Lífið

Smíðaði sjálf útieldhús á einum degi fyrir um 20 þúsund

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Eva Ósk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega vel til verka eins og útieldhúsið hennar sýnir.
Eva Ósk Guðmundsdóttir kann svo sannarlega vel til verka eins og útieldhúsið hennar sýnir.

Eva Ósk Guðmundsdóttir nemi í Landbúnaðarháskólanum teiknaði hún og smíðaði sjálf útieldhús á aðeins einum degi. Eva og maður hennar Valgarður Guðmundsson eiga lítinn sumarbústað og langaði til þess að búa til skemmtileg útirými í staðinn fyrir að stækka sumarbústaðinn.  

Eva smíðaði útieldhús og einnig svokallaða hvítvínsstofu á pallinum við bústaðinn sem þau nýta vel bæði fyrir fjölskylduna og einnig þegar gestkvæmt verður hjá þeim í bústaðnum.

Eva segir að bústaðurinn sé 45 fermetrar og því vildi hún hafa stórt og gott útisvæði.Skjáskot/Stöð2

Þau borga ekki fyrir rafmagn og eru með sólarsellur og kamínu í bústaðnum. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sveitina til þeirra hjóna og má sjá innslagið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×