Íslenski boltinn

Óskar Örn: Mikill höfðingi sem ég er að taka fram úr og ég er mjög stoltur af því

Árni Jóhannsson skrifar
Óskar Örn Hauksson er fyrirliði KR-inga.
Óskar Örn Hauksson er fyrirliði KR-inga. VÍSIR/BÁRA

Leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar, Óskar Örn Hauksson, var mjög ánægður með dagsverk sinna manna þegar KR bar vann Breiðablik á Kópavogsvelli fyrr í kvöld 0-2.

Ánægjan stafaði mikið til af þeirri staðreynd að KR voru fáliðaðir út af sóttvarnarástæðum og þjappaði hópurinn sér vel saman til að ná í stigin þrjú.

„Við vorum með fín tök á þessum leik. Við stjórnuðum honum heilt yfir var þetta flottur leikur. Þeir sem voru eftir og voru til taks þjöppuðu sér saman og við töluðum um það fyrir leikinn að við þyrftum að gera það. Ég skil ekki alveg þessar sóttvarnarreglur og það allt en við bara rétt náðum í lið og það var nóg í dag“.

Óskar Örn var því næst spurður út í tilfinningar sínar eftir leik þar sem hann fór á topp listans yfir leikjahæstu menn í sögu efstu deildar. Óskar hefur nú spilað 322 leik en hann tók fram úr Birki Kristinnssyni markverði sem spilaði 321.

„Eins og ég hef sagt áður þá er þetta eitthvað sem maður horfir í þegar maður er hættur. Ég á vonandi eftir að spila fullt af leikjum. Mikill höfðingi sem ég er að taka fram úr og ég er mjög stoltur af því“.

Óskar var með nokkra mun yngri menn með sér í hóp í dag en hann mun örugglega geta miðlað reynslu sinni til þeirra enda gert allt í íslenskum bolta.

„Jú það er rétt. Maður hefur upplifað ansi margt í þessu það er ekki spurning“, sagði Óskar hógværðin uppmáluð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×