Viðskipti innlent

Actavis á Íslandi tekur upp nafn Teva

Atli Ísleifsson skrifar
Hjá öllum einingum Teva á Íslandi starfa alls um 120 manns í dag.
Hjá öllum einingum Teva á Íslandi starfa alls um 120 manns í dag. Teva

Nafni Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf. hefur verið breytt í Teva Pharma Iceland ehf.

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að nafnabreytingin hafi ekki í för með sér neinar breytingar á vörumerkjum fyrirtækisins, en önnur starfsemi á Íslandi í eigu Teva, þar á meðal Medis ehf., mun áfram starfa undir eigin nafni og sé sem fyrr í eigu Teva Pharmaceutical Industries Ltd.

Teva keypti Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, árið 2016, en vegna sterkrar stöðu Actavis hér á landi varð Actavis eftir sem nafn fyrirtækisins á Íslandi.

„Nú er þó kominn góður tími til að samræma nafn fyrirtækisins á Íslandi við móðurfélagið á sambærilegan hátt og unnið hefur verið að á öðrum mörkuðum Teva um allan heim undanfarin ár,“ segir í tilkynningunni.

Hjá öllum einingum Teva á Íslandi starfa alls um 120 manns í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×