Viðskipti innlent

Marel kaupir þýskt fyrir­tæki

Atli Ísleifsson skrifar
Hjá Marel starfa nú um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi.
Hjá Marel starfa nú um 6.300 manns í yfir 30 löndum, þar af um 720 á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Marel hefur tilkynnt um kaup á þýska félaginu TREIF Maschinenbau GmbH sem sérhæfir sig í skurðtæknilausnum í matvælaiðnaði.

Í tilkynningu segir að starfsemi Marels og TREIF falli vel saman bæði hvað varðar vöruframboð og staðsetningu á mörkuðum, sem skapi sterkan grundvöll fyrir áframhaldandi vöxt.

TREIF er sagt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1948 og með höfuðstöðvar í Oberlahr í Þýskalandi. Það sé leiðandi í skurðtæknilausnum og þjónustu í matvælaiðnaði.

„TREIF er með yfir 80 milljónir evra í árstekjur og um 13 milljónir evra í EBITDA. Starfsmenn félagsins eru um 500 á starfsstöðvum í Evrópu, Bandaríkjunum og Kína.“

Kaupverðið er sagt byggjast á heildarvirði (e. enterprise value), og greitt með 128 milljónum evra í reiðufé og 2,9 milljónum hluta í Marel sem Uwe Reifenhäuser, fráfarandi eigandi og forstjóri TREIF, hafi skuldbundið sig til að eiga í 18 mánuði frá kaupunum hið minnsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×