að hafa gengið frá Köben upp í Gladsaxe.“ Á bara eitt líf Í framhaldinu fékk Guðmundur góða aðstoð frá fjölskyldunni og vann sig inn í lífið aftur og byrjaði að hafa trú á sér á ný. „Með vinnufélaga mínum unnum við frábært starf í okkar félagi í sameiningu sem Elítu þjálfarar. Ég las mér mikið til um andlega heilsu og fór hægt og rólega að bera virðingu fyrir mér og standa með mér. Ég skipti um félag í Danmörku eftir að Gladsaxe ákvað að breyta til og skipta alveg um þjálfarateymi. Ég vann í Ringsted í tvö ár og gerði frábæra hluti með þann klúbb. Fjölskyldan kom út og var með mér í eitt og hálft ár og áttum við frábæran tíma þar saman og sköpuðum margar minningar. Ég stóð með eigin sannfæringu og þegar klúbburinn vildi ekki ræða nýjan samning tímanlega skrifaði ég undir samning á Íslandi aftur hjá stórfélaginu Ægi og er að hjálpa til við að endurbyggja félagið og tel að við séum saman að gera frábæra hluti og séum á réttri leið. Ég hef unnið með góðum sálfræðingum og unnið þannig mikið í sjálfum mér. Því ég er frábær einstaklingur með mikinn metnað og drifkraft.“ Guðmundur segist vita að hann sé sterkur og ákveðinn. Hann skipti máli og sé nóg, eins og Alda Karen segir alltaf. „Ég á bara eitt líf og var heppinn að fá að halda því fyrir tæpum 10 árum síðan. Ég kastaði því næstum á glæ en með góðri hjálp frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum og góðum sálfræðingum ætla ég að halda áfram að vinna í mér og gera þetta líf að einhverju sem skiptir mig máli. Ég er endalaust þakklátur fyrir börnin mín og Karen sem stóð eins og hetja og stytta í gegnum þetta allt, fjölskyldu mína, vini mína, starfið mitt hjá Ægi og öllum þeim sem koma að félaginu og gera það að hinni fjölskyldu minni.“ Djöflar sem ekki sjást Í samtali við Vísi segir Guðmundur að þetta málefni sé einstaklega mikilvægt. „Í mínu tilfelli eftir árásina þá var ekkert krukkað að neinu viti í andlegu endurhæfingunni og lítið talað um að svona gæti komið upp.“ Hann þakkar sérstaklega þeim sem gáfu sér tíma til að hafa samband við hann á þessum mikilvæga tímapunkti og þeim sem tóku hann undir sinn verndarvæng í Danmörku. „Verum þakklát fyrir fólkið í kringum okkur, höldum því nærri og verum með augun opin því allt í kringum okkur er fólk að kljást við alls konar djöfla sem við sjáum ekki. Og þið sem setjið upp grímuna eins og ég gerði á hverjum degi til að takast á við daginn, hendið henni í burtu og leyfið ykkur að vera þið sjálf og njótið lífsins, það er tilgangurinn okkar, lifa og njóta,“ segir Guðmundur að lokum. Heilbrigðismál Sund Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Guðmundur Hafþórsson sundþjálfari og fyrrum afreksmaður í sundi er einn þeirra sem hefur tekið þátt í armbeygjuáskorun á samfélagsmiðlum til þess að vekja athygli á áfallastreituröskun eða PTSD. Eftir að fá athugasemdir um það hvaða vitleysu hann væri nú búinn að láta draga sig út í, ákvað Guðmundur að útskýra á Facebook sínar ástæður fyrir þátttökunni, málefnið stendur honum nærri. „Þau sem þekkja mig hvað best vita að fyrir tæplega 10 árum varð ég fyrir árás í miðbæ Reykjavíkur sem varð til þess að ég höfuðkúpubrotnaði, þurfti á aðgerð að halda til að tappa af blóði á milli heila og kúpu því þrýstingur var svo mikill.“ Vildi sanna sig Vísir fjallaði um þessa tilefnislausu árás í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 2. janúar árið 2011. Árásin var aðeins eitt högg í höfuðið, en þetta eina högg kostaði hann næstum lífið. „Það sem flestir sáu var íþróttamaður sem tók sig taki, lét þetta ekki stoppa sig, ýtti sér áfram til betri heilsu, „jafnaði sig nokkuð vel“ synti þremur árum síðar í 24 tíma til að safna pening fyrir spítalann sem bjargaði lífi hans og kom nokkuð heill út úr þessum atburðum.“ Synti hann þá í sólarhring og safnaði 1,7 milljónum fyrir Líf styrktarfélag. Guðmundur segir að hann sé svolítið þannig að þegar fólk segir að hann geti ekki gert eitthvað þá tvíeflist hann. „Því ég þarf að sanna fyrir fólki að ég geti það. Ég lifi mikið fyrir „motivation“ myndir, quote, lög og myndbönd hvað fólk er frábært og hvernig það vinnur að því að standa sig sem best og hef dreift því víða því ég trúi í alvöru að við getum alltaf verið betri og komið okkur á betri stað í lífinu og í því sem við tökum okkur fyrir hendur.“ Guðmundur segir mikilvægt að ræða um andlega endurhæfingu eftir áfall.Mynd úr einkasafni Leið mjög illa Hann leyfði þó fáum að vita hvernig honum leið í raun og veru. „En það sem fólk sá ekki og einfaldlega því ég leyfði engum að sjá það með því að setja upp grímu á hverjum degi, var að mér leið mjög illa. Ég svaf illa, var uppstökkur inni í mér, ég trúði ekki á eigið ágæti þó svo ég léti alla sjá að ég væri í frábæru standi. Ég kom mér aftur út í lífið, vann sem stöðvastjóri í líkamsræktarstöð, einkaþjálfari, var með eigin sundkennslunámskeið og að lokum fékk ég aftur að starfa við það sem ég elska og líður best með að gera að þjálfa og nú í Danmörku.“ Hlutirnir fóru ekki alveg eins og hann hafði séð fyrir sér varðandi starfið í Danmörku. Skömmu eftir þetta varð hann fyrir öðru áfalli og sökk enn dýpra. „Ég fór út á lífið með frænda mínum og í vitleysu minni hafði ég tekið töluverða peninga með mér út til að greiða fyrir húsnæði, staðfestingargjald og annað og þorði ekki að skilja það eftir á gistiheimili. Við fórum semsagt út og á einum barnum var ég að greiða fyrir bjór og fékk þá högg í höfuðið.“ Heimurinn hrundi Guðmundur segir að höggið hafi ekki verið fast, hugsanlega skalli. „En nógu fast til að líkami minn brást við því að henda sér niður og verja sig og á sama tíma glataði ég veskinu mínu og fann það ekki aftur. Heimur minn hrundi, ég lét mig hverfa af barnum, var niðurbrotinn aumingi sem missti allt álit á sjálfum sér og braut mig niður við hvert skref. Ég var aumingi fyrir að vera laminn í bænum, aumingi fyrir að hafa misst vinnuna í Kanada, aumingi fyrir að halda ekki áfram í Kanada hjá öllum foreldrunum sem yfirgáfu klúbbinn sem ég var látinn fara frá og stofnuðu nýjan klúbb bara fyrir mig, aumingi fyrir að fá ekki þjálfarastöðu á Íslandi, aumingi fyrir að geta ekki gert hitt og þetta, aumingi fyrir að standa ekki á mínu og láta „plata mig“ í að vera bara aðstoðarþjálfari í raun í starfinu í Danmörku, aumingi fyrir að fara frá fjölskyldunni minni til Danmerkur, aumingi fyrir að hafa glatað öllum peningum mínum, aumingi sem unnusti, aumingi sem pabbi.“ Á þessum tímapunkti fannst Guðmundi að lífið væri hrunið. „Ég kvaddi á Facebook, taldi að líf allra væri betra ef ég væri ekki til staðar og ætlaði bara að láta mig hverfa af þessari jörðu. En til allrar hamingju og Guð minn almáttugur hvað ég er þakklátur því fólki, þá var fólk sem sá þetta um miðja nótt á Facebook. Ég fékk skilaboð um hvort ekki væri allt í lagi, ég fékk símhringingar frá Íslandi frá góðum vinum, vinkonu sem var í fríi í Bandaríkjunum með sinni fjölskyldu, fólki sem gaf sér tíma til að lesa og hafa samband. Allt í einu var ég bara kominn aftur á gistiheimilið eftir að hafa gengið frá Köben upp í Gladsaxe.“ Á bara eitt líf Í framhaldinu fékk Guðmundur góða aðstoð frá fjölskyldunni og vann sig inn í lífið aftur og byrjaði að hafa trú á sér á ný. „Með vinnufélaga mínum unnum við frábært starf í okkar félagi í sameiningu sem Elítu þjálfarar. Ég las mér mikið til um andlega heilsu og fór hægt og rólega að bera virðingu fyrir mér og standa með mér. Ég skipti um félag í Danmörku eftir að Gladsaxe ákvað að breyta til og skipta alveg um þjálfarateymi. Ég vann í Ringsted í tvö ár og gerði frábæra hluti með þann klúbb. Fjölskyldan kom út og var með mér í eitt og hálft ár og áttum við frábæran tíma þar saman og sköpuðum margar minningar. Ég stóð með eigin sannfæringu og þegar klúbburinn vildi ekki ræða nýjan samning tímanlega skrifaði ég undir samning á Íslandi aftur hjá stórfélaginu Ægi og er að hjálpa til við að endurbyggja félagið og tel að við séum saman að gera frábæra hluti og séum á réttri leið. Ég hef unnið með góðum sálfræðingum og unnið þannig mikið í sjálfum mér. Því ég er frábær einstaklingur með mikinn metnað og drifkraft.“ Guðmundur segist vita að hann sé sterkur og ákveðinn. Hann skipti máli og sé nóg, eins og Alda Karen segir alltaf. „Ég á bara eitt líf og var heppinn að fá að halda því fyrir tæpum 10 árum síðan. Ég kastaði því næstum á glæ en með góðri hjálp frá fjölskyldu, vinum og vandamönnum og góðum sálfræðingum ætla ég að halda áfram að vinna í mér og gera þetta líf að einhverju sem skiptir mig máli. Ég er endalaust þakklátur fyrir börnin mín og Karen sem stóð eins og hetja og stytta í gegnum þetta allt, fjölskyldu mína, vini mína, starfið mitt hjá Ægi og öllum þeim sem koma að félaginu og gera það að hinni fjölskyldu minni.“ Djöflar sem ekki sjást Í samtali við Vísi segir Guðmundur að þetta málefni sé einstaklega mikilvægt. „Í mínu tilfelli eftir árásina þá var ekkert krukkað að neinu viti í andlegu endurhæfingunni og lítið talað um að svona gæti komið upp.“ Hann þakkar sérstaklega þeim sem gáfu sér tíma til að hafa samband við hann á þessum mikilvæga tímapunkti og þeim sem tóku hann undir sinn verndarvæng í Danmörku. „Verum þakklát fyrir fólkið í kringum okkur, höldum því nærri og verum með augun opin því allt í kringum okkur er fólk að kljást við alls konar djöfla sem við sjáum ekki. Og þið sem setjið upp grímuna eins og ég gerði á hverjum degi til að takast á við daginn, hendið henni í burtu og leyfið ykkur að vera þið sjálf og njótið lífsins, það er tilgangurinn okkar, lifa og njóta,“ segir Guðmundur að lokum.
Heilbrigðismál Sund Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira