Jóhannes Karl: Virkilega svekktur með frammistöðu dómarans í leiknum Atli Arason skrifar 17. september 2020 21:30 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA og Egill Arnar Sigurþórsson dómari. Egill dæmdi þó ekki leikinn í kvöld. Vísir/Daníel Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var allt annað en sáttur í viðtali eftir 4-2 tap Skagamanna gegn toppliði Vals í Pepsi Max deild karla í kvöld. Skagamenn vildu fá vítaspyrnu í stöðunni 3-2 fyrir Val og varð allt brjálað er dómari leiksins ákvað að láta leikinn halda áfram frekar en að dæma hendi á Rasmus Christiansen innan vítateigs. „Mikið svekkelsi. Ég er gífurlega svekktur með það hvernig við færum Valsmönnum tvö mörk á silfurfati. Ég er virkilega svektur með frammistöðu dómarans í leiknum. Við áttum að fá víti hérna í restina, þriðja mark Vals er rangstaða. Það virtist vera að dómarinn hafði engan vilja til að dæma þetta víti eða hlusta á aðstoðardómarann sem að klárlega kallaði að þetta væri víti. Hann kallaði það meira en einu sinni og meira en tvisvar sinnum. Aðstoðardómarinn sem var í fínni stöðu til að sjá þetta vildi dæma víti en ekki dómarinn. Þó að fyrri hálfleikurinn hafi verið slakur hjá okkur þá er ég svekktur að fá ekkert út úr þessum leik því mér fannst við eiga það skilið miðað við það sem við lögðum á okkur,“ sagði Jóhannes Karl Valsliðið er á rosa siglingu þessa dagana og var þetta áttundi sigur liðsins í röð í deildinni. Það er hins vegar rosa erfitt að stöðva Val þegar andstæðingur þeirra gefur þeim fótboltamörk. Jóhannes var spurður nánar út í mörkin sem Valur skoraði í fyrri hálfleik. „Þetta er náttúrulega bara slys. Við höfum verið að reyna að vinna í því að loka fyrir markið okkar. Við höfum verið að reyna að vera þéttari í varnarleiknum sem við gerðum að lang stæstu leyti í fyrri hálfleik. Það er markspyrna frá Hannesi sem við misreiknum svo er þetta bara slys þegar Árni spyrnir boltanum í sinn eigin leikmann, þetta getur skeð og þetta er ógeðslega sárt. Eftirleikurinn fyrir Valsara í fyrri hálfleik eftir að fá tvö mörk gefins á silfufati var auðveldur en seinni hálfleikurinn var erfiður fyrir þá og ég er ánægður með það,“ sagði Jóhannes Karl um fyrstu tvö mörk leiksins. Tryggvi Hrafn Haraldsson hefur verið mikið orðaður við önnur félög í sumar og Jóhannes Karl slapp ekki úr viðtali án þess að verða spurður út í stöðu mála hjá honum. Aðspurður sagði Jói: „Tryggvi er samningsbundinn okkur út þetta tímabil. Hann er leikmaður okkar og hann var í gulu treyjunni í dag og það er bara staðan.“ Ef ÍA ætlar ekki að sogast niður í fallsvæðið þá verða þeir að forðast ósigur í næsta leik gegn Gróttu. Jóhannes biður sína menn að gleyma þessum leik. „Við sýndum hörku karakter í seinni hálfleiknum og ég er svekktur að fá ekki neitt út úr leiknum. Við þurfum samt að skilja við þennan leik núnna því hann er búin, því miður. Þó svo að dómarinn hafi ekki haft kjark til að dæma þetta víti þá þurfum við gleyma þessu því Grótta er næsti leikur og þar ætlum við að sækja 3 stig,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Enski boltinn Gísli stórkostlegur í toppslagnum Handbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira