Unga landsliðskonan fékk að finna fyrir því: „Þú þarft að taka hana úr jafnvægi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2020 14:00 Cecilía Rán Rúnarsdóttir lék sinn fyrsta A-landsleik í byrjun ársins og hefur staðið sig mjög vel með Fylkisliðinu í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Vísir/Bára Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00. Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Helena Ólafsdóttir, umsjónarmaður Pepsi Max marka kvenna, fór yfir leik Fylkis og Þór/KA í síðustu umferð með sérfræðingum sínum Mist Rúnarsdóttur og Kristínu Ýr Bjarnadóttur. Landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir fékk heldur betur að finna fyrir því frá leikmönnum Þór/KA í þessum leik og Pepsi Max mörk kvenna ákváðu að skoða það nánar. „Þetta er áhugavert. Var uppleggið hjá Þór/KA að koma Cecilíu úr jafnvægi? Arna fær gult fyrir að þvælast fyrir henni, Margrét fær rautt fyrir að þvælast fyrir henni og svo er hún keyrð niður af Örnu,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Annað mark Þór/KA átti aldrei að standa því Arna Sif Ásgrímsdóttir keyrði þá greinilega niður Cecilíu Rán Rúnarsdóttur eftir aukaspyrnu. Margrét Árnadóttir fékk líka rautt spjald eftir samskipti sín við Cecilíu Rán Rúnarsdóttur en stelpurnar sáu Cecilíu Rán þá komast upp með það að hefna sín. „Átti að taka fast á henni,“ spurði Helena Ólafsdóttir og benti á fyrrnefnd dæmi. „Ég myndi alltaf gera það. Ég myndi alltaf hlaupa í hana en vera bara kannski aðeins lúmskari en Arna. Auðvitað áttu að gera þetta. Hún er besti leikmaðurinn og þú þarft að taka hana úr jafnvægi. Þú þarf að gera eitthvað svo að hún hætti að verja,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem var vön því á sínum ferli að láta finna fyrir sér í teignum. „Ég heyrði líka í Fylkisbekknum og þau voru brjáluð og öskruðu: Dómari næst fylgist þú með markverðinum okkar í föstum leikatriðum. Hann virtist ekki gera það af því það er búið að gefa Örnu ‚soft' gult og rautt á Margréti. Svo leyfir hann þessu marki að standa. Mér finnst það ótrúlega skrýtið,“ sagði Mist Rúnarsdóttir. Það má finna alla umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Var uppleggið hjá Þór/KA að reyna að koma Cecilíu úr jafnvægi? FH fær Fylki í heimsókn í Kaplakrika klukkan 17.00 í kvöld en það fer heil umferð í deildinni fram í dag. Leikur Selfoss og Vals klukkan 17.00 og leikur Breiðabliks og Stjörnunnar klukkan 19.15 verða sýndir beint á Stöð 2 Sport en aðrir leikir verða í beinni á Vísi. KR og ÍBV mætast klukkan 17.00 og Þróttur tekur á móti Þór/KA klukkan 18.00.
Pepsi Max-deild kvenna Fylkir Pepsi Max-mörkin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira