Lífið

YouTube-stjarna í vandræðum með að komast í seinni skimun: „Hef Ísland út af fyrir mig“

Stefán Árni Pálsson skrifar
sgdsgsh

YouTube-stjarnan Itchy Boots er kona sem heitir í raun Noraly Schoenmaker. Hún hætti í vinnunni sinni, seldi allar sínar eigur og lifir nú á því að ferðast um heiminn á mótorhjóli.

Í nýjasta þætti hennar skellti hún sér til Íslands og brunaði um Vestfirðina á hjólinu. Eftir fyrstu skimun fyrir kórónuveirunni var hún í sóttkví í fimm daga.

Aftur á móti var Hollendingurinn í vandræðum með að komast í seinni skimun og fann hvergi út úr því hvar hún ætti að mæta. Eftir töluverða leit gafst hún einfaldlega upp og fór ekki í seinni skimun. 

Hún talar sérstaklega um slæmar leiðbeiningar og segist aldrei hafa vitað til þess að hún hafi þurft að fara í seinni skimun þegar hún mætti til landsins. En það þurfa allir að gera sem koma til Íslands í dag.

Itchy Boots er með vel yfir 500 þúsund fylgjendur á YouTube og njóta þættir hennar vinsælda á miðlinum.

Hér að neðan má sjá myndband frá ferðalagi hennar um Vestfirðina. Hún segist einfaldlega hafa haft Ísland út af fyrir sig, enda fáir á ferðamenn á eyjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.