Öllum starfsmönnum Herjólfs sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 15:18 Herjólfur. Vísir/vilhelm Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð. Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Öllum starfsmönnum Herjólfs ohf. hefur verið sagt upp. Uppsagnirnar ná til allra starfsmanna fyrirtækisins í öllum deildum þess. Í tilkynningu frá stjórn Herjólfs ohf. sem send var fjölmiðlum seint á fjórða tímanum í dag segir að þann 20. ágúst hafi félagið byrjað ferli að hópuppsögn allra starfsmanna. Á þeim tímapunkti hafi endanleg niðurstaða þó ekki legið fyrir. Það hafi ekki verið fyrr en í dag, 31. ágúst, að stjórn Herjólfs tók „þá sársaukafullu ákvörðun“ að segja öllum starfsmönnum upp. „Er það gert í varúðarskyni þar sem stjórnin telur óábyrgt að halda út í frekari óvissu með rekstur félagsins að öllu óbreyttu,“ segir í tilkynningu. Ekki kemur fram í tilkynningu hversu margir missa vinnuna í uppsögnum dagsins en samkvæmt starfsmannalista á heimasíðu Herjólfs starfa hátt í sextíu manns hjá fyrirtækinu. Kórónuveira og meintar vanefndir ríkisins Í tilkynningu eru áhrif kórónuveirunnar á reksturinn sögð ein ástæðan að baki uppsögnunum. Ekki liggi heldur fyrir niðurstaða eða ákvörðun ríkisins um að „bæta í núverandi þjónustusamning vegna áhrifa á reksturinn.“ „Einnig telur stjórn félagsins að ekki hafi verið staðið fyllilega við gerðan þjónustusamning vegna ferjusiglinga milli lands og Eyja,“ segir í tilkynningu Herjólfs ohf. Þá sé vinna við endurskoðun á frekari fjárframlögum og á rekstri félagsins í gangi þó engin niðurstaða liggi fyrir. Þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er. Ekki hefur náðst í Guðbjart Ellert Jónsson framkvæmdastjóra Herjólfs vegna málsins í dag. Í frétt Eyjafrétta um málið segir að tilkynnt hafi verið um uppsagnir starfsmanna á starfsmannafundi Herjólfs ohf. sem lauk nú síðdegis. Þá hafi starfsfólkið þriggja mánaða uppsagnarfrest og Herjólfur muni því sigla með óbreyttu sniði til 1. desember. Vestmannaeyjaferjan Herjólfur hefur verið rekin með miklu tapi undanfarin misseri, einkum vegna kórónuveirufaraldursins. Greint var frá því í Morgunblaðinu um helgina að Herjólfur ohf. hafi gert rúmlega 400 milljóna kröfu á ríkið vegna styrkja sem félagið telur sig hafa verið hlunnfarið um. Fréttin hefur verið uppfærð.
Herjólfur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00 Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44 Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Sjómannafélagið hafi fundið fyrir miklum þrýstingi Formaður Sjómannafélags Íslands segir félagið hafa fundið fyrir miklum þrýstingi en hann sé vongóður um að samningar náist fyrir rest. 21. júlí 2020 12:00
Vinnustöðvun á Herjólfi aflýst Sjómannafélag Íslands hefur aflýst vinnustöðvun sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld eftir að samkomulag náðist í kvöld milli Sjómannafélags Íslands og Herjólfs ohf. um viðræðuáætlun. 20. júlí 2020 19:44
Lífróður í ólgusjó verkfalla Alvarleg staða ríkir í samgöngumálum okkar Eyjamanna. Herjólfur er okkar þjóðvegur og gegnir lykilhlutverki í samgöngum við Eyjar. 17. júlí 2020 11:51