Umfjöllun og viðtal: KR - ÍBV 3-0 | KR-konur með kærkominn sigur Andri Már Eggertsson skrifar 9. september 2020 19:56 Vísir/Vilhelm KR var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og því var afar mikilvægt fyrir liðið að ná úrslitum á móti ÍBV sem hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti KR. Það leið ekki á löngu þar til fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir rúman 5 mínútna leik komst KR yfir með sjálfsmarki frá Rögnu Söru Magnúsdóttur þar sem hún skallaði fyrirgjöf Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur í eigið net. KR bætti síðan við öðru marki þar sem Kristín Erna átti góðan bolta fyrir markið þar sem Katrín Ómarsdóttir var á fjærstöng og skallaði boltann í netið. ÍBV fékk sín færi til að koma sér inn í leikinn en Ingibjörg Valsdóttir átti frábæran fyrri háfleik þar sem hún varði oft mjög vel og bjargaði því að ÍBV kæmist ekki inn í leikinn. Framan af leik var seinni hálfleikurinn langt frá því að vera sama skemmtun og fyrri hálfleikurinn bauð áhorfendum upp á. KR voru þéttar í sínum aðgerðum og voru alveg meðvitaðar um það forskot sem þær höfðu. ÍBV áttu erfitt með að finna þau svæði og ná þeim sendingum sem þurfti til þess að fá færi. Fyrsta færi seinni hálfleiksins leit dagsins ljós þegar 80 mínútur voru komnar á klukkuna þar var Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir með góðan sprett á vinstri kantinum og nær þar fínu skoti sem fer rétt framhjá markinu. Alma Mathiesen skoraði síðan 3 mark KR og tryggði endanlega 3 stig á heimaliðið. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir þræddi boltann inn á Ölmu sem slapp ein í gegn og renndi þar boltanum framhjá Auði. Af hverju vann KR? Fyrri hálfleikur KR var frábær í alla staði þær komust yfir með heppnis marki sem virtist slá ÍBV útaf laginu því KR voru með öll völd á vellinum eftir það. ÍBV fékk færi í fyrri hálfleik til að skora en Ingibjörg Valgeirsdóttir varði þau færi frábærlega. KR gerði síðan það sem þurfti í seinni hálfleik með því að loka á þau svæði sem ÍBV reyndi að koma sér í og nýttu síðan sínar sóknir með einu marki sem gulltryggði stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti glimrandi leik hún átti bæði fyrirgjöfina í sjálfsmarki ÍBV og stungu sendinguna sem þræddi Ölmu Mathiesen inn fyrir vörn ÍBV sem skoraði. Ingibjörg Valgeirsdóttir átti góðan leik í marki KR það reyndi á hana í fyrri hálfleik þar sem ÍBV fékk nokkur dauðafæri en hún var vel vakandi og varði þau mjög vel. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV var mjög slakur þær gáfu KR mikinn tíma á boltann sem þær nýttu í mörgum fyrirgjöfum. Ragna Sara Magnúsdóttir gerði mjög klaufalegt sjálfsmark þar sem það virtist vanta upp á samskipti milli hennar og markmanns sem endaði með að hún skallaði boltann í eigið net. Í síðustu fjórum leikjum hjá ÍBV hafa þær tapað þremur í röð og gert eitt jafntefli og er því deginum ljósara að þær verða að fara sýna betri frammistöður. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og eru næstu leikir hjá liðunum um komandi helgi. KR fá Selfoss í heimsókn á Meistaravelli laugardaginn næsta klukkan 14:00 sólahring seinna spilar ÍBV við Fylki á Hásteinsvelli. Ingunn Haralds: Ánægð hvernig við svöruðum seinasta leik „Það er margt mjög jákvætt sem við getum dregið úr þessum leik, það er kominn mikil þreyta í hópinn og var því mjög sætt að sigla þessu heim,” sagði Ingunn Ingunn var ánægð með hvernig þær komu til leiks og spiluðu sinn bolta þar sem KR liðið er mjög vel spilandi og var mjög jákvætt hvernig þær svöruðu tapinu í síðustu umferð gegn FH. „Þær komu með góð svör í seinni hálfleik þar sem þær breyttu um leikkerfi og eru þær með gott lið sem gerði okkur erfitt fyrir að koma inn þriðja markinu til að klára þetta,” sagði Ingunn sem var ánægður með þrautseiguna sem liðið sýndi með að koma inn marki undir lok leiks. Ingunn var mjög bjartsýn á næsta leik sem er gegn Selfossi en þær þurfa þó að spila ennþá betur en þær gerðu í dag til að vinna hann. Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var ekki til taks í viðtal eftir leikinn. Pepsi Max-deild kvenna KR ÍBV
KR var í neðsta sæti deildarinnar fyrir leikinn og því var afar mikilvægt fyrir liðið að ná úrslitum á móti ÍBV sem hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn á móti KR. Það leið ekki á löngu þar til fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Eftir rúman 5 mínútna leik komst KR yfir með sjálfsmarki frá Rögnu Söru Magnúsdóttur þar sem hún skallaði fyrirgjöf Þórdísar Hrannar Sigfúsdóttur í eigið net. KR bætti síðan við öðru marki þar sem Kristín Erna átti góðan bolta fyrir markið þar sem Katrín Ómarsdóttir var á fjærstöng og skallaði boltann í netið. ÍBV fékk sín færi til að koma sér inn í leikinn en Ingibjörg Valsdóttir átti frábæran fyrri háfleik þar sem hún varði oft mjög vel og bjargaði því að ÍBV kæmist ekki inn í leikinn. Framan af leik var seinni hálfleikurinn langt frá því að vera sama skemmtun og fyrri hálfleikurinn bauð áhorfendum upp á. KR voru þéttar í sínum aðgerðum og voru alveg meðvitaðar um það forskot sem þær höfðu. ÍBV áttu erfitt með að finna þau svæði og ná þeim sendingum sem þurfti til þess að fá færi. Fyrsta færi seinni hálfleiksins leit dagsins ljós þegar 80 mínútur voru komnar á klukkuna þar var Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir með góðan sprett á vinstri kantinum og nær þar fínu skoti sem fer rétt framhjá markinu. Alma Mathiesen skoraði síðan 3 mark KR og tryggði endanlega 3 stig á heimaliðið. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir þræddi boltann inn á Ölmu sem slapp ein í gegn og renndi þar boltanum framhjá Auði. Af hverju vann KR? Fyrri hálfleikur KR var frábær í alla staði þær komust yfir með heppnis marki sem virtist slá ÍBV útaf laginu því KR voru með öll völd á vellinum eftir það. ÍBV fékk færi í fyrri hálfleik til að skora en Ingibjörg Valgeirsdóttir varði þau færi frábærlega. KR gerði síðan það sem þurfti í seinni hálfleik með því að loka á þau svæði sem ÍBV reyndi að koma sér í og nýttu síðan sínar sóknir með einu marki sem gulltryggði stigin þrjú. Hverjar stóðu upp úr? Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir átti glimrandi leik hún átti bæði fyrirgjöfina í sjálfsmarki ÍBV og stungu sendinguna sem þræddi Ölmu Mathiesen inn fyrir vörn ÍBV sem skoraði. Ingibjörg Valgeirsdóttir átti góðan leik í marki KR það reyndi á hana í fyrri hálfleik þar sem ÍBV fékk nokkur dauðafæri en hún var vel vakandi og varði þau mjög vel. Hvað gekk illa? Varnarleikur ÍBV var mjög slakur þær gáfu KR mikinn tíma á boltann sem þær nýttu í mörgum fyrirgjöfum. Ragna Sara Magnúsdóttir gerði mjög klaufalegt sjálfsmark þar sem það virtist vanta upp á samskipti milli hennar og markmanns sem endaði með að hún skallaði boltann í eigið net. Í síðustu fjórum leikjum hjá ÍBV hafa þær tapað þremur í röð og gert eitt jafntefli og er því deginum ljósara að þær verða að fara sýna betri frammistöður. Hvað er framundan? Mótið er þétt spilað og eru næstu leikir hjá liðunum um komandi helgi. KR fá Selfoss í heimsókn á Meistaravelli laugardaginn næsta klukkan 14:00 sólahring seinna spilar ÍBV við Fylki á Hásteinsvelli. Ingunn Haralds: Ánægð hvernig við svöruðum seinasta leik „Það er margt mjög jákvætt sem við getum dregið úr þessum leik, það er kominn mikil þreyta í hópinn og var því mjög sætt að sigla þessu heim,” sagði Ingunn Ingunn var ánægð með hvernig þær komu til leiks og spiluðu sinn bolta þar sem KR liðið er mjög vel spilandi og var mjög jákvætt hvernig þær svöruðu tapinu í síðustu umferð gegn FH. „Þær komu með góð svör í seinni hálfleik þar sem þær breyttu um leikkerfi og eru þær með gott lið sem gerði okkur erfitt fyrir að koma inn þriðja markinu til að klára þetta,” sagði Ingunn sem var ánægður með þrautseiguna sem liðið sýndi með að koma inn marki undir lok leiks. Ingunn var mjög bjartsýn á næsta leik sem er gegn Selfossi en þær þurfa þó að spila ennþá betur en þær gerðu í dag til að vinna hann. Andri Ólafsson, þjálfari ÍBV, var ekki til taks í viðtal eftir leikinn.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti