Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun Stefán Árni Pálsson skrifar 15. september 2020 12:30 Steindi fór um víðan völl í samtali við Sölva. Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Steinþór Hróar Steinþórsson, eða Steindi Jr, er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Steindi, sem er löngu orðinn landsþekktur fyrir grín, söng og margt fleira, segir meðal annars í viðtalinu frá tímabilinu þegar hann lék í Undir Trénu. „Þetta var drulluerfitt, en ógeðslega gaman og ég væri mjög mikið til í að fá að gera þetta aftur. En þetta var líka bara erfiður tími hjá mér. Ég var nýbúinn að eignast barn og var aldrei heima. Það er ógeðslega erfitt af því að manni líður eins og maður sé svo lélegur pabbi. Og ég var akkúrat líka að leika mann í myndinni sem fékk ekki að hitta dóttur sína, á sama tíma og ég sá eiginlega aldrei dóttur mína af því að hún var sofandi þegar ég fór út á morgnana og sofnuð þegar ég kom heim á kvöldin,“ segir Steindi og heldur áfram. Klippa: Steindi endaði upp á spítala með nikótíneitrun „Þetta var bara svolítið þungt allt, af því að ég var líka svo efins um hvort ég væri að gera þetta nógu vel. Ég hef tilhneigingu til að efast um mig og það hrjáir mig stundum. Þetta var líka bara reynsluleysi. Ég kunni ekki að sleppa dögunum þegar þeir voru búnir. Ef Siggi Sigurjóns til dæmis er að leika eitthvað hlutverk, einn af okkar bestu leikurum, þá mætir hann bara á sett, leikur það, fer svo út í bíl og hreinsar það. En ég kunni það ekkert og fékk þetta svolítið á heilann. En mig langar samt mikið að gera þetta aftur af því að þetta var rosalega gaman líka.“ Steindi segir í viðtalinu við Sölva líka frá því hve sólginn hann hefur verið í nikótín á löngum köflum, sem einu sinni endaði með ósköpum. Gerist ekki á hverjum degi „Áður en Vape-ið kom hingað til lands, þá kom félagi minn frá Danmörku með Vape penna til Íslands og sagði við mig að ég mætti reykja þetta alls staðar. Ég var ógeðslega peppaður og fékk að eiga pennann og var með vökva sem voru ógeðslega sterkir, þetta var alveg grjóthart. Ég reykti alls staðar, ég reykti í bíó, heima, í bílnum, ég var alltaf með pennann og að reykja sígarettur líka ofan á þetta. Síðan eftir einhverja þrjá daga, þá fékk ég ógeðslega háan hita og varð grár í framan. Ég var eins og nafnspjald í framan. Ég er ekki að djóka Sölvi, það lak úr mér og það kom í ljós að ég var kominn með nikótín-eitrun. Ég reykti mig í nikótíneitrun. Liðið þarna upp frá [á spítalanum] heyrir ekkert um svona lagað á hverjum degi. Þetta var agalegt.” Í viðtalinu fara Sölvi og Steindi yfir feril þess síðarnefnda, sem hefur oft verið mjög skrautlegur. „Ég gaf út blað sem hét Lókal. Ég og félagi minn Hilmar Gunnarsson, við ákváðum að gera dagblað fyrir unga fólkið í Mosfellsbæ og gáfum allt í allt út tólf tölublöð. En það var nánast ekki stafur í blaðinu sem meikaði sens. Það var fullt af viðtölum í blaðinu, en viðtölin voru aldrei tekin. Það var bara tekin mynd af fólki, bara mynd af einhverjum Mosfellingi, jafnvel bara opnuviðtal, sem viðkomandi tók aldrei þátt í. Það voru bara spurningar og svör og allur pakkinn án þess að umfjöllunarefnið hefði tekið neinn þátt. Mannskapurinn tók misvel í þetta. Þetta var stundum vesen og það var ekki heil brú í þessu blaði. En við gerðum þetta í eitt ár og þetta var rosalega gaman.” Í viðtalinu ræða Steindi og Sölvi um stórmerkilegan feril Steinda, mikilvægi þess að hafa ástríðu fyrir hlutunum, leikstjóradraumana og margt margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp