Engin skömm í að vera berskjölduð og þurfa stuðning Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 13:30 Tónlistarkonan Sjana var undir innblæstri frá frumskóginum í nýjasta lagi sínu. Aðsend mynd „Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
„Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt og held áfram að þróa minn stíl og hljóm. Á Close má finna ný hljóðfæri sem ég hef ekki notað áður eins og saxófón og ashiko handtrommur sem gefur laginu þennan einkennandi og áberandi hljóm,“ segir tónlistarkonan Sjana um nýja lagið sitt sem kom út á Spotify í dag. Innblásturinn kom úr ýmsum áttum, þar á meðal úr frumskóginum, en var samið á nokkrum mínútum. „Ég hef alltaf verið mikill Phil Collins aðdáandi og þá sérstaklega af lögunum í Tarzan, sem er ein af mínum uppáhalds teiknimyndum. En þar notar hann afrískar trommur sem gefa lögunum skemmtilegan og ævintýralegan „frumskógar” hljóm. En ég hlusta á allskonar tónlist.“ Berskjölduð og heiðarleg Sjana hefur glímt við mikinn kvíða og samdi oft lög á nóttunni þegar hún gat ekki sofið. Hún samdii textann við lagið Close sjálf en hún kafar mjög djúpt í eigin tilfinningar á væntanlegri plötu sinni. „Close var skáldsaga til að byrja með. Ég hafði skýra mynd í huganum um tvo elskendur sem aðskiljast vegna stríðsátaka sem leita svo að hvort öðru, en núna hefur lagið persónulegri merkingu. Eftir það sem ég hef upplifað og gengið í gegnum undanfarið, finnst mér lagið vera meira um það að þurfa ekki að skammast sín eða óttast það að láta fólkið í kringum sig vita að þú þarft á þeim, og stuðningi þeirra að halda. Það geta allir túlkað lagið á sinn hátt.“ Lagið samdi hún í byrjun 2019 á svokallaða „loop station” og grínast hún með að kannski hafi lagið ómeðvitað fengið innblástur frá Tarzan teiknimyndinni. „Listagyðjan kom yfir mig og ég var í skemmtilegum gír þennan dag og byrjaði að glamra á hljómborðið og valdi nokkur hljóðfæri til að setja saman og byrjaði svo að radda. Lagið varð til á nokkrum mínútum — ásamt nokkrum öðrum. Ég veit ekki alveg nákvæmlega hvaðan innblásturinn kom en svona varð í raun lagið bara til. “ „Close setur tóninn fyrir bæði plötuna og nýja tíma, en platan verður á ensku og það verða einnig öðruvísi lög á plötunni. Það verða önnur hljóðfæri og hljóð, ég kafa dýpra í hluti sem ég hef ekki þorað að tjá mig um áður og er ég mjög berskjölduð og heiðarleg á plötunni. Platan einkennist af töffaraskap, heiðarleika og styrk. Ég tjái mig um það erfiða ferli sem ég gekk í gegnum að finna sjálfa mig og vinna mig út úr þeim áföllum sem ég varð fyrir. Eins og áður er mikið af lögum sem hafa setið lengi í geymslu sem fá nú að líta dagsins ljós, mín allra persónulegustu lög.“ Það hefur ekki verið mikið að gera hjá tónlistarfólki síðustu mánuði vegna heimsfaraldurs en Sjana hefur nýtt þennan tíma í sjálfsvinnu. „Ég hef verið að skipuleggja næstu skref bæði í tónlistinni og myndlistinni. Ég hef einnig nýtt tímann í að fara yfir gömul lög og að skapa meira. Ég er einbeitt og mjög jákvæð á framtíðina og hlakka mikið til þeirra verkefni sem ég er að vinna í og sem ég á eftir að taka að mér. Það er margt spennandi fram undan sem ég hlakka til að deila með fólki. Þetta er upphafið á nýju tímabili.“ Hægt er að hlusta á lagið Close í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Tengdar fréttir Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30