Móðurmál: Tilfinningarnar sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 10:41 Samúel og Gunnhildur eignuðust son fyrr á árinu eftir langa bið. Mynd úr einkasafni „Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna. Allar tilfinningar og særindin sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, en hún opnaði sig um baráttu við ófrjósemi í einlægu helgarviðtali hér á Vísi á síðasta ári. Eftir nokkurra ára bið, fengu svo Gunnhildur og unnusti hennar, Samúel Gunnarsson lögmaður, drauminn sinn uppfylltan þegar þau fengu þær fréttir að þau ættu von á barni. Eftir erfiða meðgöngu og langdregna fæðingu, fengu þau svo loksins barn í fangið. Gunnhildur segir að þau séu ákveðin að fara aftur í gegnum þetta ferli síðar í þeirri von um að stækka fjölskylduna. „Ég elska að vera mamma. Við eigum þrjá fósturvísa í frysti sem við ætlum að athuga með þegar Óliver Gunnar er orðinn aðeins eldri. Mynd/Anna Kristín Arnardóttir „Við eignuðumst son okkar þann 13. júní síðastliðinn og höfum verið heima með hann í sumar ásamt því að kíkja í stuttar ferðir með hann út á land í góða veðrinu. Fram að því var ég kasólétt að leggja lokahönd á fyrsta árið mitt í miðlun og almannatengslum í Háskólanum á Bifröst og er núna að byrja annað árið.“ Framundan hjá Gunnhildi er að halda áfram í námi, eyða tíma með strákunum sínum og reyna að finna einhverja skemmtilega vinnu, ekki verra ef það tvennt tengist á einhvern hátt. Gunnhildur hefur síðustu ár verið með opið Instagram en hefur endurskoðað hversu miklu hún deilir, eftir að hún varð móðir. „Ég takmarka aðallega myndirnar við að sýna hann ekki beran og fyrir mitt leyti hafnaði ég til dæmis auglýsingabeiðni frá bleyjufyrirtæki sem mér hefði ekki liðið vel með. Ég dæmi alls ekki aðra sem taka þátt í því en það var bara ekki fyrir okkur. Svo fjarlægði ég slatta af fylgjendum af aðganginum mínum sem voru til dæmis erlendir karlmenn og þess háttar sem ég vildi ekki að væru að sjá myndir af syni mínum á veitunni sinni. Annars finnst mér hrikalega gaman að deila myndum af honum og lífinu okkar inni á Instagram, enda þrælmontin af drengnum.“ Gunnhildur segir að þau hafi undirbúið hundana áður en strákurinn kom í heiminn og þeir fái enn hreyfingu og athyglina sína þó hún sé suma daga ögn minni.Mynd/Anna Kristín Arnardóttir Nafn? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Aldur? 33 Barn númer?1 Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Í byrjun október 2019, nokkrum dögum eftir uppsetningu fósturvísis eftir glasafrjóvgun. Mjög planað, ekki mjög óvænt en mjög kærkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Eins og ég væri með svefnlyf í æð! Ég gat sofið endalaust. Svo var mér líka óglatt á ýmsum tímum en kastaði sem betur fer ekki upp. Var líka mjög stressuð um að ég næði að halda fóstrinu eftir alla fyrirhöfnina. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hvað hún var líkamlega erfið, en ég fékk líklega flestar aukaverkanir seinni hluta meðgöngu sem hægt er að fá. Svo kom líka að óvart að vera ólétt á tímum heimsfaraldurs. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Frekar vel, en ég fékk mikinn bjúg og þyngdist því mikið sem var frekar skrýtið á svona stuttum tíma. Ég fékk líka talsvert af slitum sem mér þykir bara vænt um. Þetta fylgir allt því að koma manneskju í heiminn sem eru forréttindi. Mynd/Anna Kristín Arnardóttir Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel. Seinni hluta meðgöngu var ég með sömu ljósmóður og ætlaði að taka á móti barninu sem hét Kristbjörg Magnúsdóttir, en við vorum að stefna að heimafæðingu. Hún var alveg dásamleg. Einnig var tekið mjög vel á móti okkur hvert sem við fórum og heilbrigðiskerfið greip okkur svo sannarlega þegar kom að fæðingunni. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nokkur mismunandi tímabil og má þá helst nefna grænt pestó, snúðarnir frá Brikk og grænir frostpinnar. sem ég get eiginlega ekki horft á í dag Ert þú búin að velja nafn? Litli maðurinn heitir Óliver Gunnar, en millinafnið er í höfuðið á báðum öfum. Við nefndum hann þegar hann fæddist og skírðum nýlega með okkar nánustu. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mjög margt! Grindargliðnunin var ekkert spaug en ég haltraði síðustu mánuðina og svaf illa vegna verkja. Svo fékk ég mikinn bjúg og sinaskeiðabólgu í báðar hendur sem er enn til staðar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að vera með kúlu og finna hreyfingarnar hjá honum. Það var alveg ómetanlegt. Svo var athyglin yfirleitt jákvæð og mjög skemmtileg. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Aðallega hvort þetta væri ekki bara allt sem ég ímyndaði mér eftir alla biðina. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á rafrænt brjóstagjafanámskeið vegna COVID og ég las helst Ina May‘s Guide to Childbirth sem mér fannst geggjuð og fræddi unnustann minn. Ég var frekar vel að mér um fæðingar fyrir svo að lítið kom að óvart. Við vorum líka bæði frekar slök yfir fæðingunni og notuðum mikið ráðið frá Kristbjörgu ljósunni okkar: „Ég treysti því sem fæðingarferlið færir mér.“ Þetta endar með barni, hvernig sem það gerist. Hvernig var fæðingin? Það gekk í raun vel en fæðingarferlið var mjög erfitt ef ég á að vera alveg hreinskilin og tók mjög langan tíma. Við vorum að stefna að heimafæðingu en vorum þó alveg sátt við að það gæti mögulega komið til spítalavistar eða inngripa, bara svo lengi sem barnið kæmi heilbrigt út og við yrðum í lagi. Ég missti vatnið klukkan 11 á miðvikudagsmorgni þann 10. júní (gusaðist út í lítravís eins og í bíómyndunum þegar ég var að klæða mig) og fór svo að fá verki um kvöldið sem ágerðust yfir nóttina. Á fimmtudagsmorgni 11. júní voru allra hríðar dottnar niður og ljóst að við þyrftum að fara á spítala í gangsetningu þar sem legvatnið var búið að vera farið í sólarhring. Þegar ljósan okkar hringdi á LSH var ekkert laust í gangsetningu fyrr en um kvöldið og við fengum því hugmyndina að hringja á Akranes og athuga stöðuna þar. Okkur var boðið að koma en eftir um klukkutíma í riti var okkur tilkynnt að vaktaskipulagið hefði eitthvað misskilist og ekkert væri laust þar fyrr en daginn eftir. Við fórum því aftur heim og ég í frekar miklu uppnámi og biðum eftir símtali frá LSH sem barst svo seinnipartinn og okkur var boðið að koma þangað. Kl. 18 byrjaði ég á gangsetningartöflum og var svo lögð inn kl 22 þar sem vatnið hafði verið farið það lengi og hélt áfram í gangsetningu yfir nóttina og næsta dag. Töflurnar virkuðu ekki til að framkalla nægilega sterkar hríðar þó ég fyndi alveg fyrir þeim og kl. 16 á föstudeginum 12. júní var sett upp hríðaraukandi dreypi. Upp frá því urðu verkirnir fljótt óbærilega slæmir og ég hékk með glaðloftið á mér og datt út milli hríða sem voru á um 1-2 mínútna fresti. Við skoðanir kom þó í ljós að allir verkirnir skiluðu litlu og ég var bara með um 1 cm í útvíkkun. Hausinn á stráknum var skorðaður en var samt skakkur svo hann þrýsti ekki almennilega á leghálsinn svo að legvatn gusaðist út í öllum samdráttum. Þegar ég hafði verið með dreypið í um 5 tíma var mér boðin mænudeyfing, enda var ég orðin örmagna en þá voru 2,5 sólarhringar síðan vatnið hafði farið. Hríðarnar héldu áfram en ég gat hvílt mig örlítið út af mænudeyfingunni, náði þó ekki að sofa út af kláða sem fylgdi henni. Um nóttina voru framkvæmdar fleiri skoðanir og þegar ég var enn bara með 1cm í útvíkkun var ákveðið að hafa mig áfram í dreypinu til að undirbúa bæði leg og barn en líklegast þótti að við myndum enda í bráðakesiara. Korteri eftir að slökkt var á dreypinu kl 6:15 á laugardagsmorgni 13. júní var okkur svo rúllað inn á skurðstofu, en allt þurfti að gerast mjög hratt vegna vaktaskipta. Það var smá vesen með deyfinguna en ég fann aðeins fyrir sársaukanum vinstra megin og kastaði upp yfir mig alla á skurðarborðinu, en allt gekk samt vel og Óliver Gunnar kom út kl 7:35, sprækur og fullkominn. Mynd úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Dásamleg og engu lík! Sammi hélt á honum fyrst og hélt honum upp við mig þar sem ég fékk að kyssa hann þar sem hendurnar mínar voru festar niður í aðgerðinni, svo fékk ég hann í fangið þegar við vorum komin aftur upp á fæðingarstofuna. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Að ekkert fór eins og við höfðum séð fyrir okkur! En ég vissi fyrir að fæðingarferlið væri ófyrirsjáanlegt og var tilbúin að taka því sem kæmi upp, þó hægt væri að vera með smá óskalista. Fengu þið að vita kynið? Já við fengum að vita kynið um 17. viku, sem staðfesti gruninn sem ég hafði verið með frá byrjun (alveg frá uppsetningu) um að það væri strákur. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Kannski aðallega þegar talað er um að „fæða barn,“ en þá er oftast verið að meina í gegnum leggöng. Mikilvægt að mínu mati að muna að við keisaramömmur höfum líka fætt börnin okkar. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ekkert þannig, mér finnst manni bara í sjálfvald sett hvað maður kaupir eða ekki. Ég setti kannski pressu á sjálfa mig að eiga allt og undirbúa vel, en það spilaði líka inn í hvað maður hafði þráð þetta ofboðslega lengi. Mér fannst aðrar mömmur stundum vera að hálf skamma mig og segja mér að hitt og þetta væri óþarfi. Auðvitað veit ég að barnið þarf ekki allt sem við keyptum en okkur langaði einfaldlega að eiga það. Mynd úr einkasafni Hvernig var þín upplifun af brjóstagjöf? Hann er í dag 90% pelabarn, en framleiðslan fór hægt af stað eftir keisarann og ég náði ekki að halda í við það sem hann þurfti, þrátt fyrir að hafa reynt í samráði við brjóstagjafaráðgjafa. Hann nærist ótrúlega vel á þurrmjólk og fær brjóstið auka með sem er dýrmætt fyrir okkur bæði. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Að sjálfsögðu, maður hefur miklu minni tíma og getur auðvitað ekki sinnt hvort öðru jafn mikið. En við erum ótrúlega góð saman og eigum fallegt og gott samband sem við náum að hlúa að þó svo að tíminn sé minni og álagið meira. Við erum líka hvorugt með foreldra okkar í borginni svo að pössun er af skornum skammti. En við höfum gengið í gegnum ýmislegt saman áður en við urðum ólétt sem gerir það kannski að verkum að við vinnum vel saman. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að finna út það sem hentar sér og fylgja sínu hjarta. Móðurhlutverkið er ekki „one size fits all“ og maður verður að gera hlutina eins og hentar manni sjálfum og sínu barni, hvort sem um er að ræða næringu barnsins, uppeldi eða hvað annað. Sjá einnig: Maður er að missa von og drauma Móðurmál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Viltu gifast Birnir? Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég varð mjög kvíðin fyrstu mánuðina um að missa. Svo er líka sérstök tilfinning að vera komin úr „ófrjósemis“ hópnum yfir í „meðgöngu“ hópinn sem þurfti smá að venjast og manni fannst maður smá vera að yfirgefa þær sem voru enn að reyna. Allar tilfinningar og særindin sem fylgdu ófrjósemi hurfu ekki á augabragði,“ segir Gunnhildur Gunnarsdóttir, en hún opnaði sig um baráttu við ófrjósemi í einlægu helgarviðtali hér á Vísi á síðasta ári. Eftir nokkurra ára bið, fengu svo Gunnhildur og unnusti hennar, Samúel Gunnarsson lögmaður, drauminn sinn uppfylltan þegar þau fengu þær fréttir að þau ættu von á barni. Eftir erfiða meðgöngu og langdregna fæðingu, fengu þau svo loksins barn í fangið. Gunnhildur segir að þau séu ákveðin að fara aftur í gegnum þetta ferli síðar í þeirri von um að stækka fjölskylduna. „Ég elska að vera mamma. Við eigum þrjá fósturvísa í frysti sem við ætlum að athuga með þegar Óliver Gunnar er orðinn aðeins eldri. Mynd/Anna Kristín Arnardóttir „Við eignuðumst son okkar þann 13. júní síðastliðinn og höfum verið heima með hann í sumar ásamt því að kíkja í stuttar ferðir með hann út á land í góða veðrinu. Fram að því var ég kasólétt að leggja lokahönd á fyrsta árið mitt í miðlun og almannatengslum í Háskólanum á Bifröst og er núna að byrja annað árið.“ Framundan hjá Gunnhildi er að halda áfram í námi, eyða tíma með strákunum sínum og reyna að finna einhverja skemmtilega vinnu, ekki verra ef það tvennt tengist á einhvern hátt. Gunnhildur hefur síðustu ár verið með opið Instagram en hefur endurskoðað hversu miklu hún deilir, eftir að hún varð móðir. „Ég takmarka aðallega myndirnar við að sýna hann ekki beran og fyrir mitt leyti hafnaði ég til dæmis auglýsingabeiðni frá bleyjufyrirtæki sem mér hefði ekki liðið vel með. Ég dæmi alls ekki aðra sem taka þátt í því en það var bara ekki fyrir okkur. Svo fjarlægði ég slatta af fylgjendum af aðganginum mínum sem voru til dæmis erlendir karlmenn og þess háttar sem ég vildi ekki að væru að sjá myndir af syni mínum á veitunni sinni. Annars finnst mér hrikalega gaman að deila myndum af honum og lífinu okkar inni á Instagram, enda þrælmontin af drengnum.“ Gunnhildur segir að þau hafi undirbúið hundana áður en strákurinn kom í heiminn og þeir fái enn hreyfingu og athyglina sína þó hún sé suma daga ögn minni.Mynd/Anna Kristín Arnardóttir Nafn? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Aldur? 33 Barn númer?1 Hvernig komstu að því að þú værir ófrísk? Í byrjun október 2019, nokkrum dögum eftir uppsetningu fósturvísis eftir glasafrjóvgun. Mjög planað, ekki mjög óvænt en mjög kærkomið. Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? Eins og ég væri með svefnlyf í æð! Ég gat sofið endalaust. Svo var mér líka óglatt á ýmsum tímum en kastaði sem betur fer ekki upp. Var líka mjög stressuð um að ég næði að halda fóstrinu eftir alla fyrirhöfnina. Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? Hvað hún var líkamlega erfið, en ég fékk líklega flestar aukaverkanir seinni hluta meðgöngu sem hægt er að fá. Svo kom líka að óvart að vera ólétt á tímum heimsfaraldurs. Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? Frekar vel, en ég fékk mikinn bjúg og þyngdist því mikið sem var frekar skrýtið á svona stuttum tíma. Ég fékk líka talsvert af slitum sem mér þykir bara vænt um. Þetta fylgir allt því að koma manneskju í heiminn sem eru forréttindi. Mynd/Anna Kristín Arnardóttir Hvernig fannst þér heilbrigðisþjónustan halda utan um verðandi móður? Mjög vel. Seinni hluta meðgöngu var ég með sömu ljósmóður og ætlaði að taka á móti barninu sem hét Kristbjörg Magnúsdóttir, en við vorum að stefna að heimafæðingu. Hún var alveg dásamleg. Einnig var tekið mjög vel á móti okkur hvert sem við fórum og heilbrigðiskerfið greip okkur svo sannarlega þegar kom að fæðingunni. Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? Nokkur mismunandi tímabil og má þá helst nefna grænt pestó, snúðarnir frá Brikk og grænir frostpinnar. sem ég get eiginlega ekki horft á í dag Ert þú búin að velja nafn? Litli maðurinn heitir Óliver Gunnar, en millinafnið er í höfuðið á báðum öfum. Við nefndum hann þegar hann fæddist og skírðum nýlega með okkar nánustu. Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? Mjög margt! Grindargliðnunin var ekkert spaug en ég haltraði síðustu mánuðina og svaf illa vegna verkja. Svo fékk ég mikinn bjúg og sinaskeiðabólgu í báðar hendur sem er enn til staðar. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? Að vera með kúlu og finna hreyfingarnar hjá honum. Það var alveg ómetanlegt. Svo var athyglin yfirleitt jákvæð og mjög skemmtileg. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Aðallega hvort þetta væri ekki bara allt sem ég ímyndaði mér eftir alla biðina. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Við fórum á rafrænt brjóstagjafanámskeið vegna COVID og ég las helst Ina May‘s Guide to Childbirth sem mér fannst geggjuð og fræddi unnustann minn. Ég var frekar vel að mér um fæðingar fyrir svo að lítið kom að óvart. Við vorum líka bæði frekar slök yfir fæðingunni og notuðum mikið ráðið frá Kristbjörgu ljósunni okkar: „Ég treysti því sem fæðingarferlið færir mér.“ Þetta endar með barni, hvernig sem það gerist. Hvernig var fæðingin? Það gekk í raun vel en fæðingarferlið var mjög erfitt ef ég á að vera alveg hreinskilin og tók mjög langan tíma. Við vorum að stefna að heimafæðingu en vorum þó alveg sátt við að það gæti mögulega komið til spítalavistar eða inngripa, bara svo lengi sem barnið kæmi heilbrigt út og við yrðum í lagi. Ég missti vatnið klukkan 11 á miðvikudagsmorgni þann 10. júní (gusaðist út í lítravís eins og í bíómyndunum þegar ég var að klæða mig) og fór svo að fá verki um kvöldið sem ágerðust yfir nóttina. Á fimmtudagsmorgni 11. júní voru allra hríðar dottnar niður og ljóst að við þyrftum að fara á spítala í gangsetningu þar sem legvatnið var búið að vera farið í sólarhring. Þegar ljósan okkar hringdi á LSH var ekkert laust í gangsetningu fyrr en um kvöldið og við fengum því hugmyndina að hringja á Akranes og athuga stöðuna þar. Okkur var boðið að koma en eftir um klukkutíma í riti var okkur tilkynnt að vaktaskipulagið hefði eitthvað misskilist og ekkert væri laust þar fyrr en daginn eftir. Við fórum því aftur heim og ég í frekar miklu uppnámi og biðum eftir símtali frá LSH sem barst svo seinnipartinn og okkur var boðið að koma þangað. Kl. 18 byrjaði ég á gangsetningartöflum og var svo lögð inn kl 22 þar sem vatnið hafði verið farið það lengi og hélt áfram í gangsetningu yfir nóttina og næsta dag. Töflurnar virkuðu ekki til að framkalla nægilega sterkar hríðar þó ég fyndi alveg fyrir þeim og kl. 16 á föstudeginum 12. júní var sett upp hríðaraukandi dreypi. Upp frá því urðu verkirnir fljótt óbærilega slæmir og ég hékk með glaðloftið á mér og datt út milli hríða sem voru á um 1-2 mínútna fresti. Við skoðanir kom þó í ljós að allir verkirnir skiluðu litlu og ég var bara með um 1 cm í útvíkkun. Hausinn á stráknum var skorðaður en var samt skakkur svo hann þrýsti ekki almennilega á leghálsinn svo að legvatn gusaðist út í öllum samdráttum. Þegar ég hafði verið með dreypið í um 5 tíma var mér boðin mænudeyfing, enda var ég orðin örmagna en þá voru 2,5 sólarhringar síðan vatnið hafði farið. Hríðarnar héldu áfram en ég gat hvílt mig örlítið út af mænudeyfingunni, náði þó ekki að sofa út af kláða sem fylgdi henni. Um nóttina voru framkvæmdar fleiri skoðanir og þegar ég var enn bara með 1cm í útvíkkun var ákveðið að hafa mig áfram í dreypinu til að undirbúa bæði leg og barn en líklegast þótti að við myndum enda í bráðakesiara. Korteri eftir að slökkt var á dreypinu kl 6:15 á laugardagsmorgni 13. júní var okkur svo rúllað inn á skurðstofu, en allt þurfti að gerast mjög hratt vegna vaktaskipta. Það var smá vesen með deyfinguna en ég fann aðeins fyrir sársaukanum vinstra megin og kastaði upp yfir mig alla á skurðarborðinu, en allt gekk samt vel og Óliver Gunnar kom út kl 7:35, sprækur og fullkominn. Mynd úr einkasafni Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? Dásamleg og engu lík! Sammi hélt á honum fyrst og hélt honum upp við mig þar sem ég fékk að kyssa hann þar sem hendurnar mínar voru festar niður í aðgerðinni, svo fékk ég hann í fangið þegar við vorum komin aftur upp á fæðingarstofuna. Hvað kom mest á óvart við að fæða barn? Að ekkert fór eins og við höfðum séð fyrir okkur! En ég vissi fyrir að fæðingarferlið væri ófyrirsjáanlegt og var tilbúin að taka því sem kæmi upp, þó hægt væri að vera með smá óskalista. Fengu þið að vita kynið? Já við fengum að vita kynið um 17. viku, sem staðfesti gruninn sem ég hafði verið með frá byrjun (alveg frá uppsetningu) um að það væri strákur. Einhver umræða sem þér finnst að þurfi að opna varðandi meðgöngu og fæðingar? Kannski aðallega þegar talað er um að „fæða barn,“ en þá er oftast verið að meina í gegnum leggöng. Mikilvægt að mínu mati að muna að við keisaramömmur höfum líka fætt börnin okkar. Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? Ekkert þannig, mér finnst manni bara í sjálfvald sett hvað maður kaupir eða ekki. Ég setti kannski pressu á sjálfa mig að eiga allt og undirbúa vel, en það spilaði líka inn í hvað maður hafði þráð þetta ofboðslega lengi. Mér fannst aðrar mömmur stundum vera að hálf skamma mig og segja mér að hitt og þetta væri óþarfi. Auðvitað veit ég að barnið þarf ekki allt sem við keyptum en okkur langaði einfaldlega að eiga það. Mynd úr einkasafni Hvernig var þín upplifun af brjóstagjöf? Hann er í dag 90% pelabarn, en framleiðslan fór hægt af stað eftir keisarann og ég náði ekki að halda í við það sem hann þurfti, þrátt fyrir að hafa reynt í samráði við brjóstagjafaráðgjafa. Hann nærist ótrúlega vel á þurrmjólk og fær brjóstið auka með sem er dýrmætt fyrir okkur bæði. Finnst þér það hafa breytt sambandinu að eignast barn saman? Að sjálfsögðu, maður hefur miklu minni tíma og getur auðvitað ekki sinnt hvort öðru jafn mikið. En við erum ótrúlega góð saman og eigum fallegt og gott samband sem við náum að hlúa að þó svo að tíminn sé minni og álagið meira. Við erum líka hvorugt með foreldra okkar í borginni svo að pössun er af skornum skammti. En við höfum gengið í gegnum ýmislegt saman áður en við urðum ólétt sem gerir það kannski að verkum að við vinnum vel saman. Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? Að finna út það sem hentar sér og fylgja sínu hjarta. Móðurhlutverkið er ekki „one size fits all“ og maður verður að gera hlutina eins og hentar manni sjálfum og sínu barni, hvort sem um er að ræða næringu barnsins, uppeldi eða hvað annað. Sjá einnig: Maður er að missa von og drauma
Móðurmál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ Makamál Einhleypan: Tinder birtingarmynd siðrofs og allsherjar hnignunar samfélagsins Makamál Dóra Júlía fann ástina í örmum Báru Makamál Viltu gifast Birnir? Makamál Spurning vikunnar: Notar þú kynlífshjálpartæki? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira