Linda Ben gefur út sína fyrstu uppskriftabók Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. september 2020 13:20 Margir Íslendingar hafa bakað og eldað eftir uppskriftum Lindu Ben. Hún hefur í mörg ár stefnt á að gefa út bók og lætur nú drauminn rætast. Mynd/Linda ben Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. Þetta verður hennar fyrsta uppskriftabók. „Ég hef haft áhuga á bakstri frá því að ég man eftir mér,“ segir Linda spennt í samtali við Vísi. „Ég er alin upp af miklum baksturskonum, en amma mín og mamma voru mikið að baka þegar ég var yngri og fékk ég að sjálfsögðu að hjálpa til við baksturinn. Þegar ég var á grunnskóla aldri og var orðin nógu gömul til að vera ein heima eftir skóla þá fékk mamma ótal hringingar í vinnuna þar sem ég var að biðja um leyfi til að baka. Svarið var nú yfirleitt já, nema ég mátti ekki kveikja á bakaraofninum fyrr en hún væri komin heim þar sem ég var ennþá það ung.“ Öll bestu ráðin Bókin hennar Lindu hefur verið lengi í vinnslu þó að fáir hafi vitað af því. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með strákinn minn árið 2014 byrjaði þetta í raun fyrst. Ég hafði nýlokið BS gráðu í lífefnafræði og vissi að ég vildi ekki halda áfram með námið en vissi þó ekki hvað ég vildi gera annað. Ég var því á krossgötum og fór að einbeita mér að hlutum sem mér þóttu skemmtilegir og vöktu hjá mér gleði. Ég fór að baka meira og leika mér að taka myndir af bakstrinum. Ég fór að leika mér að því að deila myndunum mínum á Instagram og þá fór boltinn að rúlla. Ég var beðin um að mynda og skrifa fyrir nokkra mismunandi miðla en svo árið 2016 ákvað ég taka stórt skref út fyrir þægindarammann og stofnaði síðuna mína lindaben.is.“ Bókin fjallar um helsta áhugamál Lindu, sem hún deilir með svo mörgum. „Kökur, en ekki bara kökur heldur einnig deili ég mínum helstu ráðum þegar kemur að matarstíliseringu, hvað skuli hafa i huga þegar verið er með veislu og hvernig sé best að mynda baksturinn, til að nefna örfá atriði sem verða tekin fyrir í bókinni. Hugmyndin hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að einn daginn muni ég gefa út bók og er því búin að hugsa lengi hvernig hún eigi að líta út, hvernig uppskriftir eiga að vera í henni og svo framvegis.“ Linda Ben segir að hún sé ótrúlega ánægð með bókina en viðurkennir að þetta verkefni hafi ekki verið auðvelt.Mynd/Linda ben Kröfuhörð varðandi útlitið Í bókinni eru bæði nýjar uppskriftir og þessar allra vinsælustu sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum og matarbloggi Lindu. „Margar af allra bestu uppskriftunum hef ég verið að spara fyrir þann dag sem ég gerði uppskriftabók og hef ekki sagt sálu frá þeim fyrr en loksins núna í þessari bók. Í bókinni verða einnig uppskriftir sem fólk kannast við af lindaben.is sem hafa verið endurbættar. Ég gat hreinlega ekki sleppt sumum af gull uppskriftunum mínum, eins og ég kalla þær, en þær hafa margar tröllriðið öllu og eru bara of góðar til þess að vera ekki með bókinni.“ Bókin mun koma út núna fyrir jólin og útgefandinn er Fullt tungl. „Þau hafa gefið út margar fallegar og vandaðar bækur sem mér hefur fundist vekja eftirtekt og passa inn í þá hugmynd sem ég hafði í huga fyrir bókina,“ segir Linda. Fullt tungl gefur meðal annars út væntanlega bók Sólrúnar Diego, sem einnig kemur út fyrir þessi jól. „Vinnsla bókarinnar gengur vel þökk sé frábæru teymi. Við erum búin að mynda flest allar uppskriftirnar og textinn er að detta inn í próförk. Til að taka vægt til orða hefur það verið krefjandi að vera með dóttur mína heima og skrifa bók á sama tíma auk þess sem ég á fullu í venjulegu vinnunni minni. Hugmyndavinnan, sem er mikilvægasti parturinn, hófst í byrjun sumars. Í allt sumar var ég því að baka, þróa uppskriftir og ákveða hvað skyldi vera í bókinni.“ Linda tekur einstaklega fallegar myndir og tekur allar myndirnar fyrir bókina sjálf. „Ég hef alltaf haft svo gríðarlegan áhuga á ljósmyndun að það var eiginlega það eina sem kom til greina. Mitt markmið með bókinni er að skapa eigulega bók sem fólk notar og vill hafa uppi við heima hjá sér. Ég er mjög kröfuhörð þegar kemur að útliti matreiðslubóka og kaupi ég mér aldrei bækur sem ég mun eiga erfitt með að láta passa heima hjá mér. Ég er að gera mitt allra besta til að gera kökubók sem mun fegra heimili landsmanna.“ View this post on Instagram Gratíneraður þorskur í bragðmikilli rjómasósu með fullt af grænmeti inn í ofn à innan við 10 mín . Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og það tekur gott sem enga stund að smella þessum rétti saman sem er eldaður í einu fati sem er mín allra uppáhalds eldunaraðferð. Allt uppvask og bras er í lágmarki en bragðið vantar sko ekki! . Það tók mig 10 mín að setja þennan rétt saman og ganga frá í eldhúsinu, svo tók það 20 mín að elda réttinn inn í ofni, sem sagt 30 mín í heildina. Akkúrat rétturinn sem manni vantar þegar maður hefur í nógu að snúast en vill samt ekki fórna hollum og bragðgóðum kvöldmat . #samstarf @arna_mjolkurvorur A post shared by Linda Ben (@lindaben) on Sep 3, 2020 at 4:53am PDT Algjört brjálæði Hún segir að uppskriftirnar í bókinni henti öllum, byrjendum og lengra komnum. Linda er sjálf tveggja barna móðir og eru líka uppskriftir í bókinni sem henta börnum. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í bókinni. Ég hef merkt uppskriftir sérstaklega sem ég tel henta vel fyrir litla aðstoðarbakara þar sem þeir eiga sérstakan stað í hjartanu mínu en einnig er nóg fyrir þaulvana bakara sem langa að prófa eitthvað nýtt og gott.“ Samhliða því að vera í fæðingarorlofi, vinna að mörgum stórum verkefnum og skrifa og mynda fyrir bókina hefur Linda verið að byggja einbýlishús með eiginmanni sínum. „Þetta tímabil er búið að vera algjört brjálæði til að vera hreinskilin. Ég segi stundum við fólk þegar það spyr hvernig gangi: „Ég hef byggt heilt einbýlishús frá grunni og væli nú yfirleitt ekki þegar það er mikið að gera, en þetta tímabil tekur verulega á!” En það er bara eins og með önnur tímabil, því mun ljúka og maður verður að gera sitt besta að njóta ferlisins þó svo að það sé erfitt. Þetta verður allt saman þess virði þegar á hólminn er komið og þá verður svo gaman að horfa til baka og rifja upp allt brjálæðið sem maður hefur áorkað.“ View this post on Instagram IT'S A WRAP! . Eftir örfàar vikur kemur út mín fyrsta uppskriftabók! . Vá, magnað að segja það loksins opinberlega! Nánast óraunverulegt . Ég hlakka svo til að deila með ykkur öllum uppáhalds uppskriftunum mínum í glæsilegri og eigulegri bók sem þið eigið vonandi eftir að elska jafn mikið og ég A post shared by Linda Ben (@lindaben) on Sep 11, 2020 at 6:03am PDT Matur Bókaútgáfa Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben ætlar að bæta bók í jólabókaflóðið í ár. Linda er mikill matgæðingur en í bókinni verður áherslan á kökur. Þetta verður hennar fyrsta uppskriftabók. „Ég hef haft áhuga á bakstri frá því að ég man eftir mér,“ segir Linda spennt í samtali við Vísi. „Ég er alin upp af miklum baksturskonum, en amma mín og mamma voru mikið að baka þegar ég var yngri og fékk ég að sjálfsögðu að hjálpa til við baksturinn. Þegar ég var á grunnskóla aldri og var orðin nógu gömul til að vera ein heima eftir skóla þá fékk mamma ótal hringingar í vinnuna þar sem ég var að biðja um leyfi til að baka. Svarið var nú yfirleitt já, nema ég mátti ekki kveikja á bakaraofninum fyrr en hún væri komin heim þar sem ég var ennþá það ung.“ Öll bestu ráðin Bókin hennar Lindu hefur verið lengi í vinnslu þó að fáir hafi vitað af því. „Þegar ég var í fæðingarorlofi með strákinn minn árið 2014 byrjaði þetta í raun fyrst. Ég hafði nýlokið BS gráðu í lífefnafræði og vissi að ég vildi ekki halda áfram með námið en vissi þó ekki hvað ég vildi gera annað. Ég var því á krossgötum og fór að einbeita mér að hlutum sem mér þóttu skemmtilegir og vöktu hjá mér gleði. Ég fór að baka meira og leika mér að taka myndir af bakstrinum. Ég fór að leika mér að því að deila myndunum mínum á Instagram og þá fór boltinn að rúlla. Ég var beðin um að mynda og skrifa fyrir nokkra mismunandi miðla en svo árið 2016 ákvað ég taka stórt skref út fyrir þægindarammann og stofnaði síðuna mína lindaben.is.“ Bókin fjallar um helsta áhugamál Lindu, sem hún deilir með svo mörgum. „Kökur, en ekki bara kökur heldur einnig deili ég mínum helstu ráðum þegar kemur að matarstíliseringu, hvað skuli hafa i huga þegar verið er með veislu og hvernig sé best að mynda baksturinn, til að nefna örfá atriði sem verða tekin fyrir í bókinni. Hugmyndin hefur verið í vinnslu undanfarin ár. Ég hef alltaf haft það á bak við eyrað að einn daginn muni ég gefa út bók og er því búin að hugsa lengi hvernig hún eigi að líta út, hvernig uppskriftir eiga að vera í henni og svo framvegis.“ Linda Ben segir að hún sé ótrúlega ánægð með bókina en viðurkennir að þetta verkefni hafi ekki verið auðvelt.Mynd/Linda ben Kröfuhörð varðandi útlitið Í bókinni eru bæði nýjar uppskriftir og þessar allra vinsælustu sem slegið hafa í gegn á samfélagsmiðlum og matarbloggi Lindu. „Margar af allra bestu uppskriftunum hef ég verið að spara fyrir þann dag sem ég gerði uppskriftabók og hef ekki sagt sálu frá þeim fyrr en loksins núna í þessari bók. Í bókinni verða einnig uppskriftir sem fólk kannast við af lindaben.is sem hafa verið endurbættar. Ég gat hreinlega ekki sleppt sumum af gull uppskriftunum mínum, eins og ég kalla þær, en þær hafa margar tröllriðið öllu og eru bara of góðar til þess að vera ekki með bókinni.“ Bókin mun koma út núna fyrir jólin og útgefandinn er Fullt tungl. „Þau hafa gefið út margar fallegar og vandaðar bækur sem mér hefur fundist vekja eftirtekt og passa inn í þá hugmynd sem ég hafði í huga fyrir bókina,“ segir Linda. Fullt tungl gefur meðal annars út væntanlega bók Sólrúnar Diego, sem einnig kemur út fyrir þessi jól. „Vinnsla bókarinnar gengur vel þökk sé frábæru teymi. Við erum búin að mynda flest allar uppskriftirnar og textinn er að detta inn í próförk. Til að taka vægt til orða hefur það verið krefjandi að vera með dóttur mína heima og skrifa bók á sama tíma auk þess sem ég á fullu í venjulegu vinnunni minni. Hugmyndavinnan, sem er mikilvægasti parturinn, hófst í byrjun sumars. Í allt sumar var ég því að baka, þróa uppskriftir og ákveða hvað skyldi vera í bókinni.“ Linda tekur einstaklega fallegar myndir og tekur allar myndirnar fyrir bókina sjálf. „Ég hef alltaf haft svo gríðarlegan áhuga á ljósmyndun að það var eiginlega það eina sem kom til greina. Mitt markmið með bókinni er að skapa eigulega bók sem fólk notar og vill hafa uppi við heima hjá sér. Ég er mjög kröfuhörð þegar kemur að útliti matreiðslubóka og kaupi ég mér aldrei bækur sem ég mun eiga erfitt með að láta passa heima hjá mér. Ég er að gera mitt allra besta til að gera kökubók sem mun fegra heimili landsmanna.“ View this post on Instagram Gratíneraður þorskur í bragðmikilli rjómasósu með fullt af grænmeti inn í ofn à innan við 10 mín . Einfaldleikinn er í fyrirrúmi og það tekur gott sem enga stund að smella þessum rétti saman sem er eldaður í einu fati sem er mín allra uppáhalds eldunaraðferð. Allt uppvask og bras er í lágmarki en bragðið vantar sko ekki! . Það tók mig 10 mín að setja þennan rétt saman og ganga frá í eldhúsinu, svo tók það 20 mín að elda réttinn inn í ofni, sem sagt 30 mín í heildina. Akkúrat rétturinn sem manni vantar þegar maður hefur í nógu að snúast en vill samt ekki fórna hollum og bragðgóðum kvöldmat . #samstarf @arna_mjolkurvorur A post shared by Linda Ben (@lindaben) on Sep 3, 2020 at 4:53am PDT Algjört brjálæði Hún segir að uppskriftirnar í bókinni henti öllum, byrjendum og lengra komnum. Linda er sjálf tveggja barna móðir og eru líka uppskriftir í bókinni sem henta börnum. „Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í bókinni. Ég hef merkt uppskriftir sérstaklega sem ég tel henta vel fyrir litla aðstoðarbakara þar sem þeir eiga sérstakan stað í hjartanu mínu en einnig er nóg fyrir þaulvana bakara sem langa að prófa eitthvað nýtt og gott.“ Samhliða því að vera í fæðingarorlofi, vinna að mörgum stórum verkefnum og skrifa og mynda fyrir bókina hefur Linda verið að byggja einbýlishús með eiginmanni sínum. „Þetta tímabil er búið að vera algjört brjálæði til að vera hreinskilin. Ég segi stundum við fólk þegar það spyr hvernig gangi: „Ég hef byggt heilt einbýlishús frá grunni og væli nú yfirleitt ekki þegar það er mikið að gera, en þetta tímabil tekur verulega á!” En það er bara eins og með önnur tímabil, því mun ljúka og maður verður að gera sitt besta að njóta ferlisins þó svo að það sé erfitt. Þetta verður allt saman þess virði þegar á hólminn er komið og þá verður svo gaman að horfa til baka og rifja upp allt brjálæðið sem maður hefur áorkað.“ View this post on Instagram IT'S A WRAP! . Eftir örfàar vikur kemur út mín fyrsta uppskriftabók! . Vá, magnað að segja það loksins opinberlega! Nánast óraunverulegt . Ég hlakka svo til að deila með ykkur öllum uppáhalds uppskriftunum mínum í glæsilegri og eigulegri bók sem þið eigið vonandi eftir að elska jafn mikið og ég A post shared by Linda Ben (@lindaben) on Sep 11, 2020 at 6:03am PDT
Matur Bókaútgáfa Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira