„Held alltaf í vonina“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. september 2020 10:30 Alexandra Eir hefur náð góðum tökum á golfinu með því að nota aðeins vinstri höndina. Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“ Ísland í dag Golf Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira
Hún er aðeins 22 ára en hefur þrátt fyrir ungan aldur unnið yfir 80 medalíur og 25 bikara. Alexandra Eir Grétarsdóttir ætlaði sér alltaf að verða atvinnukonu í golfi og hefur ekki kastað frá sér draumnum um að vinna fleiri keppnir þrátt fyrir að hafa veikst og geta nú aðeins notað annan handlegginn. Hún byrjaði að fara út á golfvöll með föður sínum sem barn og heillaðist strax af íþróttinni. Rætt var við Alexöndru í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Í kringum unglingsaldurinn var hún farin að fara á hverjum degi að æfa og leika golf. „Við byrjuðum þrjár saman vinkonurnar en síðan fóru þær tvær og ég endaði bara ein,“ segir Alexandra í viðtali við Sindra Sindrason. Óvissan erfiðust Árið 2015 byrjaði Alexandra að kenna til í úlnliðnum og byrjaði að eiga í erfileikum með að slá boltann. Hún veit í dag ekki enn hvað er í raun að angra hana. „Það komu í ljós álagsmeiðsli sem ollu því að ég fór í þrjár aðgerðir til þess að reyna leiðrétta það vesen. Það gekk ekki upp hjá mér að æfa svona mikið,“ segir Alexandra. Það sem Alexöndru finnst erfiðast í þessu er að það veit enginn hvort þetta muni lagast eða verða svona að eilífu. Eðlilega hefur þetta tekið á en Alexandra ætlaði sér enn stærri hluti í golfinu. Alexandra notar aðeins vinstri höndina og getur í dag nánast slegið jafn langt og hún gerði. „Það komu svona tvö, þrjú ár sem ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að gera en svo fór ég í háskólanám,“ segir Alexandra sem lærir í dag sjúkraþjálfun. Hún var samt sem áður ekki tilbúin að gefa golfið upp á bátinn og hugsaði með sér, ég slæ bara með annarri. „Ef ég nota höndina í síendurteknum hreyfingum eins og að skrifa mikið þá bólgnar hún upp, verður ísköld og eitthvað svona vesen. Það er mikilvægt að njóta hvers augnabliks. Maður gerði það ekkert alltaf þegar maður var að keppa, maður á að njóta hvers skiptis sem þú ert að gera eitthvað sem þér finnst gaman.“ Hún viðurkennir samt sem áður að ferlið tók á. „Ég fór svolítið neðarlega andlega til að byrja með og það stóð yfir í eitt ár. Ég þurfti að leita mér aðstoðar hjá sálfræðingi. Ég reyni bara að taka því sem kemur hverju sinni og vona að það gangi upp einhvertímann.“ Við fólkið sem er í svipaðri stöðu og hún er í segir hún þetta: „Þú verður bara að horfa á heildina og það er ekkert alltaf allt sem gengur upp í lífinu og þú verður bara að reyna taka því hvernig sem það er. Ég held alltaf í vonina.“
Ísland í dag Golf Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Fleiri fréttir Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Sjá meira