Sara: Það er mikil pressa að komast í topp fimm Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 09:00 Sara Sigmundsdóttir hefur átt frábært CrossFit tímabil og það er búist við miklu af henni á heimsleikunum seinna í þessum mánuði. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er að fara að keppa á heimsleikunum eftir miðjan mánuðinn og þar verður markmiðið að tryggja sér sæti í fimm manna úrslitum. Heimsleikarnir í CrossFit í ár verða í raun tvískiptir og aðeins þær fimm bestu fá á endanum tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn sem Sara hefur dreymt svo lengi um að vinna. Wykie Etsebeth hjá Morning Chalk Up spurði Söru um það hvernig henni litist á nýja keppnisfyrirkomulagið á heimsleikunum og um fimm manna ofurúrslitin. „Það er mikil pressa að komast í hóp þeirra fimm bestu og þetta er rosalega harður niðurskurður. Þrjátíu bestu konurnar í heiminum eru að fara að keppa þarna og það verður mjög krefjandi fyrir okkur allar að komast inn á topp fimm,“ sagði Sara. „Þetta verður því mikið stríð. Ég er svolítið hrædd um hvernig þetta muni allt fara fram og hvernig stigin verða. Á Rogue mótinu þá sáum við allt eftir hverja grein eins og í venjulegri keppni. Þú vissir því alltaf hvar þú stóðst,“ sagði Sara. View this post on Instagram It's nice to be important, but it is more important to be nice @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jun 5, 2020 at 4:11pm PDT „Ég velti því fyrir mér hvort að við fáum ekkert að vita í þrjá daga og vitum þá ekkert hvað við stöndum. Fáum við að vita þetta á sunnudeginum eða hvernig verður þetta? Það er svolítið stressandi hluti í sambandi við þetta,“ sagði Sara. „Það mun samt ekki breyta minni frammistöðu hvort ég viti stigin hjá þessari eða þessari stelpu. Það verður bónus að fá að vita eitthvað en ég mun samt gera mitt besta,“ sagði Sara. Wykie Etsebeth benti á það að Sara hefur alltaf staðið sig mjög vel í netkeppnum eins og sést á frábærum árangri hennar í „The Open“ hluta heimsleikanna sem hún vann annað árið í röð á þessu tímabili og hefur unnið þrisvar á síðustu fjórum árum. „Mitt markmið núna er að komast í þennan fimm kvenna úrvalshóp og það yrði stórkostleg lífsreynsla að komast þangað. Það að það verða bara fimm stelpur að keppa í fjóra daga mun reyna svo mikið á hausinn,“ sagði Sara og benti með báðum höndum á höfuðið sitt. „Ég man eftir 2016 heimsleikunum þegar við settumst upp í flugvél og vissum ekkert um hvað biði okkar. Það verður því alltaf mjög skemmtileg upplifun af því að fá að prófa eitthvað nýtt og eitthvað sem þú hefur aldrei prufað áður,“ sagði Sara. „Ég elska auðvitað að keppa fyrir framan áhorfendur en ég er vön að æfa ein og þar ertu bara að einblína á það sem þú ert að gera,“ sagði Sara. Heimsleikarnir hefjast 18. september næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá allt viðtalið við Söru. watch on YouTube
CrossFit Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sjá meira