Umfjöllun og viðtöl: FH - KR 4-2 | FH vann fjörugan fallbaráttuslag Atli Freyr Arason skrifar 6. september 2020 16:25 FH vann mikilvægan sigur á KR. Vísir/daníel FH og KR áttust við í annað skipti á þremur dögum núna fyrr í dag. Leikurinn á fimmtudag var bikarleikur en leikurinn í dag var í Pepsi Max deildinni. Á fimmtudag tókst KR-ingum að slá FH út úr bikarkeppninni en Hafnfirðingar náðu heldur betur að hefna fyrir það með 4-2 sigri í dag. Með sigrinum tókst FH að lyfta sér upp úr botnsæti deildarinnar og í stað þeirra leggst KR liðið á botn deildarinnar. KR-ingar eiga þó 3 leiki inni á önnur lið en þeir leikir eru gegn Fylki, Selfossi og Breiðablik. Liðum í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með, alveg eins og síðasti leikur þessara liða á sama velli fyrir þremur dögum síðan. Þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður fær Phoenetia Browne langan bolta inn fyrir vörn KR-inga. Phoenetia sýnir mátt sinn og styrk með því að halda varnarmönnum KR frá boltanum og kemur hún sér í gott færi og klárar það ennþá betur með föstu skoti niður í markramman á marki Ingibjargar. Stuttu seinna fá FH-ingar hornspyrnu, boltinn ratar á kollinn á Phoenetia sem framlengir boltann áfram á Helenu Ósk sem skorar fram hjá Ingibjörgu í marki KR og tvöfaldar þar með forystu FH-inga á 35 mínútu. KR-ingar gerðu eina skiptingu í hálfleiknum. Guðmunda Brynja kom þá inn á í staðinn fyrir Hildi Björgu. Vesturbæingar komu þá mun grimmari til leiks í þeim síðari hálfleik miðað við þann fyrri. Alma Mathiesen átti þó nokkra flotta spretti upp hægri vænginn í liði KR. Á 60. mínútu nær sóknarþungi KR-inga loksins að skila sér í marki. Það mark skorar fyrirliðinn Ingunn Haraldsdóttir eftir flotta hornspyrnu hjá Kristínu Erlu. Skalli Ingunnar er þó beint á Telmu sem varði mark FH-inga í dag en Telma náði ekki að koma vörnum við. Hafnfirðingar endurheimta þó tveggja marka forystu sína á innan við 5 mínútum. Aftur er það Phoenetia sem gerir vel í sóknarleik FH en í þetta skipti vinnur hún skallaeinvígi við Ingunni Haralds og flikkar boltanum fyrir lappir Madison Gonzalez sem klárar færið sitt af stakri snilld. Það var mikil hraði og spenna í þessum fótboltaleik. Strax, nánast í næstu sókn, þá minnka KR-ingar muninn aftur. Guðmunda sem kom inn í hálfleiknum átti þá sendingu fram völlinn sem sennilega var ætluð Katrínu Ásbjörns. Katrín nær þó ekki að taka boltann með sér en Alma Mathiesen er mjög snögg og hún var einnig lang fljótust að átta sig á stöðunni, sprettur af kantinum og nær að komast í boltann á undan Telmu í marki FH og chippar boltanum laglega í marknet heimakvenna, 3-2. Það var ekki svo fyrr en á 82. mínútu þar FH-ingar gulltryggja sigurinn með marki frá Andreu Mist sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvöður KR, verður sennilega ekki sátt með sjálfa sig þegar hún horfir aftur á þetta lokamark en þar við sat og FH vinnur 4-2 sigur í þessum mikilvæga fallbaráttuslag hérna í Kaplakrika. Af hverju vann FH? FH-ingar voru með blóð á tönnunum í dag eftir grátlegt tap gegn KR í bikarkeppninni á fimmtudaginn. Þær vildu þetta meira í dag og með vinnusemi sinni og baráttu í dag uppskáru þær eins og þær sáðu. Hverjar stóðu upp úr? Phoenetia Browne. Vá. Þvílík áhrif sem einn leikmaður er að hafa á eitt lið! FH liðið hafði skorað 3 mörk áður en hún kom. Í dag eru þau 10 og hefur Phoenetia komið beint að 5 þessara marka. Mark og tvær stoðsendingar hjá henni í dag! Hvað gekk illa? KR-ingar mættu ekki til leiks í fyrri hálfleik. Héldu mögulega að þær hefðu gert nóg á fimmtudaginn til þess að byrja þennan leik ekki fyrr en í seinni háflleik í dag. Hvað gerist næst? KR er með þessum ósigri komið á botn deildarinnar á meðan FH lyftir sér upp í 9 sætið. Næsti leikur KR er gegn ÍBV núna á miðvikudaginn á meðan að FH spilar gegn Fylki í Kaplakrika á sama tíma. Jóhannes Karl, þjálfari KR.Vísir/Stöð 2 Jóhannes Karl: Það er enginn uppgjöf í gangi í Vesturbænum Jóhannes Karl var eðlilega hundfúll með tap KR gegn FH-ingum í Kaplakrika í Pepsi Max deild kvenna fyrr í dag. „Vonbrigði með frammistöðuna sem er ekki í neinum takti og vinnuframlag leikmanna er alls ekki gott. Þú vinnur ekki fótboltaleiki gegn sterku liði eins og FH með þessari frammistöðu,“ sagði Jóhannes aðspurður um tilfinningar sínar eftir leik. KR átti mjög flottan leik gegn spræku liði FH fyrir einungis þremur dögum síðan í Mjólkurbikarnum þar sem Vesturbæingar náðu að koma sér í undanúrslit. Jóhannes var spurður að því hvers vegna þetta hefði gegnið svona illa í dag. „Við leggjum ekki nógu mikið í leikinn. Við erum ekki að ná að tengja saman 2-3 sendingar og stór hluti af því kemur til vegna þess að það er ekki næg hreyfing á okkur sóknarlega. Við vorum ekki að bjóða okkur og ekki að vinna nóg. Varnarlega er að slitna á milli og slök pressa. Heilt yfir er þetta bara afar döpur frammistaða af okkar hálfu í dag,“ sagði Jóhannes ómyrkur í máli. Eins og frægt er orðið hefur KR-liðið lent í miklum frestunum á sínu leikjaprógrami vegna Covid-19 takmarkanna. Eins og staðan er í dag situr liðið á botni deildarinnar með miklu þéttara prógram en liðin í kringum þær en KR á þrjá leiki til góða gegn þremur af fjórum efstu liðum deildarinnar. „Þetta er bölvað ströggl. Þetta er ekki staðan sem við viljum vera í en þetta er staðan sem við verðum að vinna okkur úr. Við höfum tvo daga núna og svo er það ÍBV og það þýðir ekkert annað en að fara að setja stig á töfluna. Það er enginn uppgjöf í gangi í vesturbænum,“ sagði Jóhannes í viðtali eftir leik liðsins gegn FH í dag. Guðni: Af tvennu illu vildum við frekar vinna þennan leik. Guðni Eiríksson, annar þjálfara FH, var augljóslega mjög glaður í lok leiks eftir sigur sinna kvenna á KR liði sem hefði einungis þremur dögum fyrr, slegið Hafnfirðinga út úr bikarkeppninni. „Þetta er extra sætt. Þetta er leikurinn, af tvennu illu, sem við vildum vinna. Við þurfum að hafa vel fyrir því í dag en sem betur fer þá uppskárum við eftir erfiði og það var kominn tími til eftir góða frammistöðu í síðustu leikjum. Þetta er bara flott og við erum á góðu skriði þessa stundina,“ sagði Guðni í leikslok. FH strögglaði á köflum gegn KR-ingum í bikarleiknum en virtust hafa öll tök á þessum leik frá upphafi. Aðspurður hvers vegna FH-ingar sigruðu í dag sagði Guðni: „Gríðarleg barátta alls staðar á vellinum. Vinnusemi, elja, dugnaður. Mínar stúlkur vissu hvað var í húfi og gáfu sig allar í þetta.“ Sigur FH-inga í dag þýða að þær færa sig upp úr botnsæti deildarinnar og í það níunda en skilja KR-inga í leiðinni eftir í botnsætinu. Guðni er mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Áfram gakk. Þetta er þétt prógram núna, stutt í næsta leik sem er á miðvikudaginn. Núna þurfum við að ná að hlaða batteríin eins vel og við getum til þess að mæta dýrvitlausar í næsta leik, fullar af sjálfstrausti,“ sagði Guðni kátur í viðtali eftir leik. Alma Mathiesen: Komum ekki nógu gíraðar inn í leikinn. Alma spilaði allan leikinn á hægri væng KR-inga. Hún var afar svekkt með tapið í dag og sagði aðspurð að hún væri alveg til í að skipta þessi tapi út fyrir sigurleikin gegn KR í bikarnum fyrir þremur dögum. „Já, við þurfum stig í deildinni, það er klárt mál,“ sagði Alma aðspurð um síðustu tvo leiki. KR-ingar eru nú komnir í botnsæti deildarinnar. Alma metur möguleika liðsins þó góða. „Þetta eru úrslitaleikir sem eru framundan. Við verðum að fá stig úr næstu leikjum. Við eigum klárlega möguleika að halda okkur í deildinni,“ sagði Alma. Alma skoraði eitt marka KR-inga í dag en hún virtist ekki alveg viss. „Ég man ekkert eftir því, [markinu] of mikið adrenalín í gangi en við hefðum átt að klára þær eftir þetta mark. Mér fannst eins og við komum ekki nógu gíraðar inn í leikinn. Við komum svo betri inn í seinni hálfleik en náum ekki að klára þetta,“ sagði Alma svekkt eftir leikinn í Kaplakrika í dag. Phoenetia Browne: Þrjú stig það eina sem skiptir máli í minni bók. Phoenetia hefur komið vel inn í lið FH síðan hún gekk til liðs við félagið í ágúst mánuði. Eftir tap gegn KR í síðasta leik sagði Phoenetia að FH-ingar hefðu verið óheppnar að tapa þeim leik. Phoenetia var því spurð eftir leik hvort heppnin hefði verið með þeim í liði í dag. „Við kláruðum færin okkar í dag. Það var það sem vantaði í síðasta leik en við kláruðum þau núna og fengum stigin þrjú. það er það eina sem skiptir máli í minni bók,“ sagði Phoenetia glöð eftir leik. Ásamt því að leggja upp tvö mörk þá kom Phoenetia FH-ingum á bragðið í dag með fyrsta marki leiksins. „Ég fékk góða sendingu frá liðsfélaga mínum inn í boxið og ég þurfti bara að klára færið, sem ég náði að gera. Þetta var gott liðsmark,“ sagði Phoenetia aðspurð um markið sitt. Eins og áður kom fram þá hefur FH lyft sér upp úr botnsætinu með sigri í dag. Phoenetia er bjartsýn fyrir framhaldinu. „Þetta er skref í rétta átt. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur út tímabilið. Sigurinn í dag er jákvætt skref og við leitumst eftir því að taka fleiri það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Phoenetia kokhraust í leikslok. Pepsi Max-deild kvenna FH KR
FH og KR áttust við í annað skipti á þremur dögum núna fyrr í dag. Leikurinn á fimmtudag var bikarleikur en leikurinn í dag var í Pepsi Max deildinni. Á fimmtudag tókst KR-ingum að slá FH út úr bikarkeppninni en Hafnfirðingar náðu heldur betur að hefna fyrir það með 4-2 sigri í dag. Með sigrinum tókst FH að lyfta sér upp úr botnsæti deildarinnar og í stað þeirra leggst KR liðið á botn deildarinnar. KR-ingar eiga þó 3 leiki inni á önnur lið en þeir leikir eru gegn Fylki, Selfossi og Breiðablik. Liðum í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Leikurinn var jafn og spennandi til að byrja með, alveg eins og síðasti leikur þessara liða á sama velli fyrir þremur dögum síðan. Þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður fær Phoenetia Browne langan bolta inn fyrir vörn KR-inga. Phoenetia sýnir mátt sinn og styrk með því að halda varnarmönnum KR frá boltanum og kemur hún sér í gott færi og klárar það ennþá betur með föstu skoti niður í markramman á marki Ingibjargar. Stuttu seinna fá FH-ingar hornspyrnu, boltinn ratar á kollinn á Phoenetia sem framlengir boltann áfram á Helenu Ósk sem skorar fram hjá Ingibjörgu í marki KR og tvöfaldar þar með forystu FH-inga á 35 mínútu. KR-ingar gerðu eina skiptingu í hálfleiknum. Guðmunda Brynja kom þá inn á í staðinn fyrir Hildi Björgu. Vesturbæingar komu þá mun grimmari til leiks í þeim síðari hálfleik miðað við þann fyrri. Alma Mathiesen átti þó nokkra flotta spretti upp hægri vænginn í liði KR. Á 60. mínútu nær sóknarþungi KR-inga loksins að skila sér í marki. Það mark skorar fyrirliðinn Ingunn Haraldsdóttir eftir flotta hornspyrnu hjá Kristínu Erlu. Skalli Ingunnar er þó beint á Telmu sem varði mark FH-inga í dag en Telma náði ekki að koma vörnum við. Hafnfirðingar endurheimta þó tveggja marka forystu sína á innan við 5 mínútum. Aftur er það Phoenetia sem gerir vel í sóknarleik FH en í þetta skipti vinnur hún skallaeinvígi við Ingunni Haralds og flikkar boltanum fyrir lappir Madison Gonzalez sem klárar færið sitt af stakri snilld. Það var mikil hraði og spenna í þessum fótboltaleik. Strax, nánast í næstu sókn, þá minnka KR-ingar muninn aftur. Guðmunda sem kom inn í hálfleiknum átti þá sendingu fram völlinn sem sennilega var ætluð Katrínu Ásbjörns. Katrín nær þó ekki að taka boltann með sér en Alma Mathiesen er mjög snögg og hún var einnig lang fljótust að átta sig á stöðunni, sprettur af kantinum og nær að komast í boltann á undan Telmu í marki FH og chippar boltanum laglega í marknet heimakvenna, 3-2. Það var ekki svo fyrr en á 82. mínútu þar FH-ingar gulltryggja sigurinn með marki frá Andreu Mist sem skoraði beint úr aukaspyrnu. Ingibjörg Valgeirsdóttir, markvöður KR, verður sennilega ekki sátt með sjálfa sig þegar hún horfir aftur á þetta lokamark en þar við sat og FH vinnur 4-2 sigur í þessum mikilvæga fallbaráttuslag hérna í Kaplakrika. Af hverju vann FH? FH-ingar voru með blóð á tönnunum í dag eftir grátlegt tap gegn KR í bikarkeppninni á fimmtudaginn. Þær vildu þetta meira í dag og með vinnusemi sinni og baráttu í dag uppskáru þær eins og þær sáðu. Hverjar stóðu upp úr? Phoenetia Browne. Vá. Þvílík áhrif sem einn leikmaður er að hafa á eitt lið! FH liðið hafði skorað 3 mörk áður en hún kom. Í dag eru þau 10 og hefur Phoenetia komið beint að 5 þessara marka. Mark og tvær stoðsendingar hjá henni í dag! Hvað gekk illa? KR-ingar mættu ekki til leiks í fyrri hálfleik. Héldu mögulega að þær hefðu gert nóg á fimmtudaginn til þess að byrja þennan leik ekki fyrr en í seinni háflleik í dag. Hvað gerist næst? KR er með þessum ósigri komið á botn deildarinnar á meðan FH lyftir sér upp í 9 sætið. Næsti leikur KR er gegn ÍBV núna á miðvikudaginn á meðan að FH spilar gegn Fylki í Kaplakrika á sama tíma. Jóhannes Karl, þjálfari KR.Vísir/Stöð 2 Jóhannes Karl: Það er enginn uppgjöf í gangi í Vesturbænum Jóhannes Karl var eðlilega hundfúll með tap KR gegn FH-ingum í Kaplakrika í Pepsi Max deild kvenna fyrr í dag. „Vonbrigði með frammistöðuna sem er ekki í neinum takti og vinnuframlag leikmanna er alls ekki gott. Þú vinnur ekki fótboltaleiki gegn sterku liði eins og FH með þessari frammistöðu,“ sagði Jóhannes aðspurður um tilfinningar sínar eftir leik. KR átti mjög flottan leik gegn spræku liði FH fyrir einungis þremur dögum síðan í Mjólkurbikarnum þar sem Vesturbæingar náðu að koma sér í undanúrslit. Jóhannes var spurður að því hvers vegna þetta hefði gegnið svona illa í dag. „Við leggjum ekki nógu mikið í leikinn. Við erum ekki að ná að tengja saman 2-3 sendingar og stór hluti af því kemur til vegna þess að það er ekki næg hreyfing á okkur sóknarlega. Við vorum ekki að bjóða okkur og ekki að vinna nóg. Varnarlega er að slitna á milli og slök pressa. Heilt yfir er þetta bara afar döpur frammistaða af okkar hálfu í dag,“ sagði Jóhannes ómyrkur í máli. Eins og frægt er orðið hefur KR-liðið lent í miklum frestunum á sínu leikjaprógrami vegna Covid-19 takmarkanna. Eins og staðan er í dag situr liðið á botni deildarinnar með miklu þéttara prógram en liðin í kringum þær en KR á þrjá leiki til góða gegn þremur af fjórum efstu liðum deildarinnar. „Þetta er bölvað ströggl. Þetta er ekki staðan sem við viljum vera í en þetta er staðan sem við verðum að vinna okkur úr. Við höfum tvo daga núna og svo er það ÍBV og það þýðir ekkert annað en að fara að setja stig á töfluna. Það er enginn uppgjöf í gangi í vesturbænum,“ sagði Jóhannes í viðtali eftir leik liðsins gegn FH í dag. Guðni: Af tvennu illu vildum við frekar vinna þennan leik. Guðni Eiríksson, annar þjálfara FH, var augljóslega mjög glaður í lok leiks eftir sigur sinna kvenna á KR liði sem hefði einungis þremur dögum fyrr, slegið Hafnfirðinga út úr bikarkeppninni. „Þetta er extra sætt. Þetta er leikurinn, af tvennu illu, sem við vildum vinna. Við þurfum að hafa vel fyrir því í dag en sem betur fer þá uppskárum við eftir erfiði og það var kominn tími til eftir góða frammistöðu í síðustu leikjum. Þetta er bara flott og við erum á góðu skriði þessa stundina,“ sagði Guðni í leikslok. FH strögglaði á köflum gegn KR-ingum í bikarleiknum en virtust hafa öll tök á þessum leik frá upphafi. Aðspurður hvers vegna FH-ingar sigruðu í dag sagði Guðni: „Gríðarleg barátta alls staðar á vellinum. Vinnusemi, elja, dugnaður. Mínar stúlkur vissu hvað var í húfi og gáfu sig allar í þetta.“ Sigur FH-inga í dag þýða að þær færa sig upp úr botnsæti deildarinnar og í það níunda en skilja KR-inga í leiðinni eftir í botnsætinu. Guðni er mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. „Áfram gakk. Þetta er þétt prógram núna, stutt í næsta leik sem er á miðvikudaginn. Núna þurfum við að ná að hlaða batteríin eins vel og við getum til þess að mæta dýrvitlausar í næsta leik, fullar af sjálfstrausti,“ sagði Guðni kátur í viðtali eftir leik. Alma Mathiesen: Komum ekki nógu gíraðar inn í leikinn. Alma spilaði allan leikinn á hægri væng KR-inga. Hún var afar svekkt með tapið í dag og sagði aðspurð að hún væri alveg til í að skipta þessi tapi út fyrir sigurleikin gegn KR í bikarnum fyrir þremur dögum. „Já, við þurfum stig í deildinni, það er klárt mál,“ sagði Alma aðspurð um síðustu tvo leiki. KR-ingar eru nú komnir í botnsæti deildarinnar. Alma metur möguleika liðsins þó góða. „Þetta eru úrslitaleikir sem eru framundan. Við verðum að fá stig úr næstu leikjum. Við eigum klárlega möguleika að halda okkur í deildinni,“ sagði Alma. Alma skoraði eitt marka KR-inga í dag en hún virtist ekki alveg viss. „Ég man ekkert eftir því, [markinu] of mikið adrenalín í gangi en við hefðum átt að klára þær eftir þetta mark. Mér fannst eins og við komum ekki nógu gíraðar inn í leikinn. Við komum svo betri inn í seinni hálfleik en náum ekki að klára þetta,“ sagði Alma svekkt eftir leikinn í Kaplakrika í dag. Phoenetia Browne: Þrjú stig það eina sem skiptir máli í minni bók. Phoenetia hefur komið vel inn í lið FH síðan hún gekk til liðs við félagið í ágúst mánuði. Eftir tap gegn KR í síðasta leik sagði Phoenetia að FH-ingar hefðu verið óheppnar að tapa þeim leik. Phoenetia var því spurð eftir leik hvort heppnin hefði verið með þeim í liði í dag. „Við kláruðum færin okkar í dag. Það var það sem vantaði í síðasta leik en við kláruðum þau núna og fengum stigin þrjú. það er það eina sem skiptir máli í minni bók,“ sagði Phoenetia glöð eftir leik. Ásamt því að leggja upp tvö mörk þá kom Phoenetia FH-ingum á bragðið í dag með fyrsta marki leiksins. „Ég fékk góða sendingu frá liðsfélaga mínum inn í boxið og ég þurfti bara að klára færið, sem ég náði að gera. Þetta var gott liðsmark,“ sagði Phoenetia aðspurð um markið sitt. Eins og áður kom fram þá hefur FH lyft sér upp úr botnsætinu með sigri í dag. Phoenetia er bjartsýn fyrir framhaldinu. „Þetta er skref í rétta átt. Við þurfum að halda áfram að bæta okkur út tímabilið. Sigurinn í dag er jákvætt skref og við leitumst eftir því að taka fleiri það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Phoenetia kokhraust í leikslok.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti