Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 11:29 Það má með sanni segja að íbúðirnar við Austurhöfn séu á að besta stað í borginni. Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira