Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - FH 2-2 | Jafnt í nýliðaslagnum Andri Már Eggertsson skrifar 13. september 2020 22:02 FH hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. VÍSIR/DANÍEL Seinasta umferð fyrir landsleikjahlé kláraðist með 4 leikjum. Það var risa leikur á Eimskipsvellinum þar sem nýliðar deildarinnar áttust við og var því ljóst að mikið væri undir fyrir bæði lið í fallbarráttunni. Leikurinn byrjaði á því að Mary Alice þræddi boltann inn fyrir á Ólöfu Sigríði sem átti slaka fyrstu snertingu sem gerði útum færið. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar Andrea Mist Pálsdóttir skoraði beint úr hornspyrnu þar sem hún setti boltann yfir Friðriku í markinu og inn. Þetta er nákvæmlega sma og við sáum í fyrri leik liðanna þar sem Andrea Mist skoraði beint úr hornspyrnu á móti Þrótti. Hornspyrnu vandræði Þróttar héldu síðan áfram þegar Andrea Mist kom með lága sendingu í teiginn þar var Pheoenita í barráttunni en boltinn fer framhjá henni og í Jelenu Tinnu Kujundzic sem skoraði í sitt eigið mark. Vandræði Þróttar héldu áfram. Stephanie Riberio sótti vítaspyrnu á vítapunktinn fór Mary Alice sem skaut framhjá markinu. Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn af þvílikum krafti FH átti fá svör við pressunni sem Þróttur kom með. Morgan Goff skoraði eitt af mörkum leiktíðarinnar þegar hún fékk boltann rétt fyrir utan teig hægra megin þar sem hún snýr hann í samskeytinn og inn magnað mark óhætt að segja að Telma hafi ekki átt möguleika á að verja þetta. Þróttur jafnaði svo metin skömmu seinna þegar hornspyrna Andreu Rutar ratar á kollinn á Mary Alice sem kemur leiknum í 2-2. Þróttarar héldu síðan áfram að setja pressu á FH. Stephanie Ribeiro kom með góða sendingu inn fyrir vörn FH á Ólöfu Sigríði sem fékk Telmu Ívarsdóttur markmann FH beint á sig hún kemst framhjá henni en virtist bregða aðeins við að sjá opið mark þar sem hún reyndi strax skot í staðinn fyrir að fara lengra og endaði skot hennar hátt yfir markið. Afhverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið voru frábær í sitthvorum hálfleiknum FH voru mun betri fyrstu 45 mínúturnar sem skilaði þeim tveimur mörkum. Seinni hálfleikur Þróttar var frábær þær pressuðu FH mjög hátt og héldu boltanum vel innan liðs og voru með öll völd á vellinum fram að rúmlega 80 mínútu. Þær skoruðu tvö mörk sem hefðu getað verið fleiri ef ekki væri fyrir Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Hverjar stóðu upp úr? Þó Telma Ívarsdóttir hafi fengið á sig tvö mörk átti hún mjög góðan leik. Hún varði oft á tíðum frábærlega og ofan á það var hún alveg óhrædd við að vaða út í alla bolta sem gerði það að verkum að Þróttur skoraði ekki fleiri mörk. Andrea Mist Pálsdóttir var með frábærar hornspyrnur allan leikinn sem FH fékk alltaf gott færi úr og skoraði hún sjálf beint úr hornspyrnu líkt og hún gerði í fyrri leik þessara liða. Morgan Goff átti góðan leik í liði Þróttar og kórónaði hún sinn leik með eitt af mörkum sumarsins þegar hún setti boltann í samskeytin og í markið. Hvað gekk illa? Friðrika Arnarsdóttir átti sem fyrr í stökustu vandræðum með hornspyrnur FH það skapaðist alltaf dauðafæri þegar það kom hornspyrna þar sem hún fékk boltann oft á tíðum yfir sig. Spilamennska FH varð eftir inn í klefa í hálfleik því það virtist koma allt annað lið á völlinn í seinni hálfleik pressa Þróttara gerði það að verkum að þær komst varla yfir miðju fyrsta korter leiksins. Mary Alice brenndi af víti í fyrri hálfleik, víti hennar var mjög slakt og fór vel framhjá markinu. Hvað er framundan? Nú er landsleikjahlé á næsta leyti og því verður gert hlé á deildinni. Bæði lið eiga aðeins eftir að spila fjóra leiki það sem eftir er af móti. Þróttarar fara á Jáverk völlinn og mæta þar Selfossi klukkan 14:00 laugardaginn 26 september. Næsti leikur FH er heimaleikur á móti Þór/KA klukkan 15:00 laugardaginn 26 september. Guðni Eiríksson: Fjórði leikurinn á tíu dögum eðlilega eru stelpurnar búnar á því „Þetta var leikur tveggja hálfleika, það er alltaf gaman að spila á móti Þrótti því það eru alltaf hörku leikir þar sem annað liðið vinnur með einu marki eða leikurinn endar með jafntefli,” sagði Guðni. Þegar liðin mættust síðast í deildinni á heimavelli FH skoraði Andrea Mist beint úr hornspyrnu líkt og hún gerði í kvöld. „Við töluðum um það fyrir leik að koma boltanum inn á markmaninn og setja hana undir pressu, þó planið hafi ekki verið að skora beint úr horni,” sagði Guðni og hrósaði Andreu fyrir frábærar spyrnur. „Það er auðvelt að útskýra hvað gekk illa í seinni hálfleik við vorum að spila 4 leikinn á 10 dögum sem var einum meira en þær og sást langar leiðir að þær voru þreyttar því við spilum mikið á sömu leikmönnunum sem voru alveg búnar á því,” sagði Guðni og bætti hann við að það er ekkert grín að spila undir svona álagi. Landsleikjahlé er á næsta leyti sem Guðni tekur fagnandi eftir þessa miklu leikjatörn sem FH liðið hefur verið í og var hann mjög ánægður með stigin sem liðið safnaði í þeirri leikjahríð. Nik Anthony Chamberlain: Erum að gera alltof mörg jafntefli „Einsog við mátti búast var þetta rosalegur leikur, FH skoraði tvö mörk úr hornspyrnu og fyrir utan það áttum við leikinn þar sem við fengum fullt af færum og klikkuðum á víti,” sagði Nik sem var ánægður með karakter liðsins að jafna leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Við komum inn í leikinn með annað kerfi það gerði mögulega mínum stelpum erfitt fyrir, við fundum ekki svæðin sem við töluðum um að koma boltanum í og það var einsog við þurftum að lenda tveimur mörkum undir til að vakna og spila okkar leik.” Seinni hálfleikur liðsins var frábær hjá Þrótti þær komu ofarlega á völlinn sem gerði FH erfitt fyrir. „Þær komu inn á völlinn og sýndu hvað þær geta liðið kom inn í leikinn og bjuggu til fullt af færum sem og vörðust mjög vel,” sagði Nik Nik var ánægður með markið hennar Morgan Goff hann hélt að boltinn væri á leið framhjá en hann endaði í stönginni og inn. Honum fannst þetta ekki vera tvö töpuð stig í fallbarráttunni sem liðið er í og sérstaklega þar sem liðið var lent 2-0 undir. Pepsi Max-deild kvenna FH Þróttur Reykjavík
Seinasta umferð fyrir landsleikjahlé kláraðist með 4 leikjum. Það var risa leikur á Eimskipsvellinum þar sem nýliðar deildarinnar áttust við og var því ljóst að mikið væri undir fyrir bæði lið í fallbarráttunni. Leikurinn byrjaði á því að Mary Alice þræddi boltann inn fyrir á Ólöfu Sigríði sem átti slaka fyrstu snertingu sem gerði útum færið. Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós þegar Andrea Mist Pálsdóttir skoraði beint úr hornspyrnu þar sem hún setti boltann yfir Friðriku í markinu og inn. Þetta er nákvæmlega sma og við sáum í fyrri leik liðanna þar sem Andrea Mist skoraði beint úr hornspyrnu á móti Þrótti. Hornspyrnu vandræði Þróttar héldu síðan áfram þegar Andrea Mist kom með lága sendingu í teiginn þar var Pheoenita í barráttunni en boltinn fer framhjá henni og í Jelenu Tinnu Kujundzic sem skoraði í sitt eigið mark. Vandræði Þróttar héldu áfram. Stephanie Riberio sótti vítaspyrnu á vítapunktinn fór Mary Alice sem skaut framhjá markinu. Þróttarar byrjuðu seinni hálfleikinn af þvílikum krafti FH átti fá svör við pressunni sem Þróttur kom með. Morgan Goff skoraði eitt af mörkum leiktíðarinnar þegar hún fékk boltann rétt fyrir utan teig hægra megin þar sem hún snýr hann í samskeytinn og inn magnað mark óhætt að segja að Telma hafi ekki átt möguleika á að verja þetta. Þróttur jafnaði svo metin skömmu seinna þegar hornspyrna Andreu Rutar ratar á kollinn á Mary Alice sem kemur leiknum í 2-2. Þróttarar héldu síðan áfram að setja pressu á FH. Stephanie Ribeiro kom með góða sendingu inn fyrir vörn FH á Ólöfu Sigríði sem fékk Telmu Ívarsdóttur markmann FH beint á sig hún kemst framhjá henni en virtist bregða aðeins við að sjá opið mark þar sem hún reyndi strax skot í staðinn fyrir að fara lengra og endaði skot hennar hátt yfir markið. Afhverju endaði leikurinn jafntefli? Bæði lið voru frábær í sitthvorum hálfleiknum FH voru mun betri fyrstu 45 mínúturnar sem skilaði þeim tveimur mörkum. Seinni hálfleikur Þróttar var frábær þær pressuðu FH mjög hátt og héldu boltanum vel innan liðs og voru með öll völd á vellinum fram að rúmlega 80 mínútu. Þær skoruðu tvö mörk sem hefðu getað verið fleiri ef ekki væri fyrir Telmu Ívarsdóttur í marki FH. Hverjar stóðu upp úr? Þó Telma Ívarsdóttir hafi fengið á sig tvö mörk átti hún mjög góðan leik. Hún varði oft á tíðum frábærlega og ofan á það var hún alveg óhrædd við að vaða út í alla bolta sem gerði það að verkum að Þróttur skoraði ekki fleiri mörk. Andrea Mist Pálsdóttir var með frábærar hornspyrnur allan leikinn sem FH fékk alltaf gott færi úr og skoraði hún sjálf beint úr hornspyrnu líkt og hún gerði í fyrri leik þessara liða. Morgan Goff átti góðan leik í liði Þróttar og kórónaði hún sinn leik með eitt af mörkum sumarsins þegar hún setti boltann í samskeytin og í markið. Hvað gekk illa? Friðrika Arnarsdóttir átti sem fyrr í stökustu vandræðum með hornspyrnur FH það skapaðist alltaf dauðafæri þegar það kom hornspyrna þar sem hún fékk boltann oft á tíðum yfir sig. Spilamennska FH varð eftir inn í klefa í hálfleik því það virtist koma allt annað lið á völlinn í seinni hálfleik pressa Þróttara gerði það að verkum að þær komst varla yfir miðju fyrsta korter leiksins. Mary Alice brenndi af víti í fyrri hálfleik, víti hennar var mjög slakt og fór vel framhjá markinu. Hvað er framundan? Nú er landsleikjahlé á næsta leyti og því verður gert hlé á deildinni. Bæði lið eiga aðeins eftir að spila fjóra leiki það sem eftir er af móti. Þróttarar fara á Jáverk völlinn og mæta þar Selfossi klukkan 14:00 laugardaginn 26 september. Næsti leikur FH er heimaleikur á móti Þór/KA klukkan 15:00 laugardaginn 26 september. Guðni Eiríksson: Fjórði leikurinn á tíu dögum eðlilega eru stelpurnar búnar á því „Þetta var leikur tveggja hálfleika, það er alltaf gaman að spila á móti Þrótti því það eru alltaf hörku leikir þar sem annað liðið vinnur með einu marki eða leikurinn endar með jafntefli,” sagði Guðni. Þegar liðin mættust síðast í deildinni á heimavelli FH skoraði Andrea Mist beint úr hornspyrnu líkt og hún gerði í kvöld. „Við töluðum um það fyrir leik að koma boltanum inn á markmaninn og setja hana undir pressu, þó planið hafi ekki verið að skora beint úr horni,” sagði Guðni og hrósaði Andreu fyrir frábærar spyrnur. „Það er auðvelt að útskýra hvað gekk illa í seinni hálfleik við vorum að spila 4 leikinn á 10 dögum sem var einum meira en þær og sást langar leiðir að þær voru þreyttar því við spilum mikið á sömu leikmönnunum sem voru alveg búnar á því,” sagði Guðni og bætti hann við að það er ekkert grín að spila undir svona álagi. Landsleikjahlé er á næsta leyti sem Guðni tekur fagnandi eftir þessa miklu leikjatörn sem FH liðið hefur verið í og var hann mjög ánægður með stigin sem liðið safnaði í þeirri leikjahríð. Nik Anthony Chamberlain: Erum að gera alltof mörg jafntefli „Einsog við mátti búast var þetta rosalegur leikur, FH skoraði tvö mörk úr hornspyrnu og fyrir utan það áttum við leikinn þar sem við fengum fullt af færum og klikkuðum á víti,” sagði Nik sem var ánægður með karakter liðsins að jafna leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. „Við komum inn í leikinn með annað kerfi það gerði mögulega mínum stelpum erfitt fyrir, við fundum ekki svæðin sem við töluðum um að koma boltanum í og það var einsog við þurftum að lenda tveimur mörkum undir til að vakna og spila okkar leik.” Seinni hálfleikur liðsins var frábær hjá Þrótti þær komu ofarlega á völlinn sem gerði FH erfitt fyrir. „Þær komu inn á völlinn og sýndu hvað þær geta liðið kom inn í leikinn og bjuggu til fullt af færum sem og vörðust mjög vel,” sagði Nik Nik var ánægður með markið hennar Morgan Goff hann hélt að boltinn væri á leið framhjá en hann endaði í stönginni og inn. Honum fannst þetta ekki vera tvö töpuð stig í fallbarráttunni sem liðið er í og sérstaklega þar sem liðið var lent 2-0 undir.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti