„Starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. september 2020 09:00 Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar Vísir/Vilhelm „Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ segir Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hún segir þetta eðlilega þróun því nýir tímar krefjast nýrrar og fjölbreyttari færni. „Alveg eins og gufudrifnar verksmiðjur fyrstu iðnbyltingarinnar, fjöldaframleiðsla annarrar iðnbyltingarinnar og tölvutækni þeirrar þriðju, þá gerir fjórða iðnbyltingin sínar kröfur,“ segir Martha sem bendir fyrirtækjum á að vera með símenntunina sem fjölbreyttasta fyrir starfsfólk sitt næstu mánuði og ár til að brúa þetta tímabil. Martha segir þá vitneskju ekki nýja á nálinni að stafræn þróun muni gjörbreyta milljónum starfa í heiminum í dag en áhyggjuefnið sé í rauninni það að hraði tækniþróunar mun gera það að verkum að um tíma mun myndast ákveðin eyða í þekkingu starfsfólks. „Í fróðlegri grein Í MIT Sloan Magazine, sem er eiginlega MIT útgáfan af Harvard Business Review, er fjallað um sí- og endurmenntun á skemmtilegan og áhugaverðan hátt og að sjálfsögðu er fjallað um stóra þekkingargapið, sem fjölmörg fyrirtæki standa í ströngu við að brúa, en það er bilið á milli þeirrar þekkingar sem starfsfólkið býr yfir nú þegar og þeirrar þekkingar og færni sem fyrirtækið þarfnast,“ segir Martha og bætir við „Greinarhöfundar nefna að í Evrópu og Bandaríkjunum séu hundruð þúsunda starfa, sem ekki hefur tekist að manna með viðeigandi hæfi og því þurfi fyrirtæki nú sem aldrei fyrr að mennta og þróa sinn eigin mannauð.“ Martha segir einfalt dæmi geta vera hefðbundið iðnfyrirtæki sem á örskömmum tíma þróast í stafrænt tæknifyrirtæki. Tæknin fer þá að leysa úr mörgum málum framleiðslunnar með þeim áhrifum að ekki er þörf fyrir öll störf sem áður voru en þarfir á nýrri þekkingu fyrir nýjum störfum verður til. Að sögn Mörthu er það alls ekki svo að ný störf framtíðarinnar þurfi öll að byggja á einhvers konar sérþekkingu starfsfólks í tæknimálum og það er alls ekki það sem fræðimenn eins og tilteknir greinahöfundar í MIT Sloan Magazine séu að spá. Einnig sé verið að horfa til þekkingar og getu starfsfólks til að skilja og sjá samhengi hlutanna, í þessu tilfelli frá upphafi framleiðslu til neyslu á seldri vöru. „Það hugtak sem er að ryðja sér til rúms í þessum efnum er á ensku hugtakið omniscience sem í raun felur í sér að fólk hafi það fjölbreytta þekkingu að það jaðri við að vera alviturt á ákveðnum sviðum, þ.e. það á auðvelt með að skilja samhengi hlutanna,“ segir Martha. Þetta þýðir í raun að ný þekking starfsfólks þarf að fela í sér hæfnina til að geta kortlagt tengingar í viðskiptaumhverfinu, hafa yfirsýn og skilning á virkni lykilþátta í rekstri og skilja samkeppnisumhverfið sem fyrirtækið starfar í,“ segir Martha. Martha hvetur fyrirtæki til að hafa símenntun sem fjölbreyttasta á meðan verið er að fylla í þau framtíðarstörf sem fjórða iðnbyltingin kallar á.Vísir/Vilhelm En til hvaða lausna geta fyrirtæki gripið á meðan verið er að brúa þetta tímabil þekkingar? „Ég mæli með því að fyrirtæki þjálfi markvisst sköpunargáfu starfsfólks og getuna til að kortleggja heildarmyndir í stóra samhenginu. Eins að fólk sé hluti af öflugu tengslaneti. Góður skammtur af eldmóði og forvitni gæti líka komið sér vel. Einnig má nefna þjálfun í þrívíðri hugsun og að sjá fyrir sér myndir í þrívídd sem tengjast eða falla saman á margvíslegan hátt einhvers konar matrix thinking“ segir Martha. Martha segir stjórnendur ekki geta treyst því að geta brúað þekkingarbilið með nýráðningum því þekking framtíðarstarfa sé ekki tilbúin. Hún segir tækniframfarir hraðar en þær séu enn að móta það hvernig framtíðarvinnustaðir og framtíðarstörf muni líta út. Þar af leiðandi sé menntakerfið ekki tilbúið og þess vegna þurfi stjórnendur að bregðast við með aðgerðum sem brúa þetta tímabil þekkingarskorts. „Í því skyni ættu fyrirtæki og stofnanir að horfa til þess að hafa aðgengi að símenntun sem fjölbreyttast og ekki einblína um of á tiltekna þrönga færni, heldur taka inn í stóru myndina áhrif, innsýn, upplifun, tengsl og ekki síst hvatningu og uppörvun, sem litrík símenntun hefur á starfsfólk og fyrirtækið í heild sinni“ segir Martha. Þá segir hún alls kyns kosti felast í því að efla starfsfólk og teymi með nýrri þekkingu og færni. „Margir sjá tengingar og nýja fleti, sem ekki eru endilega augljós en nýtast í starfi fyrirtækisins. Þannig verða til nýjar hugmyndir, ný yfirsýn og aðferðir, sem hjálpa til við úrvinnslu flókinna jafn sem hefðbundinna verkefna,“ segir Martha. Stjórnun Starfsframi Tækni Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
„Fyrirtæki standa frammi fyrir því að starfsfólk mun ekki hafa þá þekkingu sem til þarf til að fylgja eftir öllum breytingum sem eru að verða á störfum og fyrirtækjarekstri í kjölfar fjórðu iðnbyltingarinnar,“ segir Martha Árnadóttir framkvæmdastjóri Dokkunnar. Hún segir þetta eðlilega þróun því nýir tímar krefjast nýrrar og fjölbreyttari færni. „Alveg eins og gufudrifnar verksmiðjur fyrstu iðnbyltingarinnar, fjöldaframleiðsla annarrar iðnbyltingarinnar og tölvutækni þeirrar þriðju, þá gerir fjórða iðnbyltingin sínar kröfur,“ segir Martha sem bendir fyrirtækjum á að vera með símenntunina sem fjölbreyttasta fyrir starfsfólk sitt næstu mánuði og ár til að brúa þetta tímabil. Martha segir þá vitneskju ekki nýja á nálinni að stafræn þróun muni gjörbreyta milljónum starfa í heiminum í dag en áhyggjuefnið sé í rauninni það að hraði tækniþróunar mun gera það að verkum að um tíma mun myndast ákveðin eyða í þekkingu starfsfólks. „Í fróðlegri grein Í MIT Sloan Magazine, sem er eiginlega MIT útgáfan af Harvard Business Review, er fjallað um sí- og endurmenntun á skemmtilegan og áhugaverðan hátt og að sjálfsögðu er fjallað um stóra þekkingargapið, sem fjölmörg fyrirtæki standa í ströngu við að brúa, en það er bilið á milli þeirrar þekkingar sem starfsfólkið býr yfir nú þegar og þeirrar þekkingar og færni sem fyrirtækið þarfnast,“ segir Martha og bætir við „Greinarhöfundar nefna að í Evrópu og Bandaríkjunum séu hundruð þúsunda starfa, sem ekki hefur tekist að manna með viðeigandi hæfi og því þurfi fyrirtæki nú sem aldrei fyrr að mennta og þróa sinn eigin mannauð.“ Martha segir einfalt dæmi geta vera hefðbundið iðnfyrirtæki sem á örskömmum tíma þróast í stafrænt tæknifyrirtæki. Tæknin fer þá að leysa úr mörgum málum framleiðslunnar með þeim áhrifum að ekki er þörf fyrir öll störf sem áður voru en þarfir á nýrri þekkingu fyrir nýjum störfum verður til. Að sögn Mörthu er það alls ekki svo að ný störf framtíðarinnar þurfi öll að byggja á einhvers konar sérþekkingu starfsfólks í tæknimálum og það er alls ekki það sem fræðimenn eins og tilteknir greinahöfundar í MIT Sloan Magazine séu að spá. Einnig sé verið að horfa til þekkingar og getu starfsfólks til að skilja og sjá samhengi hlutanna, í þessu tilfelli frá upphafi framleiðslu til neyslu á seldri vöru. „Það hugtak sem er að ryðja sér til rúms í þessum efnum er á ensku hugtakið omniscience sem í raun felur í sér að fólk hafi það fjölbreytta þekkingu að það jaðri við að vera alviturt á ákveðnum sviðum, þ.e. það á auðvelt með að skilja samhengi hlutanna,“ segir Martha. Þetta þýðir í raun að ný þekking starfsfólks þarf að fela í sér hæfnina til að geta kortlagt tengingar í viðskiptaumhverfinu, hafa yfirsýn og skilning á virkni lykilþátta í rekstri og skilja samkeppnisumhverfið sem fyrirtækið starfar í,“ segir Martha. Martha hvetur fyrirtæki til að hafa símenntun sem fjölbreyttasta á meðan verið er að fylla í þau framtíðarstörf sem fjórða iðnbyltingin kallar á.Vísir/Vilhelm En til hvaða lausna geta fyrirtæki gripið á meðan verið er að brúa þetta tímabil þekkingar? „Ég mæli með því að fyrirtæki þjálfi markvisst sköpunargáfu starfsfólks og getuna til að kortleggja heildarmyndir í stóra samhenginu. Eins að fólk sé hluti af öflugu tengslaneti. Góður skammtur af eldmóði og forvitni gæti líka komið sér vel. Einnig má nefna þjálfun í þrívíðri hugsun og að sjá fyrir sér myndir í þrívídd sem tengjast eða falla saman á margvíslegan hátt einhvers konar matrix thinking“ segir Martha. Martha segir stjórnendur ekki geta treyst því að geta brúað þekkingarbilið með nýráðningum því þekking framtíðarstarfa sé ekki tilbúin. Hún segir tækniframfarir hraðar en þær séu enn að móta það hvernig framtíðarvinnustaðir og framtíðarstörf muni líta út. Þar af leiðandi sé menntakerfið ekki tilbúið og þess vegna þurfi stjórnendur að bregðast við með aðgerðum sem brúa þetta tímabil þekkingarskorts. „Í því skyni ættu fyrirtæki og stofnanir að horfa til þess að hafa aðgengi að símenntun sem fjölbreyttast og ekki einblína um of á tiltekna þrönga færni, heldur taka inn í stóru myndina áhrif, innsýn, upplifun, tengsl og ekki síst hvatningu og uppörvun, sem litrík símenntun hefur á starfsfólk og fyrirtækið í heild sinni“ segir Martha. Þá segir hún alls kyns kosti felast í því að efla starfsfólk og teymi með nýrri þekkingu og færni. „Margir sjá tengingar og nýja fleti, sem ekki eru endilega augljós en nýtast í starfi fyrirtækisins. Þannig verða til nýjar hugmyndir, ný yfirsýn og aðferðir, sem hjálpa til við úrvinnslu flókinna jafn sem hefðbundinna verkefna,“ segir Martha.
Stjórnun Starfsframi Tækni Nýsköpun Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira