Fjallið ekki í neinum vafa: Ég mun rota Eddie í fyrstu lotu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kominn í mun betra formi og hefur ennþá eitt ár til að undirbúa sig enn betur. Þess mynd birti hann á Instagram síðu sinni. Mynd/Instagram Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube Box Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er farinn að finna sig mun betur í hnefaleikahringnum og það er allt annað að sjá formið hjá kappanum nú þegar hann er byrjaður að æfa hnefaleika á fullu. Hafþór er duglegur að leyfa stuðningsmönnum sínum og öðrum að fylgjast með því sem er að gerast hjá honum en í nýjasta myndbandinu þá hitar hann vel upp fyrir bardagann með því að spá fyrir um úrslit bardagans á móti Eddie Hall. Hafþór ætlar að láta Eddie Hall líta kjánalega út í hringnum þegar þeir berjast í Las Vegas á næsta ári. „Ég ætla að æfa með Kolla að þessu sinni og hann er besti þungarvigtarboxari okkar Íslendinga í dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi myndbandsins en æfingin fór fram í hnefaleikastöðinni Æsi upp á Höfða. Hafþór sagði frá því að Javan ‚Sugarhill' Steward þjálfi Kolbein Kristinsson. „Hann er einn besti boxþjálfarinn í heimi og ég mun á þessari æfingu reyna að fylgja hans prógrammi eins mikið og ég get. Ég ætlar mér að reyna að læra eins mikið og ég get,“ sagði Hafþór. View this post on Instagram Working on being extra slow. Going super well! A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) on Aug 27, 2020 at 5:42am PDT „Við pössum að hafa þetta ekki of flókið því þetta er nú nýtt sport fyrir mig. Ég hef mjög gaman af þessu og ég að læra mikið. Mér finnst ég læra eitthvað nýtt á hverjum degi og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Hafþór um leið og hann sýndi hvernig hann hitar upp með skuggaboxi. Hafþór sýndi síðan upptöku frá æfingu sinni með Kolbeini Kristinssyni. Fjallið ræddi líka við myndavélina á milli æfingahluta og þar var hann mjög yfirlýsingaglaður. „Þegar ég byrjaði að æfa fyrir þetta þá var ég 206 kíló en nú er ég kominn í kringum 180 kílóin. Ég er ennþá þungur en þolið er orðið miklu betra. Ég hef ennþá meira en ár til að undirbúa mig. Mér finnst hlægilegt að heyra það að ég muni ekki hafa úthald í meira en eina lotu. Ég er búinn að vera íþróttamaður alla mína ævi og ég elska að æfa,“ sagði Hafþór. „Ég mun mæta í besta forminu á ævinni í þennan bardaga því ég mun æfa mjög vel fram að honum. Ég skal lofa ykkur því að ég mun endast allar loturnar ef ég þarf á því að halda. Ég held að bardaginn verði ekki svo langur. Mér líður vel og ég sé miklar framfarir. Ég mun væntanlega rota feita gæjann í fyrstu eða annarri lotu,“ sagði Hafþór og á þar auðvitað við Eddie Hall sem ætlar að berjast við hann í Las Vegas. „Það besta sem gæti gerst væri að láta hann líta aulalega út og láta hann þjást. Hann er bara kjafturinn. Hann er búinn að segja ýmislegt að undanförnu og nú er kominn tími til að gera það upp. Hann mun á endanum biðjast vægðar,“ sagði Hafþór. Það má sjá myndbandið hér fyrir neðan. watch on YouTube
Box Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Sjá meira