Þórsarar sömdu við leikmann sem þeir mega ekki nota Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2020 08:00 Þórsarar fögnuðu sigri í Grill 66-deild karla á síðasta tímabili. MYND/ÁRMANN HINRIK Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn. Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Serbinn Vuk Perovic kemur ekki til nýliða Þórs í Olís-deild karla eins og áætlað var. Þórsarar eru með tvo leikmenn frá löndum utan evrópska efnahagssvæðisins í sínum leikmannahópi, Úkraínumanninn Ihor Kopyshynskyi og Serbann Jovan Kukobat, og því er ekki pláss fyrir Perovic samkvæmt reglum Handknattleikssambands Íslands. „Reglur HSÍ segja að það megi bara vera tveir leikmenn utan EES að spila í hverju liði. HSÍ lét okkur vita fyrir stuttu síðan. Það voru ekki betri upplýsingar sem við fengum þaðan,“ sagði Magnús Eggertsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi. „Þetta voru bara mistök þannig að við þurfum að leita annað,“ bætti Magnús við. Perovic er 31 árs örvhent skytta sem hefur leikið í Norður-Makedóníu, á Spáni og í Ungverjalandi á ferlinum. Hann getur ekki bætt Íslandi á þann lista, allavega ekki í bili. Þórsarar freista þess nú að finna liðsstyrk fyrir átökin í Olís-deild karla í vetur. „Menn eru að leita innan EES. Það er fullt af leikmönnum þarna úti en þetta er spurning um hvar þú ert tilbúinn taka sénsinn. Við erum að skoða aðra möguleika,“ sagði Magnús. Þrír erlendir leikmenn eru í liði Þórs: Kopyshynskyi, Kukobat og Karolis Stropus sem er frá Litháen, sem er innan EES. Kopyshynskyi er rétthentur hornamaður sem hefur leikið með úkraínska landsliðinu. Hann hefur leikið með Þór, og þar áður Akureyri, undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili skoraði hann 82 mörk fyrir Þór í Grill 66-deildinni. Kukobat, sem 33 ára markvörður, sem fyrst kom til Íslands árið 2012 og varði mark sameinaðs liðs KA og Þórs, Akureyrar, á árunum 2012-14. Hann lék svo með KA 2017-20 en gekk í raðir Þórs í sumar. Fyrsti leikur Þórs í Olís-deildinni er gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum á fimmtudaginn.
Olís-deild karla Þór Akureyri Tengdar fréttir Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00 Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39 Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00 Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00 Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Hvaða lið fara á Grillið? (10.-12. sæti) Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og byrjar á fallbaráttunni. 7. september 2020 13:00
Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni. 7. september 2020 12:39
Svona var kynningarfundur Olís-deildanna Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum í handbolta var afhjúpuð í dag. 7. september 2020 14:00
Orðinn Þórsari eftir sáttafund með KA Handboltamarkvörðurinn Jovan Kukobat er kominn með félagaskipti á milli erkifjendanna í KA og Þór eftir nokkra bið vegna deilu hans við KA um launamál. 2. september 2020 09:00