Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Stefán Árni Pálsson skrifar 10. september 2020 11:29 Það má með sanni segja að íbúðirnar við Austurhöfn séu á að besta stað í borginni. Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira
Þegar kórónaveiran setti hömlur á heimsóknir fólks í fasteignahugleiðingum gripu forsvarsmenn Austurhafnar til nýstárlegra ráða og nýttu sér stafræna tækni til að sýna íbúðirnar að innan- og utan og gefa fólki raunverulega tilfinningu fyrir hönnun þeirra og gæðum. Þetta er í fyrsta sinn sem slík tækni hefur verið notuð við sölu fasteigna á Íslandi. „Við vildum gefa fólki færi á að fá tilfinningu fyrir því hvernig væri að búa á þessum stað, finna fyrir lífsgæðunum, hárri lofthæð og útsýni, sérsmíðuðum innréttingum og nýjustu tækni við fingurgóma til að stjórna ljósi, hljóði, hita og fleiru,“ segir Sveinn Björnsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fasteigna sem hefur yfirumsjón með framkvæmdum á húsinu. Mikil vinna fór í gerð myndbandsins, sem var unnið bæði í Reykjavík og í Belgrad í Serbíu. Sveinn segir að myndbandið muni ekki bara þjóna áhugasömum íslenskum kaupendum heldur einnig erlendum aðilum sem vilja fjárfesta hér en sjá sér ekki fært um að koma og heimsækja Ísland að svo stöddu. Á vefsíðu Austurhafnar er búið að birta verðlista yfir þær íbúðir sem eru til sölu. Dýrasta íbúðin er á fimmtu hæð og kostar hún 345 milljónir. Sú eign er 211 fermetrar og með sjávarútsýni. Athygli vekur að enn stærri íbúðir verða á sjöttu hæð og á eftir að verðleggja þær. Verðið á þeim ætti því að verða mun hærra. Fjölmargar íbúðir eru verðlagðar á rúmlega tvö hundruð milljónir og einnig á bilinu 100-200 milljónir. Ódýrasta eignin er 59 milljónir og er hún fimmtíu fermetrar að stærð. Hér má sjá verðlistann á öllum þeim íbúðum sem búið er að verðleggja. Hér að neðan má sjá kynningarmyndbandið þar sem fólk getur séð hvernig þessar íbúðir líta út. Klippa: Lúxusíbúðir við Austurhöfn kosta sumar nokkur hundruð milljónir og svona líta þær út
Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið Fleiri fréttir Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sjá meira