Samstarf

Þekking og sveigjanleiki er styrkleiki Tímon

Trackwell
Þórunn K. Sigfúsdóttir sviðsstjóri Mannauðslausna Trackwell
Þórunn K. Sigfúsdóttir sviðsstjóri Mannauðslausna Trackwell Vilhelm

„Áskoranir þessa árs hafa helst snúið að þeim stóru breytingum sem gerðar voru á kjarasamningum í vetur og þeim einstöku aðstæðum sem sköpuðust í kjölfar kórónuveirunnar hvað varðar sóttkví og fjarvinnu starfsmanna ólíkra fyrirtækja. Kerfið okkar, Tímon, styður vel við dreifða starfsemi og við launaútreikninga samkvæmt kjarasamningum og sérkjarasamningum. Við byggjum á áratugareynslu sem endurspeglast í kerfinu sjálfu,“ segir Þórunn K. Sigfúsdóttir, sviðsstjóri Mannauðslausna Trackwell.

„Tímon er íslenskur hugbúnaður, þróaður fyrir íslenskar aðstæður og atvinnulíf. Kerfið kom fyrst í loftið fyrir um 20 árum og er í stöðugri þróun samhliða þeim verkefnum sem viðskiptavinir okkar eru að takast á við. Tímon er tímaskráninga- og viðverukerfi sem heldur m.a. utan um verkskráningu, kostnað, vaktaplön og úttektir í mötuneyti. Hjá okkur eru yfir 450 fyrirtæki sem treysta Tímon fyrir sínum daglega rekstri og erum við mjög stolt af kerfinu ásamt þeim flotta mannauð sem stendur á bak við það."

Þórunn segir Tímon í stöðugri þróun í samstarfi við notendur kerfisins, það búi yfir miklum möguleikum og hafi auðveldlega mætt þeim áskorunum sem mættu atvinnulífinu í vetur.

Fyrirtækjum í byggingageiranum nýtist Tímon meðal annars við verkskráningar.Tímon

Lausnirnar voru þegar til staðar

„Viðskiptavinir okkar eru fyrirtæki af öllum stærðum og með ýmis konar starfsemi. Mörg þeirra eru í byggingageiranum og þá nýtist Tímon meðal annars við verkskráningar, einnig eru fyrirtæki í verslunar-, veitinga- og ferðaþjónustu í viðskiptum við okkur sem þurfa meðal annars að geta skipulagt vaktir starfsmanna á einfaldan hátt. Hægt er að fylgjast með kostnaði í rauntíma í Tímon og eru skrifstofu- og þjónustufyrirtæki einnig stór hluti okkar viðskiptavina þar sem meiri áhersla er lögð á viðveru-, orlofs- og fjarvistarskráningar.

Veturinn var að mörgu leyti sérstakur. Það urðu miklar breytingar á kjarasamningum stórra hópa í tengslum við styttingu vinnuvikunnar og breytingar á yfirvinnuútreikningum sem viðskiptavinir leituðu til okkar með. Eins og fyrr segir þá er Tímon íslenskur hugbúnaður og voru því lausnirnar til staðar þegar grípa þurfti til breytinga," segir Þórunn. „Þannig gátum við brugðist vel við.

Þá voru aukin verkefni við utanumhald á fjarvinnu, sóttkví starfsfólks og veikinda vegna COVID-19. Viðskiptavinir þurftu að halda utan um tegundir fjarvista sem þeir höfðu ekki þarfnast áður, en lausnirnar voru þegar til staðar í Tímon.

„Kerfið okkar styður vel við dreifða starfsemi og fjarvinnu og fólk gat nýtt sér aðrar innskráningarleiðir, til dæmis úr snjallsíma og fartölvum heimavið. Einnig var aukin eftirspurn eftir snertilausum skráningarleiðum. Við skynjum áhuga vinnuveitenda á að bjóða upp á möguleikann á fjarvinnu áfram og líklega er þetta fyrirkomulag komið til að vera á íslenskum atvinnumarkaði og við tökum vel á móti þessari þróun,“ segir Þórunn

Viðskiptavinir segja kerfið notendavænt

„Við leggjum okkur fram við að veita persónulega og góða þjónustu og bætum stöðugt við kerfið í samstarfi við viðskiptavini. Við fáum iðulega að heyra hve mikil og góð þekking er hér innanhúss og áratugareynsla okkar endurspeglast í virkni kerfisins. Við höfum lagt mikla áherslu á námskeið og viðburði fyrir viðskiptavini sem segja sjálfir að kerfið sé bæði einfalt og notendavænt. Þess má geta að úr nýlegri þjónustukönnun sögðust 84% viðskiptavina vera frekar eða mjög ánægðir með notendaviðmót Tímon. Mikil vinna hefur farið fram við bætt notendaviðmót, aukinn læsileika gagna og stuðning við viðskiptagreiningu fyrirtækja,“ segir Þórunn. Framundan eru spennandi verkefni sem munu koma sér vel fyrir viðskiptavini.

„Við höldum áfram að bæta við kerfið okkar en líklega hefur aldrei verið eins mikil þörf á að hafa sveigjanlegt utanumhald á viðveruskráningu starfsfólks líkt og í dag.

Við hvetjum fyrirtæki sem hafa áhuga á að kynna sér Tímon nánar eða fá ráðgjöf að senda okkur fyrirspurn í gegnum timon.is. Þar kemstu í beint samband við faglega ráðgjöf."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×