Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Wuhan í Kína í desember 2019. Á heimsvísu hafa þegar þetta er skrifað meira en 27 milljónir manna greinst með veiruna og tæplega 900 þúsund manns látist af völdum Covid-19. Hér á landi hafa 2150 greinst með veiruna og tíu manns hafa látist vegna Covid-19. Fyrst um sinn var lítið vitað um veiruna og hegðun hennar en undanfarna mánuði hafa vísindamenn um allan heim keppst við að rannsaka hana og sjúkdóminn sem hún veldur. Ýmis ný þekking hefur því orðið til á síðustu vikum og mánuðum varðandi veiruna og Covid-19 og var því þörf á að uppfæra sambærilega umfjöllun sem tekin var saman hér á Vísi í febrúar síðastliðnum, skömmu áður en fyrsta tilfellið greindist hér á landi. Um er að ræða nokkrar spurningar um Covid-19 og svör við þeim sem tekin eru saman á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), vef landlæknisembættisins og covid.is. Hvað er kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19? Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum, meðal annars fuglum og spendýrum. Veiran sem veldur faraldrinum nú er ný tegund kórónuveiru sem hafði ekki áður greinst í mönnum þegar fyrsta tilfelli hennar kom upp í Kína. Var veiran fyrst nefnd 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við hina svokölluðu SARS-veiru hlaut hún nafnið SARS-CoV-2. Sjúkdómurinn sem hún veldur kallast síðan Covid-19. Í fyrstu var veiran ekki talin eins skæð og SARS eða MERS-kórónuveirur sem höfðu 10% og 35% dánartíðni en í ljós hefur komið að hún er mjög smitandi. Faraldurinn nú hefur því haft mun meiri áhrif en SARS og MERS faraldrarnir höfðu. watch on YouTube Hver eru einkennin? Einkenni geta komið fram 1–14 dögum eftir smit en flestir sýna einkenni eftir 5–8 daga. Einkennin líkjast helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, kvefeinkenni, bein- og vöðvaverkir og þreyta, stundum með hálsbólgu. Meltingareinkennum (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) og breytingu eða tapi á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga. Covid-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma þá oft fram sem öndunarerfiðleikar á fjórða til áttunda degi veikinda. Veikindin geta verið langdregin, jafnvel langdregnari en við inflúensu, og virðist vera hætta á öðrum sýkingum í kjölfarið, svo sem bakteríulungnabólgu, svipað og við inflúensu. Hvað er vitað um smit á milli manna? Covid-19 smitast á milli manna með snerti- og dropasmiti. Dropasmit þýðir að veiran getur dreifst þegar veik manneskja hóstar, hnerrar eða snýtir sér og önnur manneskja andar að sér dropum eða úða frá þeim veika. Snertismit þýðir að hendur megnast af dropum og viðkomandi ber þær síðan upp að andliti sínu. Nú þykir mögulegt, að því er segir á vef embættis landlæknis, að fólk geti smitað í 1–2 daga áður en einkenni koma fram. Sumir fá einnig lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Þá er það brýnt fyrir fólki að hrækja ekki á almannafæri, hvorki innanhúss né utandyra, þar sem hráki getur borist til annarra. Einhvers konar samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi meirihluta ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Nú mega allt að 200 manns koma saman.Vísir/Vilhelm Ég held ég hafi smitast af Covid-19, hvað á ég að gera? Samkvæmt covid.is áttu að hafa samband við heilsugæsluna, netspjallið á vefnum heilsuvera.is eða Læknavaktina í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar um næstu skref. Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið til þess að forðast smit og er handþvottur með vatni og sápu æskilegastur. Komist maður ekki í handlaug til að þvo sér er ráðlagt að nota handspritt í stað handþvottar. Þá má nota handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar eftir snertingu sameiginlegra snertiflata, svo sem hurðarhúna, handrið, lyftuhnappa, snertiskjái og greiðsluposa. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Þeir sem þurfa að hósta eða hnerra ættu að gera slíkt í olnbogabót eða bréfþurrku sem síðan er hent. Við þrif eftir aðra, s.s. í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánar hér. Á Íslandi er almennt ekki skylda eða mælt með því að nota grímur en þó er grímunotkunar krafist í ákveðnum aðstæðum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð.Vísir/Vilhelm Hvenær á ég að nota grímu og/eða hanska? Grímur nýtast best þegar veikir nota þær til að hindra dreifingu dropa en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, s.s. fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða aðra viðbragðsaðila þegar þeir hlúa að veikum. Á Íslandi er ekki skylda eða mælt með að nota hanska eða andlitsgrímu að staðaldri. Handþvottur og sótthreinsun eru mikilvægustu hreinlætisreglurnar og að halda eins metra fjarlægð. Þó er þess krafist að notuð sé andlitsgríma sem hylur nef og munn þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð á milli einstaklinga. Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um notkun á grímum voru gefnar út þegar tveggja metra reglan tók aftur gildi í lok júlí. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eiga þær leiðbeiningar enn við en breytingin er sú að nú er miðað við eins metra reglu í stað tveggja metra reglu áður í samræmi við nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem tók gildi föstudaginn 4. september. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis skal því nota grímur við eftirfarandi aðstæður: Í öllu áætlunarflugi, innanlands og milli landa. Í farþegaferjum, ef ekki er hægt að hafa eins metra fjarlægð á milli einstaklinga. Athugið að ekki er þörf fyrir grímu ef farþegar sitja í eigin farartæki, lokuðu í ferjunni. Í öðrum almenningssamgöngum, ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að eins metra fjarlægð sé milli einstaklinga. Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan innan við 30 mínútur er ekki skylda að nota grímu. Þar eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu. Við þjónustu við einstaklinga, sem krefst návígis, s.s. snyrtingu, nudd, sjúkraþjálfun, við tannlækningar, við augnlækningar og við heimahjúkrun. Í öðrum aðstæðum gilda reglur um fjöldatakmarkanir og eins metra fjarlægð milli einstaklinga. Hlífðargrímur geta ekki komið í stað þess. Ekki er gerð krafa að börn fædd 2005 eða síðar noti grímu. Varðandi hanskana þá er ekki mælt með því að hanskar séu notaðir að staðaldri, heldur ekki í verslunum. Að því er segir á vef landlæknis veitir það falska öryggiskennd auk þess sem stöðug notkun ýtir undir að farið sé á milli hreinna og óhreinna hluta, án þess að skipt sé um hanska. Ef fólk vill nota hanska t.d. við afgreiðslu eins og í bakaríum, þá þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu í ruslaílát. Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur (er einkennalaus). Þú gætir hafa smitast ef þú hefur umgengist fólk sem svo greinist með Covid-19 eða þú hefur verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum. Sjá nánari upplýsingar um sóttkví og reglur þar að lútandi hér. Einangrun á hins vegar við einstaklinga með einkenni og staðfestan sjúkdóm eða þá sem bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda í sóttkví. Sjá nánari upplýsingar um einangrun og reglur þar að lútandi hér. Hvað lifir veiran lengi á yfirborðsflötum? Í svari Alþjóðaheilbrigðisstofnunar við þessari spurningu segir að það mikilvægasta sem almenningur þurfi að vita um kórónuveirur og yfirborðsfleti sé að hæglega megi drepa veirur á yfirborðsflötum með því að þrífa þá með sótthreinsandi efnum sem notuð séu á heimilum við almenn þrif. Rannsóknir hafa sýnt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 geti lifað á plastflötum og ryðfríu stáli í allt að 72 klukkutíma, minna en fjóra klukkutíma á kopar og í minna en sólarhring á pappa. Í svari á vef landlæknisembættisins segir að kórónuveirur lifi almennt ekki lengi utan líkama. Óljóst sé hversu lengi þessi tiltekna veira lifi utan líkama á mismunandi yfirborðsflötum ef hlutir mengast frá sýktri manneskju. „Rannsóknir (þ.m.t. takmarkaðar rannsóknir á COVID-19 veirunni) benda til að kórónuveirur geti lifað utan líkama í einhverjar klukkustundir upp í nokkra daga. Þetta er mismunandi eftir aðstæðum (t.d. tegund yfirborðs, hita og rakastigi umhverfis). Veiran virðist lifa lengur utan líkama á hörðu og köldu yfirborði heldur en á mjúku efni eins og pappa og pappír (van Doramalen, et al. NEJM 17. mars, 2020),“ segir á vef embættis landlæknis. Hverjir eru í mestri hættu á að fá alvarleg einkenni? Líkur á að fá alvarleg einkenni vegna Covid-19 hækka með hækkandi aldri og þá sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með undirliggjandi vandamál eru líka í aukinni hættu á að fá alvarlegri sýkingu ef þeir smitast. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið hættan eykst ef undirliggjandi vandamál eru til staðar en ef borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru oftar til staðar hjá fólki með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Myndin er tekin á Landspítalanum fyrr á árinu þegar læknar voru á stofugangi vegna Covid-19.Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Þessi vandamál eru hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. Þá segir á covid.is að manneskjur sem reykja virðist einnig vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en þó er ekki hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins. Auk þessa er óljóst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu. Er til bóluefni gegn veirunni? Það er ekki til bóluefni gegn þessari kórónuveiru en bóluefnaframleiðendur víða um heim keppast nú við að rannsaka og þróa bóluefni gegn veirunni. Alls óljóst er þó hvenær bóluefni gegn Covid-19 kemur á markað. Sjá ítarlega umfjöllun Washington Post um þróun bóluefnis og hvernig rannsóknum hjá hinum ýmsu lyfjaframleiðendum miðar. Er til lyf gegn veirunni? Nei, ekki er vitað um nein veirulyf sem hafa veruleg áhrif á sjúkdómsgang Covid-19 svo staðfest sé. Ýmis lyf eru í notkun í tilraunaskyni og í rannsóknum á mismunandi stöðum. Þá virka sýklalyf ekki þar sem þau virka á bakteríur en SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, er veira. Lyf gegn árlegri inflúensku virka heldur almennt ekki þótt einhver þeirra, til dæmis favipravir, sé verið að rannsaka með tilliti til meðferðar við Covid-19. Að lokum skal tekið fram að umfjöllunin hér fyrir ofan er ekki tæmandi en hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar sem tengjast kórónuveirufaraldrinum og Covid-19: Gildandi takmarkanir í samkomubanni Hvað tekur við þegar komið er til Íslands frá útlöndum? Skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri Það sem þú þarft að vita – upplýsingar á vef embættis landlæknis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fréttaskýringar Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent
Ríflega hálft ár er liðið frá því að fyrsta tilfelli kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19 greindist hér á landi þann 28. febrúar síðastliðinn. Fyrsta tilfelli kórónuveirunnar greindist í Wuhan í Kína í desember 2019. Á heimsvísu hafa þegar þetta er skrifað meira en 27 milljónir manna greinst með veiruna og tæplega 900 þúsund manns látist af völdum Covid-19. Hér á landi hafa 2150 greinst með veiruna og tíu manns hafa látist vegna Covid-19. Fyrst um sinn var lítið vitað um veiruna og hegðun hennar en undanfarna mánuði hafa vísindamenn um allan heim keppst við að rannsaka hana og sjúkdóminn sem hún veldur. Ýmis ný þekking hefur því orðið til á síðustu vikum og mánuðum varðandi veiruna og Covid-19 og var því þörf á að uppfæra sambærilega umfjöllun sem tekin var saman hér á Vísi í febrúar síðastliðnum, skömmu áður en fyrsta tilfellið greindist hér á landi. Um er að ræða nokkrar spurningar um Covid-19 og svör við þeim sem tekin eru saman á vef Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), vef landlæknisembættisins og covid.is. Hvað er kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19? Kórónuveirur eru stór fjölskylda veira sem valda ýmsum sjúkdómum hjá mönnum og dýrum, meðal annars fuglum og spendýrum. Veiran sem veldur faraldrinum nú er ný tegund kórónuveiru sem hafði ekki áður greinst í mönnum þegar fyrsta tilfelli hennar kom upp í Kína. Var veiran fyrst nefnd 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við hina svokölluðu SARS-veiru hlaut hún nafnið SARS-CoV-2. Sjúkdómurinn sem hún veldur kallast síðan Covid-19. Í fyrstu var veiran ekki talin eins skæð og SARS eða MERS-kórónuveirur sem höfðu 10% og 35% dánartíðni en í ljós hefur komið að hún er mjög smitandi. Faraldurinn nú hefur því haft mun meiri áhrif en SARS og MERS faraldrarnir höfðu. watch on YouTube Hver eru einkennin? Einkenni geta komið fram 1–14 dögum eftir smit en flestir sýna einkenni eftir 5–8 daga. Einkennin líkjast helst inflúensusýkingu; hósti, hiti, kvefeinkenni, bein- og vöðvaverkir og þreyta, stundum með hálsbólgu. Meltingareinkennum (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) og breytingu eða tapi á bragð- og lyktarskyni er lýst hjá 20–30% sjúklinga. Covid-19 getur einnig valdið alvarlegum veikindum með neðri öndunarfærasýkingum og lungnabólgu, sem koma þá oft fram sem öndunarerfiðleikar á fjórða til áttunda degi veikinda. Veikindin geta verið langdregin, jafnvel langdregnari en við inflúensu, og virðist vera hætta á öðrum sýkingum í kjölfarið, svo sem bakteríulungnabólgu, svipað og við inflúensu. Hvað er vitað um smit á milli manna? Covid-19 smitast á milli manna með snerti- og dropasmiti. Dropasmit þýðir að veiran getur dreifst þegar veik manneskja hóstar, hnerrar eða snýtir sér og önnur manneskja andar að sér dropum eða úða frá þeim veika. Snertismit þýðir að hendur megnast af dropum og viðkomandi ber þær síðan upp að andliti sínu. Nú þykir mögulegt, að því er segir á vef embættis landlæknis, að fólk geti smitað í 1–2 daga áður en einkenni koma fram. Sumir fá einnig lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Þá er það brýnt fyrir fólki að hrækja ekki á almannafæri, hvorki innanhúss né utandyra, þar sem hráki getur borist til annarra. Einhvers konar samkomutakmarkanir hafa verið í gildi hér á landi meirihluta ársins vegna kórónuveirufaraldursins. Nú mega allt að 200 manns koma saman.Vísir/Vilhelm Ég held ég hafi smitast af Covid-19, hvað á ég að gera? Samkvæmt covid.is áttu að hafa samband við heilsugæsluna, netspjallið á vefnum heilsuvera.is eða Læknavaktina í síma 1700 og fá leiðbeiningar. Ekki fara beint á heilbrigðisstofnun heldur hringdu fyrst og fáðu leiðbeiningar um næstu skref. Hvað get ég gert til að forðast smit? Góð handhreinsun er mikilvægasta ráðið til þess að forðast smit og er handþvottur með vatni og sápu æskilegastur. Komist maður ekki í handlaug til að þvo sér er ráðlagt að nota handspritt í stað handþvottar. Þá má nota handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar eftir snertingu sameiginlegra snertiflata, svo sem hurðarhúna, handrið, lyftuhnappa, snertiskjái og greiðsluposa. Rétt er að forðast náið samneyti við einstaklinga sem eru með almenn kvefeinkenni, hnerra eða hósta. Þeir sem þurfa að hósta eða hnerra ættu að gera slíkt í olnbogabót eða bréfþurrku sem síðan er hent. Við þrif eftir aðra, s.s. í veitingasölum eða á almenningssalernum ætti að nota einnota hanska en mikilvægt er að taka af sér hanska þegar slíkum verkum er lokið og þvo vel hendur. Sjá nánar hér. Á Íslandi er almennt ekki skylda eða mælt með því að nota grímur en þó er grímunotkunar krafist í ákveðnum aðstæðum þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð.Vísir/Vilhelm Hvenær á ég að nota grímu og/eða hanska? Grímur nýtast best þegar veikir nota þær til að hindra dreifingu dropa en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt, s.s. fyrir heilbrigðisstarfsmenn eða aðra viðbragðsaðila þegar þeir hlúa að veikum. Á Íslandi er ekki skylda eða mælt með að nota hanska eða andlitsgrímu að staðaldri. Handþvottur og sótthreinsun eru mikilvægustu hreinlætisreglurnar og að halda eins metra fjarlægð. Þó er þess krafist að notuð sé andlitsgríma sem hylur nef og munn þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjarlægð á milli einstaklinga. Leiðbeiningar sóttvarnalæknis um notkun á grímum voru gefnar út þegar tveggja metra reglan tók aftur gildi í lok júlí. Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eiga þær leiðbeiningar enn við en breytingin er sú að nú er miðað við eins metra reglu í stað tveggja metra reglu áður í samræmi við nýja auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir sem tók gildi föstudaginn 4. september. Samkvæmt leiðbeiningum sóttvarnalæknis skal því nota grímur við eftirfarandi aðstæður: Í öllu áætlunarflugi, innanlands og milli landa. Í farþegaferjum, ef ekki er hægt að hafa eins metra fjarlægð á milli einstaklinga. Athugið að ekki er þörf fyrir grímu ef farþegar sitja í eigin farartæki, lokuðu í ferjunni. Í öðrum almenningssamgöngum, ef ekki eru gerðar ráðstafanir til að eins metra fjarlægð sé milli einstaklinga. Sérstaklega er mikilvægt að nota grímu í rútum frá flugvelli eftir sýnatöku á landamærum og á lengri leiðum með hópferðabílum, en í innanbæjarsamgöngum þar sem ferð er gjarnan innan við 30 mínútur er ekki skylda að nota grímu. Þar eru það fyrst og fremst einstaklingar í áhættuhópum sem ættu að nota grímu. Við þjónustu við einstaklinga, sem krefst návígis, s.s. snyrtingu, nudd, sjúkraþjálfun, við tannlækningar, við augnlækningar og við heimahjúkrun. Í öðrum aðstæðum gilda reglur um fjöldatakmarkanir og eins metra fjarlægð milli einstaklinga. Hlífðargrímur geta ekki komið í stað þess. Ekki er gerð krafa að börn fædd 2005 eða síðar noti grímu. Varðandi hanskana þá er ekki mælt með því að hanskar séu notaðir að staðaldri, heldur ekki í verslunum. Að því er segir á vef landlæknis veitir það falska öryggiskennd auk þess sem stöðug notkun ýtir undir að farið sé á milli hreinna og óhreinna hluta, án þess að skipt sé um hanska. Ef fólk vill nota hanska t.d. við afgreiðslu eins og í bakaríum, þá þarf að fara í hreina hanska fyrir hverja afgreiðslu og henda þeim gömlu í ruslaílát. Hver er munurinn á sóttkví og einangrun? Sóttkví er notuð þegar einstaklingur hefur mögulega smitast af sjúkdómi en er ekki ennþá veikur (er einkennalaus). Þú gætir hafa smitast ef þú hefur umgengist fólk sem svo greinist með Covid-19 eða þú hefur verið á ferðalagi á skilgreindum áhættusvæðum. Sjá nánari upplýsingar um sóttkví og reglur þar að lútandi hér. Einangrun á hins vegar við einstaklinga með einkenni og staðfestan sjúkdóm eða þá sem bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku. Einangrun er strangara úrræði en sóttkví og leggur því auknar kröfur á þann sem er í einangrun umfram þær sem gilda í sóttkví. Sjá nánari upplýsingar um einangrun og reglur þar að lútandi hér. Hvað lifir veiran lengi á yfirborðsflötum? Í svari Alþjóðaheilbrigðisstofnunar við þessari spurningu segir að það mikilvægasta sem almenningur þurfi að vita um kórónuveirur og yfirborðsfleti sé að hæglega megi drepa veirur á yfirborðsflötum með því að þrífa þá með sótthreinsandi efnum sem notuð séu á heimilum við almenn þrif. Rannsóknir hafa sýnt að kórónuveiran sem veldur Covid-19 geti lifað á plastflötum og ryðfríu stáli í allt að 72 klukkutíma, minna en fjóra klukkutíma á kopar og í minna en sólarhring á pappa. Í svari á vef landlæknisembættisins segir að kórónuveirur lifi almennt ekki lengi utan líkama. Óljóst sé hversu lengi þessi tiltekna veira lifi utan líkama á mismunandi yfirborðsflötum ef hlutir mengast frá sýktri manneskju. „Rannsóknir (þ.m.t. takmarkaðar rannsóknir á COVID-19 veirunni) benda til að kórónuveirur geti lifað utan líkama í einhverjar klukkustundir upp í nokkra daga. Þetta er mismunandi eftir aðstæðum (t.d. tegund yfirborðs, hita og rakastigi umhverfis). Veiran virðist lifa lengur utan líkama á hörðu og köldu yfirborði heldur en á mjúku efni eins og pappa og pappír (van Doramalen, et al. NEJM 17. mars, 2020),“ segir á vef embættis landlæknis. Hverjir eru í mestri hættu á að fá alvarleg einkenni? Líkur á að fá alvarleg einkenni vegna Covid-19 hækka með hækkandi aldri og þá sérstaklega eftir 50 ára aldur. Einstaklingar með undirliggjandi vandamál eru líka í aukinni hættu á að fá alvarlegri sýkingu ef þeir smitast. Ekki er vitað nákvæmlega hversu mikið hættan eykst ef undirliggjandi vandamál eru til staðar en ef borin eru saman væg og alvarleg tilfelli er greinilegt að ákveðin vandamál voru oftar til staðar hjá fólki með alvarlegan sjúkdóm en vægan sjúkdóm. Myndin er tekin á Landspítalanum fyrr á árinu þegar læknar voru á stofugangi vegna Covid-19.Þorkell Þorkelsson/Landspítali háskólasjúkrahús Þessi vandamál eru hár blóðþrýstingur/hjartasjúkdómar, sykursýki, langvinn lungnateppa, langvinn nýrnabilun og krabbamein. Þá segir á covid.is að manneskjur sem reykja virðist einnig vera í aukinni hættu á alvarlegum sjúkdómi en þó er ekki hægt að útiloka að þar sé í raun langvinn lungnateppa undirliggjandi vandamál sem eykur alvarleika sjúkdómsins. Auk þessa er óljóst hvort ónæmisbælandi meðferð (s.s. sterar, methotrexate eða líftæknilyf) auki líkur á alvarlegri kórónuveirusýkingu. Er til bóluefni gegn veirunni? Það er ekki til bóluefni gegn þessari kórónuveiru en bóluefnaframleiðendur víða um heim keppast nú við að rannsaka og þróa bóluefni gegn veirunni. Alls óljóst er þó hvenær bóluefni gegn Covid-19 kemur á markað. Sjá ítarlega umfjöllun Washington Post um þróun bóluefnis og hvernig rannsóknum hjá hinum ýmsu lyfjaframleiðendum miðar. Er til lyf gegn veirunni? Nei, ekki er vitað um nein veirulyf sem hafa veruleg áhrif á sjúkdómsgang Covid-19 svo staðfest sé. Ýmis lyf eru í notkun í tilraunaskyni og í rannsóknum á mismunandi stöðum. Þá virka sýklalyf ekki þar sem þau virka á bakteríur en SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, er veira. Lyf gegn árlegri inflúensku virka heldur almennt ekki þótt einhver þeirra, til dæmis favipravir, sé verið að rannsaka með tilliti til meðferðar við Covid-19. Að lokum skal tekið fram að umfjöllunin hér fyrir ofan er ekki tæmandi en hér fyrir neðan má nálgast frekari upplýsingar sem tengjast kórónuveirufaraldrinum og Covid-19: Gildandi takmarkanir í samkomubanni Hvað tekur við þegar komið er til Íslands frá útlöndum? Skilgreind svæði með smitáhættu og reglur um för yfir landamæri Það sem þú þarft að vita – upplýsingar á vef embættis landlæknis