„Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. september 2020 15:00 Sædís Ýr Jónasdóttir útbjó sér aðstöðu heima eftir að Listaháskólinn þurfti að loka vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Mynd/Sædís Ýr „Þetta er erfiður bransi með lítinn markað,“ segir Sædís Ýr Jónasdóttir um fatahönnun hér á landi. Sædís er einn þriggja nemenda sem útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún segir að bransinn á Íslandi sé fullur af drífandi og harðduglegu fólki sem leggi sig mikið fram og eigi hrós skilið fyrir það. Það sé þó margt sem megi breytast. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og ólst ég upp á Sólheimum í Grímsnesi þar sem hönnun er allt í kringum mann. Þegar ég var yngri fylgdist ég með fólki vefa mottur, mála, leira og búa til nýja hluti á hverjum degi sem mér fannst alltaf áhugavert alveg frá því að ég man eftir mér. Foreldrar mínir eru líka mjög listrænir og hefur það líka haft töluverð áhrif.“ Sædís segir að það mætti ýmislegt breytast hér á landi varðandi neysluvenjur og fatakaup Íslendinga. „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa sér, uppruna og tilgang flíkanna. Flík er ekki bara flík hún á sér alltaf sögu og finnst mér mikilvægt að fólk hugsi um stóra samhengið. Fataiðnaðurinn er næst mest mengandi iðnaðurinn í heiminum og þarf það að breytast og þurfum við öll að vera meðvitaðri. Mér finnst að manni eigi að þykja vænt um fötin sín og bera virðingu fyrir þeim.“ Útskriftarverkefni Sædísar frá LHÍMynd/Sædís Ýr Persónuleg hönnun Útskriftarsýning fatahönnunarnema var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. „Ég bjóst ekki við því að geta lært jafn margt og ég hef gert hér í LHÍ og eru kennararnir allir frábærir og einstakir hönnuðir sem sýna manni nýjar leiðir til að hanna og hugsa. Það er sorglegt að yfirgefa LHÍ og mun ég sakna skólans mikið.“ Sædís ætlar að skapa flíkur sem veita fólki ákveðnar tilfinningar. „Ég elska bjarta liti, stór form og mikið af skrauti og finnst mikilvægt að leggja áherslur á af hverju ég skapa það sem ég hanna því að það skiptir mig miklu máli. Ég er mikil tilfinningavera og tengist því verkefnunum mínum mikið og lifi mig inn í þá veröld sem ég bý mér til hverju sinni og myndi segja að öll mín hönnun sé því afar persónuleg. Ég legg mikla áherslu á efnaval því að mér finnst efnin gefa frá sér sterkar tilfinningar.“ Mikilvægt að tapa ekki ímyndunaraflinu Hún segir að útskriftarlínan sé björt, með stórum formum og eigi að veita manni ákveðna sýn inn í aðra veröld sem hún hefur sjálf skapað innra með sér. „Þegar ég hóf þetta ferli í nóvember var ég með ákveðna hugmynd um hvernig sögu ég vildi segja með fatalínunni minni. Línan á að tákna ákveðið frelsi innra með okkur, hamingju, ljós og ímyndunarafl sem mér finnst oft glatast eftir því sem við eldumst. Með hækkandi aldri byrjum við oft að taka lífinu of alvarlega í stað þess að reyna að gera hluti sem veita okkur hamingju. Ég vill geta skroppið á stað þar sem ekkert er að en línan mín heitir ,,The wonder of youth‘‘ eða á íslensku ,,Eilíf æska‘‘. Ég samdi líka ljóð sem mér finnst lýsa þeim heimi sem ég bjó til.“ Hönnun eftir SædísiMynd/Sædís Ýr Eilíf æskaÉg hef fundið mér stað, þar sem ekkert er að. Þar er ég frjáls. Áhyggjur brenndar á báli. Hér get ég hlaupið um. Með sakleysi í augum, bý ég ekki yfir ótta. Í himnaríki er. Skýin sykursæt, og hvert andartak dýrmætt. Held utan um hjartað mitt, vitandi að ég er á lífi. Þessi staður er innra með, og hann verður hér alltaf. Ég þarf að halda fast í hann, leyfa honum að birtast. Andlegt álag Í ferlinu fékk Sædís innblástur frá sögufrægu persónunni Marie Antoinette, gömlum fjölskyldumyndum, postulínsdúkkum, myndinni What dreams may come og skáldsögunni Svo fögur bein. „Það sem þetta átti allt sameiginlegt í huga mér var ákveðið sakleysi sem birtist í þessum verkum, eitthvað sem er svo hreint og óspillt. Öll þessi verk teikna upp ákveðna veröld eða nostalgíu þar sem manni líður eins og veröldin sé klædd öllum heimsins litum.“ Sædís á margar fyrirmyndir í hönnun. „Ég dýrka Marine Serre sem er franskur hönnuður sem leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Svo eru Thierry Mugler, Viktor & Rolf, Raf Simons, Marc Jacobs og Maison Margiela einnig mikið í uppáhaldi ásamt fleirum.“ Útskriftarverkefni SædísarMynd/Sædís Ýr Heimsfaraldurinn varð til þess að nemendur þurftu að vera í fjarnámi og útskriftarsýningunni var frestað. „Maður varð fyrir miklu andlegu álagi og var erfitt að vera sendur úr sinni vinnuaðstöðu í skólanum yfir í að vinna heima. Ég bý í lítilli stúdíó íbúð svo að ég þurfti að skipuleggja mig vel og reyna að búa mér til sæmilega vinnuaðstöðu. Maður finnur sem betur fer alltaf lausnir og fannst mér við stelpurnar í bekknum ná að hjálpast að við að halda öllu gangandi með því að vera hvetjandi við hver aðra og finna út lausnir á allskyns vandamálum sem komu upp.“ Mynd/Sædís Ýr Sædís segir að það sé erfitt að svara því hvað sé fram undan. „Þar sem að Covid hefur sett manni takmarkanir á það hvert maður getur farið og hvað maður getur þá í kjölfarið gert. Ég hef því ákveðið að einbeita mér að portfolinu mínu og safna pening til þess að geta gert það sem mig langar, komist inn í það framhaldsnám eða þá vinnu sem mig langar þegar að því kemur. Ég hef áhuga á svo miklu að erfitt er að vita nákvæmlega hvað ég ætla mér að gera. Lífið er of stutt til að taka því of alvarlega, höfum gaman á meðan við getum og gerum það sem veitir okkur hamingju.“ Áhugasamir geta fylgst með Sædísi og hennar hönnun undir notendanafninu saedisyr á Instagram. Útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30 „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Þetta er erfiður bransi með lítinn markað,“ segir Sædís Ýr Jónasdóttir um fatahönnun hér á landi. Sædís er einn þriggja nemenda sem útskrifaðist frá fatahönnunardeild Listaháskóla Íslands. Hún segir að bransinn á Íslandi sé fullur af drífandi og harðduglegu fólki sem leggi sig mikið fram og eigi hrós skilið fyrir það. Það sé þó margt sem megi breytast. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og ólst ég upp á Sólheimum í Grímsnesi þar sem hönnun er allt í kringum mann. Þegar ég var yngri fylgdist ég með fólki vefa mottur, mála, leira og búa til nýja hluti á hverjum degi sem mér fannst alltaf áhugavert alveg frá því að ég man eftir mér. Foreldrar mínir eru líka mjög listrænir og hefur það líka haft töluverð áhrif.“ Sædís segir að það mætti ýmislegt breytast hér á landi varðandi neysluvenjur og fatakaup Íslendinga. „Neytendur þyrftu að vera meðvitaðri um hvað þeir eru að kaupa sér, uppruna og tilgang flíkanna. Flík er ekki bara flík hún á sér alltaf sögu og finnst mér mikilvægt að fólk hugsi um stóra samhengið. Fataiðnaðurinn er næst mest mengandi iðnaðurinn í heiminum og þarf það að breytast og þurfum við öll að vera meðvitaðri. Mér finnst að manni eigi að þykja vænt um fötin sín og bera virðingu fyrir þeim.“ Útskriftarverkefni Sædísar frá LHÍMynd/Sædís Ýr Persónuleg hönnun Útskriftarsýning fatahönnunarnema var sýnd í beinni útsendingu hér á Vísi. „Ég bjóst ekki við því að geta lært jafn margt og ég hef gert hér í LHÍ og eru kennararnir allir frábærir og einstakir hönnuðir sem sýna manni nýjar leiðir til að hanna og hugsa. Það er sorglegt að yfirgefa LHÍ og mun ég sakna skólans mikið.“ Sædís ætlar að skapa flíkur sem veita fólki ákveðnar tilfinningar. „Ég elska bjarta liti, stór form og mikið af skrauti og finnst mikilvægt að leggja áherslur á af hverju ég skapa það sem ég hanna því að það skiptir mig miklu máli. Ég er mikil tilfinningavera og tengist því verkefnunum mínum mikið og lifi mig inn í þá veröld sem ég bý mér til hverju sinni og myndi segja að öll mín hönnun sé því afar persónuleg. Ég legg mikla áherslu á efnaval því að mér finnst efnin gefa frá sér sterkar tilfinningar.“ Mikilvægt að tapa ekki ímyndunaraflinu Hún segir að útskriftarlínan sé björt, með stórum formum og eigi að veita manni ákveðna sýn inn í aðra veröld sem hún hefur sjálf skapað innra með sér. „Þegar ég hóf þetta ferli í nóvember var ég með ákveðna hugmynd um hvernig sögu ég vildi segja með fatalínunni minni. Línan á að tákna ákveðið frelsi innra með okkur, hamingju, ljós og ímyndunarafl sem mér finnst oft glatast eftir því sem við eldumst. Með hækkandi aldri byrjum við oft að taka lífinu of alvarlega í stað þess að reyna að gera hluti sem veita okkur hamingju. Ég vill geta skroppið á stað þar sem ekkert er að en línan mín heitir ,,The wonder of youth‘‘ eða á íslensku ,,Eilíf æska‘‘. Ég samdi líka ljóð sem mér finnst lýsa þeim heimi sem ég bjó til.“ Hönnun eftir SædísiMynd/Sædís Ýr Eilíf æskaÉg hef fundið mér stað, þar sem ekkert er að. Þar er ég frjáls. Áhyggjur brenndar á báli. Hér get ég hlaupið um. Með sakleysi í augum, bý ég ekki yfir ótta. Í himnaríki er. Skýin sykursæt, og hvert andartak dýrmætt. Held utan um hjartað mitt, vitandi að ég er á lífi. Þessi staður er innra með, og hann verður hér alltaf. Ég þarf að halda fast í hann, leyfa honum að birtast. Andlegt álag Í ferlinu fékk Sædís innblástur frá sögufrægu persónunni Marie Antoinette, gömlum fjölskyldumyndum, postulínsdúkkum, myndinni What dreams may come og skáldsögunni Svo fögur bein. „Það sem þetta átti allt sameiginlegt í huga mér var ákveðið sakleysi sem birtist í þessum verkum, eitthvað sem er svo hreint og óspillt. Öll þessi verk teikna upp ákveðna veröld eða nostalgíu þar sem manni líður eins og veröldin sé klædd öllum heimsins litum.“ Sædís á margar fyrirmyndir í hönnun. „Ég dýrka Marine Serre sem er franskur hönnuður sem leggur mikla áherslu á sjálfbærni. Svo eru Thierry Mugler, Viktor & Rolf, Raf Simons, Marc Jacobs og Maison Margiela einnig mikið í uppáhaldi ásamt fleirum.“ Útskriftarverkefni SædísarMynd/Sædís Ýr Heimsfaraldurinn varð til þess að nemendur þurftu að vera í fjarnámi og útskriftarsýningunni var frestað. „Maður varð fyrir miklu andlegu álagi og var erfitt að vera sendur úr sinni vinnuaðstöðu í skólanum yfir í að vinna heima. Ég bý í lítilli stúdíó íbúð svo að ég þurfti að skipuleggja mig vel og reyna að búa mér til sæmilega vinnuaðstöðu. Maður finnur sem betur fer alltaf lausnir og fannst mér við stelpurnar í bekknum ná að hjálpast að við að halda öllu gangandi með því að vera hvetjandi við hver aðra og finna út lausnir á allskyns vandamálum sem komu upp.“ Mynd/Sædís Ýr Sædís segir að það sé erfitt að svara því hvað sé fram undan. „Þar sem að Covid hefur sett manni takmarkanir á það hvert maður getur farið og hvað maður getur þá í kjölfarið gert. Ég hef því ákveðið að einbeita mér að portfolinu mínu og safna pening til þess að geta gert það sem mig langar, komist inn í það framhaldsnám eða þá vinnu sem mig langar þegar að því kemur. Ég hef áhuga á svo miklu að erfitt er að vita nákvæmlega hvað ég ætla mér að gera. Lífið er of stutt til að taka því of alvarlega, höfum gaman á meðan við getum og gerum það sem veitir okkur hamingju.“ Áhugasamir geta fylgst með Sædísi og hennar hönnun undir notendanafninu saedisyr á Instagram. Útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tíska og hönnun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30 „Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00 Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Útskriftarsýning fatahönnunarnema LHÍ Sýnt verður frá útskriftarsýningu fatahönnunarnema frá Listaháskóla Íslands í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan 19:30. Vegna heimsfaraldurs var brugðið á það ráð að hafa sýninguna með óhefðbundnum hætti en þetta verður blanda af myndböndum og tískusýningu. 1. september 2020 17:30
„Hönnunin hér er jafn einstök og landslagið“ Hönnuðurinn Isabella Lopez er ein þeirra sem taka þátt í útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ í dag. Hún er fædd og uppalin í Kólumbíu en ást og örlögin leiddu hana til Íslands árið 2015. 1. september 2020 12:00
Innblásin af pönki og mótmælabylgjunni árið 2019 „Ég hef haft áhuga á hönnun í mjög langan tíma, frá því að ég var lítil. Ég held að ég fái það frá mömmu minni. Minn áhugi á hönnun er með margar rætur og hef ég áhuga á öllu frá tísku yfir í tónlist og innanhús hönnun,“ segir Birgitta Björt Björnsdóttir. 28. ágúst 2020 14:45