Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2020 14:45 Birgitta Björt Björnsdóttir var að útskrifast með BA gráðu í fatahönnun frá LHÍ Aðsendar myndir „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. Á þriðjudaginn verður útskriftarsýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. Birgitta er einn hönnuðanna sem tekur þátt í sýningunni en hún var að útskrifast með BA í fatahönnun frá LHÍ en lærði áður hönnun í Tækniskólanum og lærði þar meðal annars málm- og tréhönnun „Mér finnst íslensk hönnun vera í mjög háum gæðum og held ég að það megi þakka Íslenskum kringumstæðum fyrir það, náttúran, litirnir og menningin og ég sæki alltaf innblástur í íslenska náttúru.“ Útskriftarverkefni BirgittuAðsend mynd Skoðaði varnarbúnað lögreglunnar Að hennar mati mættu vera fleiri hönnunarfyrirtæki hér á landi og það mætti styrkja fatahönnuði meira á allan mögulegan hátt. Hún er ánægð með það nám sem LHÍ býður upp á. „Námið var betra og skemmtilegra en ég gat ímyndað mér. Fagmennskan er á öðru leveli og líka allir kennararnir eru virkir hönnuðirog eru mjög viljugir að hjálpa eins og þeir geta. Ég hef kynnst fullt af æðislegu fólki sem og sjálfri mér og mínum stíl.“ Birgitta myndi lýsa eigin hönnun sem framúrstefnulegri pönk blöndu. „Ég elska að finna innblástur í Pönk menningu sjöunda og áttunda áratugarins. Ég elska liti og reyni að hafa hönnunina mína litríka. Ég reyni alltaf að hafa djúpa merkingu bakvið alla hönnun sem ég geri.“ Útskriftarverkefni BirgittuAðsend mynd Í tísku eru helstu fyrirmyndir Birgittu hönnuðirnir VivienneWestwood og Alexander McQueen og á Íslandi eru það skóhönnuðurinn Halldóra og fatahönnuðirnir MAGNEA,EYGLO, Hildur Yeoman og Anita Hirlekar. Nýja línan hennar er tæknileg og lærði hún mikið af gerð hennar. „Ég fékk upprunnalega innblástur frá mótmæla bylgjunni 2019 en svo varð bylgjan enn stærri á þessu ári. Ég skoðaði mikið varnarbúnað hjá lögreglunni og hernum til að finna innblástur á smáatriðum.“ Berjast fyrir frelsinu Hún vildi hafa fjölbreytni í útskriftarlínunni svo þar er að finna sitt lítið af hverju. Kjólar, pils, jakkar og stuttbuxur í bland. Aðsend myndAðsend myndAðsend mynd „Efnin sem ég notaði er blanda af frekar tæknilegum efnum sem og einfaldri bómull. Ég bjó til ásetningarog var ég líka að vinna með fyllt efni til að búa til þess að manneskjan sem klæðist flíkinni er varin. Verkefnið mitt heitir The New Warriors eða nýju stríðsmennirnir og vil ég sína hvað unga kynslóðin er hugrökk að berjast fyrir sínu frelsi og sinni framtíð um jafnrétti sem og náttúru. Við erum bara að reyna að koma okkar orðum lengra en á göturnar við viljum fá okkar orð til yfirvalda og mér finnst mótmæli vera mjög góð byrjun. Svo á persónulegu hliðinni vildi ég vera mjög frjáls í aðferðum og reyna að spreyta mig á mismunandi sviðum eins og ég litaði flest öll efnin sjálf og reyndi að vera eins sjálfstæði í saumaskapnum og ég gat til þess að læra eins mikið og ég mögulega gat.“ Hönnun BirgittuAðsend mynd Stolt af sjálfri sér Vegna heimsfaraldursins verður útskriftarsýningunni streymt hér á Vísi. Covid-19 hefur því haft töluverð áhrif á námið og var skólanum lokað um tíma. „Þegar ég lít til baka sé ég bæði kosti og galla við aðstæðurnar sem við þurftum að vinna við, en við unnum að okkar útskriftarverkefni á tímum sem gjarnan eru sagðir vera fordæmalausir. Það slæma var að geta ekki eytt síðustu önninni minni við skólann með bekkjasystrum mínum. Við vorum orðnar svo vanar að vinna saman og gefa hver annarri ráð í gegnum námið, þótt við gerðum það vissulega í gegnum netið eftir að skólanum var lokað. Í þau fáu skipti sem við hittumst á netinu er það ekki eins og þegar við hittumst í skólanum. Útskriftarnemarnir í ár saman eftir útskriftina frá LHÍAðsend mynd Hins vegar fann ég fyrir aðeins meira stolti yfir sjálfri mér, að mér hafi nokkurn veginn tekist að leysa öll þessi vandamál sem mynduðust við gerð lokaverkefnisins upp á eigin spýtur þannig að ég klappa mér á bakið fyrir það. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður faraldursins. Ég fann frábærar fyrirsætur og hjálp kennaranna hefur verið mjög góð.“ Birgitta ætlar að vinna Hrafnistu þangað til að faraldurinn er orðinn betri og þá ætlar hún að fara í starfsnám erlendis. „Mínir helstu áfangastaðir eru London, Barcelona og París en við sjáum hvert ég stefni.“ Hægt er að fylgjast með Birgittu á Instagram síðunni @bbrightart Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
„Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. Á þriðjudaginn verður útskriftarsýning fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. Birgitta er einn hönnuðanna sem tekur þátt í sýningunni en hún var að útskrifast með BA í fatahönnun frá LHÍ en lærði áður hönnun í Tækniskólanum og lærði þar meðal annars málm- og tréhönnun „Mér finnst íslensk hönnun vera í mjög háum gæðum og held ég að það megi þakka Íslenskum kringumstæðum fyrir það, náttúran, litirnir og menningin og ég sæki alltaf innblástur í íslenska náttúru.“ Útskriftarverkefni BirgittuAðsend mynd Skoðaði varnarbúnað lögreglunnar Að hennar mati mættu vera fleiri hönnunarfyrirtæki hér á landi og það mætti styrkja fatahönnuði meira á allan mögulegan hátt. Hún er ánægð með það nám sem LHÍ býður upp á. „Námið var betra og skemmtilegra en ég gat ímyndað mér. Fagmennskan er á öðru leveli og líka allir kennararnir eru virkir hönnuðirog eru mjög viljugir að hjálpa eins og þeir geta. Ég hef kynnst fullt af æðislegu fólki sem og sjálfri mér og mínum stíl.“ Birgitta myndi lýsa eigin hönnun sem framúrstefnulegri pönk blöndu. „Ég elska að finna innblástur í Pönk menningu sjöunda og áttunda áratugarins. Ég elska liti og reyni að hafa hönnunina mína litríka. Ég reyni alltaf að hafa djúpa merkingu bakvið alla hönnun sem ég geri.“ Útskriftarverkefni BirgittuAðsend mynd Í tísku eru helstu fyrirmyndir Birgittu hönnuðirnir VivienneWestwood og Alexander McQueen og á Íslandi eru það skóhönnuðurinn Halldóra og fatahönnuðirnir MAGNEA,EYGLO, Hildur Yeoman og Anita Hirlekar. Nýja línan hennar er tæknileg og lærði hún mikið af gerð hennar. „Ég fékk upprunnalega innblástur frá mótmæla bylgjunni 2019 en svo varð bylgjan enn stærri á þessu ári. Ég skoðaði mikið varnarbúnað hjá lögreglunni og hernum til að finna innblástur á smáatriðum.“ Berjast fyrir frelsinu Hún vildi hafa fjölbreytni í útskriftarlínunni svo þar er að finna sitt lítið af hverju. Kjólar, pils, jakkar og stuttbuxur í bland. Aðsend myndAðsend myndAðsend mynd „Efnin sem ég notaði er blanda af frekar tæknilegum efnum sem og einfaldri bómull. Ég bjó til ásetningarog var ég líka að vinna með fyllt efni til að búa til þess að manneskjan sem klæðist flíkinni er varin. Verkefnið mitt heitir The New Warriors eða nýju stríðsmennirnir og vil ég sína hvað unga kynslóðin er hugrökk að berjast fyrir sínu frelsi og sinni framtíð um jafnrétti sem og náttúru. Við erum bara að reyna að koma okkar orðum lengra en á göturnar við viljum fá okkar orð til yfirvalda og mér finnst mótmæli vera mjög góð byrjun. Svo á persónulegu hliðinni vildi ég vera mjög frjáls í aðferðum og reyna að spreyta mig á mismunandi sviðum eins og ég litaði flest öll efnin sjálf og reyndi að vera eins sjálfstæði í saumaskapnum og ég gat til þess að læra eins mikið og ég mögulega gat.“ Hönnun BirgittuAðsend mynd Stolt af sjálfri sér Vegna heimsfaraldursins verður útskriftarsýningunni streymt hér á Vísi. Covid-19 hefur því haft töluverð áhrif á námið og var skólanum lokað um tíma. „Þegar ég lít til baka sé ég bæði kosti og galla við aðstæðurnar sem við þurftum að vinna við, en við unnum að okkar útskriftarverkefni á tímum sem gjarnan eru sagðir vera fordæmalausir. Það slæma var að geta ekki eytt síðustu önninni minni við skólann með bekkjasystrum mínum. Við vorum orðnar svo vanar að vinna saman og gefa hver annarri ráð í gegnum námið, þótt við gerðum það vissulega í gegnum netið eftir að skólanum var lokað. Í þau fáu skipti sem við hittumst á netinu er það ekki eins og þegar við hittumst í skólanum. Útskriftarnemarnir í ár saman eftir útskriftina frá LHÍAðsend mynd Hins vegar fann ég fyrir aðeins meira stolti yfir sjálfri mér, að mér hafi nokkurn veginn tekist að leysa öll þessi vandamál sem mynduðust við gerð lokaverkefnisins upp á eigin spýtur þannig að ég klappa mér á bakið fyrir það. Undirbúningurinn hefur gengið mjög vel miðað við aðstæður faraldursins. Ég fann frábærar fyrirsætur og hjálp kennaranna hefur verið mjög góð.“ Birgitta ætlar að vinna Hrafnistu þangað til að faraldurinn er orðinn betri og þá ætlar hún að fara í starfsnám erlendis. „Mínir helstu áfangastaðir eru London, Barcelona og París en við sjáum hvert ég stefni.“ Hægt er að fylgjast með Birgittu á Instagram síðunni @bbrightart
Tíska og hönnun Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira