„Ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 25. ágúst 2020 20:10 Alda Hrannardóttir listakona talar um fjölbreytileikann, listina og hvernig hún vill að fólk geti séð sig í verkum sínum. Aðsend mynd „Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum“, segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. Alda lærði Illustration (myndlýsingu) í Arts University Bournemouth frá 2015-2018 og fluttist svo til Amsterdam fyrir tveimur árum síðan þar sem hún starfar við list sína. „Ég flutti hingað því ég féll fyrir borginni fyrir nokkrum árum og fékk svona „ég gæti búið hér“ tilfinningu.“ Alda er sjálfstætt starfandi teiknari og hefur einnig verið að vinna með leir. Hún rekur vefverslunina Alda Lilja þar sem hún selur prent, límmiða og föt með teikningum sínum. Einnig tekur hún að sér verkefni fyrir fyrirtæki og segir hún flesta kúnnana vera frá Íslandi. Teikning - Alda Lilja „Ég hef mestmegnis verið að vinna með íslenskum kúnnum, það er mjög auðvelt í dag því ég skila öllu í gegnum netið og vinn bara úr stofunni hjá mér. Ég hef verið að vinna í myndum fyrir Hugrúnu geðfræðslufélag og Ástráði kynfræðslufélagi, Eríal Pole, Q-félagi hinsegin stúdenta og Society 6 fyrir Time’s Up hreyfinguna. Svo er ég núna að vinna í skemmtilegu verkefni með Ingileif og Maríu (Hinseginleikinn), um fjölbreytileikann, en það mun koma út seinna á árinu.“ Vill að fólk geti séð sig í verkunum Það er ákveðinn rauður þráður í verkum Öldu og má glögglega sjá að fjölbreytileikinn er henni afar hugleikinn. „Já, fjölbreytileikinn er algjör rauður þráður í öllu sem ég geri, ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk og mennta mig um baráttur þeirra, eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálfan sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum. Aðsend mynd Alda notar samfélagsmiðilinn Instagram til að kalla eftir ábendingum og ólíkum sjónarmiðum fylgjenda sinna sem hún svo notar sem innblástur í verkin sín. „Ég hef stundum sett inn spurningabox á Instagram þar sem ég fæ fólk til að segja mér frá því sem þau eru óörugg með eða hvað það er sem gerir þau sérstök. Svo teikna ég það. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þessu og borist fjölmörg skilaboð þess efnis að fólki finnist það loksins vera séð.“ Falin merki í myndunum „Þótt aðalefnið mitt sé ekki alltaf „hinseginleiki“ eða fjölbreytileiki þá hef ég mikið verið að fela allskonar merki í myndunum mínum. Ég vil að áhorfandinn finni fyrir hlýju og gleði þegar hán upplifir myndirnar mínar. Ég vil að fólk finni gleði í eigin skinni.“ Þú segir á síðunni þinni að þegar þú ert ekki að hanna þá sértu í eldhúsinu eða í þerapíu? Hvers konar þerapíu áttu við? „Já, mér finnst rosa gaman að elda og baka, það er sennilega mitt helsta áhugamál þessa dagana.“ Mynd - Alda Lilja Sá ekki framtíð fyrir sjálfa sig „Annars er þetta með þerapíuna bara smá grín því ég vinn svo mikið með andleg málefni sem er stór partur af mínum bata. Ég tala mikið um sálfræðimeðferðir og það sem ég læri þar og ég er alltaf að mæla með því fyrir annað fólk að kíkja til sálfræðings. Í dag er ég mjög heppin að vera með góðan sálfræðing en ég hef verið í sálfræðimeðferðum í og með síðasta áratuginn. Að vera í sálfræðimeðferð segir Alda að hafi bjargað lífi sínu en hún hefur glímt við kvíða og þunglyndi frá barnsaldri. Einnig greindist hún með áfallastreituröskun aðeins 18 ára gömul. Ég þekki það að vera ung og ekki sjá framtíð fyrir sjálfa mig. Það að teikna er ein af leiðunum sem ég þekki til að sýna tilfinningar best. „Ég teiknaði mikið í skólabækurnar mínar sem krakki og er ennþá þannig að ef ég held á penna og það er eitthvað fyrir framan mig, þá teikna ég á það. Alda segist hafa upplifað sig eina í heiminum þegar hún var upp á sitt versta og ekki fundið uppbyggilegt efni varðandi geðsjúkdóma á þeim tíma. „Þetta var fyrir tíma Instagram og eina efnið sem var aðgengilegt tengt geðsjúkdómum voru mjög ýktar og óþægilegar myndir sem höfðu bara neikvæð áhrif á mig. Auðvitað er pláss fyrir svoleiðis list líka en persónulega langar mig að sýna ljósið í enda ganganna.“ Ég vil sýna efni sem ég hefði viljað sjá þegar mér leið illa. Myndir sem sýna tilfinningar en boða líka von. Innblásturinn í verkum Öldu er að mestu úr hennar eigin lífi og upplifunum og segist hún reyna eftir fremsta megni að miðla hreinskilið frá reynslu sinni. „Ég geri það samt á léttan hátt og reyni að hafa góð áhrif á þau sem hafa gaman af því að fylgjast með mér. Ég vil láta fólki líða eins og það sé ekki eitt í sínum upplifunum og líðan og gera daginn þeirra örlítið betri. Einnig fæ ég mikinn innblástur frá Hinsegin samfélaginu en ég hef mjög gaman af fjölbreytileikanum og því að fá að vera í kringum allskonar fólk.“ Aðspurð segist Alda skilgreina sig sem tvíkynhneigða en hafi átt erfitt með að sætta sig við það á yngri árum. Alda skartar hér bol með eigin verki sem hún selur á vefsíðu sinni. Aðsend mynd „Ég hef vitað það frá því að ég var krakki að ég væri hrifin af fleiri kynjum en körlum, en kannski ekki almennilega sætt mig við það fyrr en ég var í menntaskóla þegar það var meira rými til að prófa sig áfram. Þegar ég var yngri var rosalega lítið um fyrirmyndir og mjög mikil bi-phobia sem er til staðar enn í dag. Þá var helst gert ráð fyrir var að stelpur sem eru hrifnar af stelpum séu bara að feika það til að fá athygli frá strákum.“ Þegar þú heyrir það nógu oft ferðu að trúa því sjálf en ég er sem betur fer búin að hrista allt það rugl af mér, ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla. Varðandi tvíkynhneigð og viðhorf fólks í dag, finnst Öldu mikið breytt og sem betur fer tali fólk opinskátt um tvíkynhneigð í dag. „Um leið og þú ert þú sjálf, gefurðu öðrum leyfi til að vera þau sjálf líka.“ Við tölum aum breytt viðhorf í íslensku samfélagi til fjölbreytileikans og segir Alda að nú sé allt á réttri leið. „Mér finnst mjög gaman að sjá yngri kynslóðina vera meira flæðandi þegar kemur að kynhneigð og kyntjáningu, við erum klárlega á réttri leið. Þegar ég var unglingur að átta mig á sjálfri mér voru bara tveir flokkar, gagnkynhneigð og samkynhneigð. Síðan voru einhver sem kölluðu sig tvíkynhneigð en fannst það ekki vera tekið alvarlega.“ Að lokum þegar Alda er spurð út í ástarmálin stendur ekki á svari: Já, ég er í sambandi. Ég er í sambandi með mér sjálfri. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgja Öldu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00 „Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk í verkum mínum og mennta mig um baráttur þeirra eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálf sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum“, segir Alda Hrannardóttir listakona í viðtali við Makamál. Alda lærði Illustration (myndlýsingu) í Arts University Bournemouth frá 2015-2018 og fluttist svo til Amsterdam fyrir tveimur árum síðan þar sem hún starfar við list sína. „Ég flutti hingað því ég féll fyrir borginni fyrir nokkrum árum og fékk svona „ég gæti búið hér“ tilfinningu.“ Alda er sjálfstætt starfandi teiknari og hefur einnig verið að vinna með leir. Hún rekur vefverslunina Alda Lilja þar sem hún selur prent, límmiða og föt með teikningum sínum. Einnig tekur hún að sér verkefni fyrir fyrirtæki og segir hún flesta kúnnana vera frá Íslandi. Teikning - Alda Lilja „Ég hef mestmegnis verið að vinna með íslenskum kúnnum, það er mjög auðvelt í dag því ég skila öllu í gegnum netið og vinn bara úr stofunni hjá mér. Ég hef verið að vinna í myndum fyrir Hugrúnu geðfræðslufélag og Ástráði kynfræðslufélagi, Eríal Pole, Q-félagi hinsegin stúdenta og Society 6 fyrir Time’s Up hreyfinguna. Svo er ég núna að vinna í skemmtilegu verkefni með Ingileif og Maríu (Hinseginleikinn), um fjölbreytileikann, en það mun koma út seinna á árinu.“ Vill að fólk geti séð sig í verkunum Það er ákveðinn rauður þráður í verkum Öldu og má glögglega sjá að fjölbreytileikinn er henni afar hugleikinn. „Já, fjölbreytileikinn er algjör rauður þráður í öllu sem ég geri, ég geri mitt besta að sýna allskonar fólk og mennta mig um baráttur þeirra, eins og fötlunarfordóma, fitufordóma, hinseginfordóma og fleira í þeim dúr. Ég vil að þau sem hafa ekki séð sjálfan sig í myndlist geti séð sig í mínum verkum. Aðsend mynd Alda notar samfélagsmiðilinn Instagram til að kalla eftir ábendingum og ólíkum sjónarmiðum fylgjenda sinna sem hún svo notar sem innblástur í verkin sín. „Ég hef stundum sett inn spurningabox á Instagram þar sem ég fæ fólk til að segja mér frá því sem þau eru óörugg með eða hvað það er sem gerir þau sérstök. Svo teikna ég það. Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við þessu og borist fjölmörg skilaboð þess efnis að fólki finnist það loksins vera séð.“ Falin merki í myndunum „Þótt aðalefnið mitt sé ekki alltaf „hinseginleiki“ eða fjölbreytileiki þá hef ég mikið verið að fela allskonar merki í myndunum mínum. Ég vil að áhorfandinn finni fyrir hlýju og gleði þegar hán upplifir myndirnar mínar. Ég vil að fólk finni gleði í eigin skinni.“ Þú segir á síðunni þinni að þegar þú ert ekki að hanna þá sértu í eldhúsinu eða í þerapíu? Hvers konar þerapíu áttu við? „Já, mér finnst rosa gaman að elda og baka, það er sennilega mitt helsta áhugamál þessa dagana.“ Mynd - Alda Lilja Sá ekki framtíð fyrir sjálfa sig „Annars er þetta með þerapíuna bara smá grín því ég vinn svo mikið með andleg málefni sem er stór partur af mínum bata. Ég tala mikið um sálfræðimeðferðir og það sem ég læri þar og ég er alltaf að mæla með því fyrir annað fólk að kíkja til sálfræðings. Í dag er ég mjög heppin að vera með góðan sálfræðing en ég hef verið í sálfræðimeðferðum í og með síðasta áratuginn. Að vera í sálfræðimeðferð segir Alda að hafi bjargað lífi sínu en hún hefur glímt við kvíða og þunglyndi frá barnsaldri. Einnig greindist hún með áfallastreituröskun aðeins 18 ára gömul. Ég þekki það að vera ung og ekki sjá framtíð fyrir sjálfa mig. Það að teikna er ein af leiðunum sem ég þekki til að sýna tilfinningar best. „Ég teiknaði mikið í skólabækurnar mínar sem krakki og er ennþá þannig að ef ég held á penna og það er eitthvað fyrir framan mig, þá teikna ég á það. Alda segist hafa upplifað sig eina í heiminum þegar hún var upp á sitt versta og ekki fundið uppbyggilegt efni varðandi geðsjúkdóma á þeim tíma. „Þetta var fyrir tíma Instagram og eina efnið sem var aðgengilegt tengt geðsjúkdómum voru mjög ýktar og óþægilegar myndir sem höfðu bara neikvæð áhrif á mig. Auðvitað er pláss fyrir svoleiðis list líka en persónulega langar mig að sýna ljósið í enda ganganna.“ Ég vil sýna efni sem ég hefði viljað sjá þegar mér leið illa. Myndir sem sýna tilfinningar en boða líka von. Innblásturinn í verkum Öldu er að mestu úr hennar eigin lífi og upplifunum og segist hún reyna eftir fremsta megni að miðla hreinskilið frá reynslu sinni. „Ég geri það samt á léttan hátt og reyni að hafa góð áhrif á þau sem hafa gaman af því að fylgjast með mér. Ég vil láta fólki líða eins og það sé ekki eitt í sínum upplifunum og líðan og gera daginn þeirra örlítið betri. Einnig fæ ég mikinn innblástur frá Hinsegin samfélaginu en ég hef mjög gaman af fjölbreytileikanum og því að fá að vera í kringum allskonar fólk.“ Aðspurð segist Alda skilgreina sig sem tvíkynhneigða en hafi átt erfitt með að sætta sig við það á yngri árum. Alda skartar hér bol með eigin verki sem hún selur á vefsíðu sinni. Aðsend mynd „Ég hef vitað það frá því að ég var krakki að ég væri hrifin af fleiri kynjum en körlum, en kannski ekki almennilega sætt mig við það fyrr en ég var í menntaskóla þegar það var meira rými til að prófa sig áfram. Þegar ég var yngri var rosalega lítið um fyrirmyndir og mjög mikil bi-phobia sem er til staðar enn í dag. Þá var helst gert ráð fyrir var að stelpur sem eru hrifnar af stelpum séu bara að feika það til að fá athygli frá strákum.“ Þegar þú heyrir það nógu oft ferðu að trúa því sjálf en ég er sem betur fer búin að hrista allt það rugl af mér, ég elska konur, ég elska kynsegin fólk, ég elska karla. Varðandi tvíkynhneigð og viðhorf fólks í dag, finnst Öldu mikið breytt og sem betur fer tali fólk opinskátt um tvíkynhneigð í dag. „Um leið og þú ert þú sjálf, gefurðu öðrum leyfi til að vera þau sjálf líka.“ Við tölum aum breytt viðhorf í íslensku samfélagi til fjölbreytileikans og segir Alda að nú sé allt á réttri leið. „Mér finnst mjög gaman að sjá yngri kynslóðina vera meira flæðandi þegar kemur að kynhneigð og kyntjáningu, við erum klárlega á réttri leið. Þegar ég var unglingur að átta mig á sjálfri mér voru bara tveir flokkar, gagnkynhneigð og samkynhneigð. Síðan voru einhver sem kölluðu sig tvíkynhneigð en fannst það ekki vera tekið alvarlega.“ Að lokum þegar Alda er spurð út í ástarmálin stendur ekki á svari: Já, ég er í sambandi. Ég er í sambandi með mér sjálfri. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgja Öldu er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Ástin og lífið Tengdar fréttir „Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00 „Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05 „Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Mikilvægt að fræða og ræða en ekki varpa skömm á málefnin“ „Eitt af því sem við höfum tekið eftir undanfarin ár er það hvað krakkar í dag eru orðin opnari og óhræddari við að segja frá erfiðum hlutum eins og kynferðislegu ofbeldi.“ Þetta segir Hugrún Lilja læknanemi og formaður Ástráðs. 12. ágúst 2020 10:00
„Ég passaði bara ekki inn í mig“ „Frá því að ég var á kynþroskaaldri þá fann ég að það var eitthvað að, alltaf einhver vanlíðan sem að ég skildi ekki.“ Þetta segir Bjarki Steinn Pétursson í viðtali við Makamál en Bjarki kom út sem transstrákur árið 2018. 6. ágúst 2020 20:05
„Tækni og typpastærð skipta ekki máli“ „Það er svo mikilvægt að þora að tjá sig og gefa leiðbeiningar í kynlífi, þá hætta aðrir hlutir að skipta máli, svona bull eins og typpastærð eða einhver sérstök tækni“. Þetta segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 31. júlí 2020 20:56