Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að skortur sé á hundum á Íslandi. Framboðið er miklu minna en eftirspurn. Miklu fleiri vilja nú taka að sér hund en framboð annar. Sem er athyglisvert og segir talsverða sögu um þjóðfélagsástandið. Herdís segir að þetta hafi líka sýnt sig í kjölfar hrunsins. Eftirspurn eftir hundum segir sitt um þjóðfélagsástandi „Þetta er ekkert nýtt í sjálfu sér. Við höfum enga rannsókn sem staðfestir þessa fullyrðingu en við finnum fyrir miklum áhuga. Miklu fleiri sem hringja niður á félag, miklu fleiri sem hafa samband við ræktendur okkar, og eru að óska eftir hundi. Þetta sama gerðist í hruninu. Við teljum að það séu merki um að fólk sé meira heima og sé að líta sér nær.“ Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Herdís ræddi þessi mál í Bítinu í vikunni en þar sagði hún meðal annars að þetta væri annars eðlis en fara og kaupa sér sófa eða nýja íbúð, þess vegna. Um er að ræða mikla skuldbindingu. Hún segir gott að fólk gefi sér góðan tíma í að vega og meta hvaða hundur hentar hverjum um sig. 353 viðurkenndar hundategundir eru til í heiminum og hver um sig hefur mismunandi eiginleika. Misjafnt er Og misjafnt hvað hentar fólki. Og fólk þarf að geta svarað spurningunni afdráttarlaust: Er hundahald fyrir mig? Mun ég geta sinnt grunnþörfum hundsins í þau ár sem hann kann að lifa? Labrador og Scheaffer algengastir „Hef ég nógu gaman að og nýt þess svo að vera með hundi að ég er til í þessa skuldbindingu? Því þetta er heilmikil skuldbinding; hann þarf að borða, hreyfa sig, sinna hugarleikfimi og svo þarf að vera í híbýlum sem hentar þeim hundi sem maður á. Ef maður passar sig á því að pörun sé góð, milli aðstæðna og tegundar hundsins, eru meiri líkur á að þetta lukkist. Hundurinn verður partur af heimilinu,“ segir Herdís. Og að fólk verði að er heiðarlegt. „Hvernig lífi lifi ég. Ekki segja, á morgun ætla ég að fara á fjöll. Heldur fá sér hund sem hentar því lífi sem þú raunverulega lifir.“ Ræktendur HRFÍ í fyrra eru hjónin Sigurgeir Jónsson og Auður Valgeirsdóttir ásamt dóttur þeirra Auði Sif Sigurgeirsdóttur. Hér eru þau með hunda sína, Tíbráar Tinda-ræktunin.Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir Það þarf sem sagt að vanda valið. Algengasta hundategundin á Íslandi eru Labrador-hundar. Þá eru þýsku fjárhundarnir og íslenski fjárhundurinn vinsælir. Allt eru þetta til dæmis vinnuhundar sem þurfa mikla hreyfingu. Vísir fór á stúfana, skoðaði til dæmis Facebook-hópinn „Hvolpar til sölu“ og þar er mikið um að fólk sé að auglýsa eftir hundum. Talsvert minna er um að þar sé verið að auglýsa hvolpa til sölu. Og þeir hundræktendur sem Vísir hefur sett sig í samband við segja þetta rétt. Tekur út væntanlega kaupendur Auður Valgeirsdóttir er með Tíbráar Tinda-ræktun, hún ræktar tegundina Tíbet spaniel og var hún ræktandi ársins hjá HRFÍ í fyrra ásamt eiginmanni sínum Sigurgeir Jónssyni og Auði Sif, dóttur þeirra. Vísir spurði Auði hvort það sé svo að slegist sé um hvolpana? Tíbráar Tinda-ræktun. Þessir hvolpar eru rúmlega sex vikna. Og ekki vantar að fólk vilji taka þá að sér.Helga Kolbeinsdóttir „Já, það er mikil eftirspurn. Sko, það er ekkert málið að selja hunda en það er meira mál að finna réttu heimilin. Það er ekkert fyrstur kemur fyrstur fær. Maður þarf að vanda valið.“ Þú skoðar sem sagt væntanlega kaupendur vandlega? „Ó já, ég tek út kaupendurna. Maður er búin að vera með hvolpana milli handanna, frá fæðingu og ekki auðvelt að láta þá frá sér. Þá er að finna rétta fólkið. Fólk sem er tilbúið í þessa skuldbindingu, því þetta er 10 til 15 ára skuldbinding.“ Meira en segja það að fá sér hvolp Auður segir að það mikil sé eftirspurn eftir hvolpum núna og hún viti ekki hvort það sé vegna kórónuveirunnar eða einhvers annars. En ljóst sé að fólk er ekki mikið að fara til útlanda og líta nú sér nær. En það er meira en segja það að taka að sér hvolp. „Fólk sér kannski lítinn krúttlegan hvolp, og finnst það sætt en svo verður þessi hvolpur stærri og það þarf að fara með hann í allskyns þjálfun og eigandinn líka; hann þarf að læra ekkert síður en hundurinn.“ Auður er með tvö got núna á sínu ræktunarnafni, alls sjö hvolpa. Þeir eru nú að verða átta vikna en Auður lætur þá ekki frá sér fyrr en í fyrsta lagi tíu vikna. Skuldbinding til fjölda ára Þorsteinn Thorsteinson er reyndur og fróður ræktandi. Hann hefur einkum fengist við að rækta íslenska fjárhundinn. Hann segir mikla eftirspurn núna. Farið sé að bera á því nú sem áður var fátítt að fólk sé farið að hringja sérstaklega og spyrja hvort hvolpar séu á leiðinni. Þorsteinn með hunda sína. Íslenska fjárhundinn en hann á einnig hunda að tegundinni Saluki, sem er eitt elsta hundakyn í heimi, glæsilegir mjóhundar sem þó henta ekki öllum. Þorsteinn segir mikla eftirspurn nú eftir hundum. En að mörgu er að hyggja þegar fólk tekur að sér hund.Þorsteinn Thorsteinson „Maður þarf bara að velja úr. Þetta er svo stór ákvörðun, mikilvægt að fólk átti sig á því. Mikilvægt er að ræktendur tali við fólk og passi hvert þetta hundarnir eru að fara og fólk sé búið að hugsa málið til enda. Hvolpur getur ekki verið einn allan daginn. Sérstaklega fyrsta árið, allur sá tími sem fer í hvolpinn er til framtíðar, gefur tóninn. Skuldbinding til næstu 10 til 15 ára,“ segir Þorsteinn sem, eins og allir þeir sem fást við hunda að jafnaði, hamrar á því að það að taka að sér hund verði að vita að hverju er verið að ganga. Hundar séu ólíkir milli tegunda og meira að segja geti hundar úr sama goti verið ólíkir. Og það verði að gæta vel að því að hundar passi við það heimili sem þeir eru að flytja á. Ábyrgð ræktenda er mikil Þorsteinn kemur einnig inn á ábyrgð ræktenda, þeirra sem eru að reyna að halda við og varðveita sérstök hundakyn. Hann segir gaman að fólk skuli sýna þessu áhuga. En hvað veldur þessum hundaskorti nú? „Kannski að fólk sé farið að ferðast minna og farið að hugsa sér nær?“ En, eru ræktendur ekki nógu duglegir – að anna eftirspurn? „Ekki er sama hundaræktun og framleiða hvolpa. Flestir ræktendur eru kannski með got einu sinni á ári og jafnvel sjaldnar. Ég er að reyna að hugsa til framtíðar. Ég held yfirleitt alltaf hvolpi úr hverju goti. Ég gæti verið með hvolpa oftar. En maður er ekki að rækta frá tíkunum endalaust.“ Hvolpar að hinu íslenska fjárhundakyni. Að sögn Þorsteins er íslenski fjárhundurinn ekki dýrasta tegundin en hann hefur heyrt að verð á hvolpum geti farið vel yfir hálfa milljón króna.Þorsteinn Thorsteinson Þorsteinn heldur sex íslenska fjárhunda, allt tíkur sem eru á aldrinum níu mánaða upp í 13 ára. Tvær þeirra hafa aðeins einu sinni gotið. „Tæknilega má hver tík eignast hvolpa fimm sinnum um ævina, en það er óþarfi. Þetta er álag á tíkina.“ Hvolpar geta kostað vel yfir hálfa milljón Þorsteinn segir að erfðafræðilega sé betra sé að fleiri hundar séu með færri got en að ein tík gjóti oft. Erfðabreytileikinn skiptir máli. „Flestir eru með hundana sína inni á heimili og ég myndi aldrei fá mér hund sem væri ekki alinn upp inni á heimili. Þetta er áhugamálið og verður að vera skemmtilegt. Ef markmið ræktanda er að ná sér í pening ætti hann að snúa sér að öðru,“ segir Þorsteinn. Spurður um verð á hvolpi og hvort eftirspurnin ýti því ekki upp segist hann hafa heyrt um 200 til 250 þúsund krónur fyrir íslenska fjárhundinn, en Þorsteinn telur að sú tegund sé með þeim ódýrari. „Maður er að heyra sögur um mjög hátt verð, í öðrum sjaldgæfari tegundum, en það segi ég án ábyrgðar. Ég hef heyrt tölur sem eru vel yfir hálfa milljón.“ Dýr Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttaskýringar Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent
Herdís Hallmarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, segir að skortur sé á hundum á Íslandi. Framboðið er miklu minna en eftirspurn. Miklu fleiri vilja nú taka að sér hund en framboð annar. Sem er athyglisvert og segir talsverða sögu um þjóðfélagsástandið. Herdís segir að þetta hafi líka sýnt sig í kjölfar hrunsins. Eftirspurn eftir hundum segir sitt um þjóðfélagsástandi „Þetta er ekkert nýtt í sjálfu sér. Við höfum enga rannsókn sem staðfestir þessa fullyrðingu en við finnum fyrir miklum áhuga. Miklu fleiri sem hringja niður á félag, miklu fleiri sem hafa samband við ræktendur okkar, og eru að óska eftir hundi. Þetta sama gerðist í hruninu. Við teljum að það séu merki um að fólk sé meira heima og sé að líta sér nær.“ Herdís Hallmarsdóttir, formaður HRFÍ. Herdís ræddi þessi mál í Bítinu í vikunni en þar sagði hún meðal annars að þetta væri annars eðlis en fara og kaupa sér sófa eða nýja íbúð, þess vegna. Um er að ræða mikla skuldbindingu. Hún segir gott að fólk gefi sér góðan tíma í að vega og meta hvaða hundur hentar hverjum um sig. 353 viðurkenndar hundategundir eru til í heiminum og hver um sig hefur mismunandi eiginleika. Misjafnt er Og misjafnt hvað hentar fólki. Og fólk þarf að geta svarað spurningunni afdráttarlaust: Er hundahald fyrir mig? Mun ég geta sinnt grunnþörfum hundsins í þau ár sem hann kann að lifa? Labrador og Scheaffer algengastir „Hef ég nógu gaman að og nýt þess svo að vera með hundi að ég er til í þessa skuldbindingu? Því þetta er heilmikil skuldbinding; hann þarf að borða, hreyfa sig, sinna hugarleikfimi og svo þarf að vera í híbýlum sem hentar þeim hundi sem maður á. Ef maður passar sig á því að pörun sé góð, milli aðstæðna og tegundar hundsins, eru meiri líkur á að þetta lukkist. Hundurinn verður partur af heimilinu,“ segir Herdís. Og að fólk verði að er heiðarlegt. „Hvernig lífi lifi ég. Ekki segja, á morgun ætla ég að fara á fjöll. Heldur fá sér hund sem hentar því lífi sem þú raunverulega lifir.“ Ræktendur HRFÍ í fyrra eru hjónin Sigurgeir Jónsson og Auður Valgeirsdóttir ásamt dóttur þeirra Auði Sif Sigurgeirsdóttur. Hér eru þau með hunda sína, Tíbráar Tinda-ræktunin.Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir Það þarf sem sagt að vanda valið. Algengasta hundategundin á Íslandi eru Labrador-hundar. Þá eru þýsku fjárhundarnir og íslenski fjárhundurinn vinsælir. Allt eru þetta til dæmis vinnuhundar sem þurfa mikla hreyfingu. Vísir fór á stúfana, skoðaði til dæmis Facebook-hópinn „Hvolpar til sölu“ og þar er mikið um að fólk sé að auglýsa eftir hundum. Talsvert minna er um að þar sé verið að auglýsa hvolpa til sölu. Og þeir hundræktendur sem Vísir hefur sett sig í samband við segja þetta rétt. Tekur út væntanlega kaupendur Auður Valgeirsdóttir er með Tíbráar Tinda-ræktun, hún ræktar tegundina Tíbet spaniel og var hún ræktandi ársins hjá HRFÍ í fyrra ásamt eiginmanni sínum Sigurgeir Jónssyni og Auði Sif, dóttur þeirra. Vísir spurði Auði hvort það sé svo að slegist sé um hvolpana? Tíbráar Tinda-ræktun. Þessir hvolpar eru rúmlega sex vikna. Og ekki vantar að fólk vilji taka þá að sér.Helga Kolbeinsdóttir „Já, það er mikil eftirspurn. Sko, það er ekkert málið að selja hunda en það er meira mál að finna réttu heimilin. Það er ekkert fyrstur kemur fyrstur fær. Maður þarf að vanda valið.“ Þú skoðar sem sagt væntanlega kaupendur vandlega? „Ó já, ég tek út kaupendurna. Maður er búin að vera með hvolpana milli handanna, frá fæðingu og ekki auðvelt að láta þá frá sér. Þá er að finna rétta fólkið. Fólk sem er tilbúið í þessa skuldbindingu, því þetta er 10 til 15 ára skuldbinding.“ Meira en segja það að fá sér hvolp Auður segir að það mikil sé eftirspurn eftir hvolpum núna og hún viti ekki hvort það sé vegna kórónuveirunnar eða einhvers annars. En ljóst sé að fólk er ekki mikið að fara til útlanda og líta nú sér nær. En það er meira en segja það að taka að sér hvolp. „Fólk sér kannski lítinn krúttlegan hvolp, og finnst það sætt en svo verður þessi hvolpur stærri og það þarf að fara með hann í allskyns þjálfun og eigandinn líka; hann þarf að læra ekkert síður en hundurinn.“ Auður er með tvö got núna á sínu ræktunarnafni, alls sjö hvolpa. Þeir eru nú að verða átta vikna en Auður lætur þá ekki frá sér fyrr en í fyrsta lagi tíu vikna. Skuldbinding til fjölda ára Þorsteinn Thorsteinson er reyndur og fróður ræktandi. Hann hefur einkum fengist við að rækta íslenska fjárhundinn. Hann segir mikla eftirspurn núna. Farið sé að bera á því nú sem áður var fátítt að fólk sé farið að hringja sérstaklega og spyrja hvort hvolpar séu á leiðinni. Þorsteinn með hunda sína. Íslenska fjárhundinn en hann á einnig hunda að tegundinni Saluki, sem er eitt elsta hundakyn í heimi, glæsilegir mjóhundar sem þó henta ekki öllum. Þorsteinn segir mikla eftirspurn nú eftir hundum. En að mörgu er að hyggja þegar fólk tekur að sér hund.Þorsteinn Thorsteinson „Maður þarf bara að velja úr. Þetta er svo stór ákvörðun, mikilvægt að fólk átti sig á því. Mikilvægt er að ræktendur tali við fólk og passi hvert þetta hundarnir eru að fara og fólk sé búið að hugsa málið til enda. Hvolpur getur ekki verið einn allan daginn. Sérstaklega fyrsta árið, allur sá tími sem fer í hvolpinn er til framtíðar, gefur tóninn. Skuldbinding til næstu 10 til 15 ára,“ segir Þorsteinn sem, eins og allir þeir sem fást við hunda að jafnaði, hamrar á því að það að taka að sér hund verði að vita að hverju er verið að ganga. Hundar séu ólíkir milli tegunda og meira að segja geti hundar úr sama goti verið ólíkir. Og það verði að gæta vel að því að hundar passi við það heimili sem þeir eru að flytja á. Ábyrgð ræktenda er mikil Þorsteinn kemur einnig inn á ábyrgð ræktenda, þeirra sem eru að reyna að halda við og varðveita sérstök hundakyn. Hann segir gaman að fólk skuli sýna þessu áhuga. En hvað veldur þessum hundaskorti nú? „Kannski að fólk sé farið að ferðast minna og farið að hugsa sér nær?“ En, eru ræktendur ekki nógu duglegir – að anna eftirspurn? „Ekki er sama hundaræktun og framleiða hvolpa. Flestir ræktendur eru kannski með got einu sinni á ári og jafnvel sjaldnar. Ég er að reyna að hugsa til framtíðar. Ég held yfirleitt alltaf hvolpi úr hverju goti. Ég gæti verið með hvolpa oftar. En maður er ekki að rækta frá tíkunum endalaust.“ Hvolpar að hinu íslenska fjárhundakyni. Að sögn Þorsteins er íslenski fjárhundurinn ekki dýrasta tegundin en hann hefur heyrt að verð á hvolpum geti farið vel yfir hálfa milljón króna.Þorsteinn Thorsteinson Þorsteinn heldur sex íslenska fjárhunda, allt tíkur sem eru á aldrinum níu mánaða upp í 13 ára. Tvær þeirra hafa aðeins einu sinni gotið. „Tæknilega má hver tík eignast hvolpa fimm sinnum um ævina, en það er óþarfi. Þetta er álag á tíkina.“ Hvolpar geta kostað vel yfir hálfa milljón Þorsteinn segir að erfðafræðilega sé betra sé að fleiri hundar séu með færri got en að ein tík gjóti oft. Erfðabreytileikinn skiptir máli. „Flestir eru með hundana sína inni á heimili og ég myndi aldrei fá mér hund sem væri ekki alinn upp inni á heimili. Þetta er áhugamálið og verður að vera skemmtilegt. Ef markmið ræktanda er að ná sér í pening ætti hann að snúa sér að öðru,“ segir Þorsteinn. Spurður um verð á hvolpi og hvort eftirspurnin ýti því ekki upp segist hann hafa heyrt um 200 til 250 þúsund krónur fyrir íslenska fjárhundinn, en Þorsteinn telur að sú tegund sé með þeim ódýrari. „Maður er að heyra sögur um mjög hátt verð, í öðrum sjaldgæfari tegundum, en það segi ég án ábyrgðar. Ég hef heyrt tölur sem eru vel yfir hálfa milljón.“