Fiskikóngurinn sár eftir fyrirvaralausa SMS-uppsögn starfsmanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2020 14:46 Kristján Berg Ásgeirsson, oftast kenndur við Fiskikónginn. Skjáskot Kristján Berg Ásgeirsson, oftast kenndur við fiskverslun sína Fiskikónginn, kveðst hafa setið eftir með sárt ennið þegar tveir starfsmenn verslunarinnar sögðu fyrirvaralaust upp störfum í gegnum SMS-skilaboð um helgina. Hann segir rétt atvinnurekenda óljósan í þessari stöðu og vonast til þess að opna „viðkvæma umræðu“ með því að fjalla um málið. Kristján greindi fyrst frá málinu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann frá því að tveir starfsmenn Fiskikóngsins hefðu sagt upp störfum fyrirvaralaust um helgina og, að sögn Kristjáns, þegar hafið störf annars staðar. Þeir hefðu þannig ekki virt ákvæði um uppsagnarfrest í samningi. „Starfsmenn vilja alltaf fá uppsagnarfrestinn greiddan ef þeim er vikið úr starfi en mörgum starfsmönnum finnst allt í lagi að LABBA út af vinnustað þegar þeim dettur í hug og það á ekki að vera neinn eftirmáli af því,“ skrifaði Kristján. Hann kvað rétt atvinnurekanda í þessari stöðu óljósan. „Mér finnst bara að allir verða að virða og standa við gerða samninga.“ Færslu Kristjáns má sjá hér að neðan. Kristján ræddi málið frekar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ríka áherslu lagða á það að fara eftir öllum lögum og reglum þegar atvinnurekandi þarf að segja starfsmanni upp. Annað væri oft uppi á teningnum þegar þessu væri öfugt farið. „En síðan eru einstaka starfsmenn sem haga sér illa að mínu mati og traðka á okkur atvinnurekendum og öðru starfsfólki sem vinnur með þeim. Í þessu tilfelli voru tveir starfsmenn sem hættu hjá mér og senda mér SMS um að þeir séu hættir að vinna. Mér finnst það svolítið kjánalegt og lágkúrulegt. Fólk sem er búið að vinna hjá mér í þrjú, fjögur ár. Sendir mér SMS með uppsögn og ætlar ekkert að mæta aftur í vinnu. Það er svolítið barnalegt. Neitar að vinna uppsagnarfrestinn, vill bara hætta strax og er komið í vinnu annars staðar,“ sagði Kristján. Segir altalað að fólk hlaupi frá starfi Þá kvaðst hann hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem umræddir starfsmenn réðu sig til. Þar hafi svörin verið á þá leið að ekkert væri hægt að gera. Kristján setur spurningamerki við þær málalyktir. „Ég sagði: bíddu hvernig getur það verið. Þær [starfsmennirnir] voru með samning við mig og þær eiga eftir að klára samninginn og ganga frá lausum endum. Hvernig getur fyrirtæki gert samning við starfsmann sem er með samning nú þegar?“ sagði Kristján. „Ég hef rekið fyrirtæki í þrjátíu ár og þetta er alveg altalað, að fólk hlaupi frá starfi og er komið með vinnu annars staðar daginn eftir eða sama dag jafnvel. Og það vita allir en það þorir enginn að tala um þetta. En nú held ég að ég sé að brjóta ísinn á svona viðkvæma umræðu.“ Langar ekki í málarekstur Lengd uppsagnarfrests er ýmist ákveðin í lögum, kjarasamningum eða ráðningarsamningi. Fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins að fari starfsmaður úr starfi án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest sinn, og án samþykkis vinnuveitanda, hafi hann gerst sekur um brotthlaup úr starfi. Starfsmaðurinn geti þannig verið bótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum. Vinnuveitanda sé þannig heimilt að halda eftir launum, orlofi og uppbótum upp í bótakröfu sína. Ekki er þó vitað hvort þetta eigi við í tilviki starfsmanna Fiskikóngsins. Kristján kvaðst aldrei hafa lent í viðlíka áður. Hann þekkti því illa rétt sinn í þessari stöðu. „En þetta eru kannski aðstæður sem maður vill ekki standa í, að þurfa að fara í mál við fyrrverandi starfsmann sem hefur unnið góð störf og á gott samband við. Að þurfa að fara í málarekstur um að fara að borga mér pening fyrir að hætta,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján í Bítinu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Kristján Berg Ásgeirsson, oftast kenndur við fiskverslun sína Fiskikónginn, kveðst hafa setið eftir með sárt ennið þegar tveir starfsmenn verslunarinnar sögðu fyrirvaralaust upp störfum í gegnum SMS-skilaboð um helgina. Hann segir rétt atvinnurekenda óljósan í þessari stöðu og vonast til þess að opna „viðkvæma umræðu“ með því að fjalla um málið. Kristján greindi fyrst frá málinu í pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í gær. Þar sagði hann frá því að tveir starfsmenn Fiskikóngsins hefðu sagt upp störfum fyrirvaralaust um helgina og, að sögn Kristjáns, þegar hafið störf annars staðar. Þeir hefðu þannig ekki virt ákvæði um uppsagnarfrest í samningi. „Starfsmenn vilja alltaf fá uppsagnarfrestinn greiddan ef þeim er vikið úr starfi en mörgum starfsmönnum finnst allt í lagi að LABBA út af vinnustað þegar þeim dettur í hug og það á ekki að vera neinn eftirmáli af því,“ skrifaði Kristján. Hann kvað rétt atvinnurekanda í þessari stöðu óljósan. „Mér finnst bara að allir verða að virða og standa við gerða samninga.“ Færslu Kristjáns má sjá hér að neðan. Kristján ræddi málið frekar í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði ríka áherslu lagða á það að fara eftir öllum lögum og reglum þegar atvinnurekandi þarf að segja starfsmanni upp. Annað væri oft uppi á teningnum þegar þessu væri öfugt farið. „En síðan eru einstaka starfsmenn sem haga sér illa að mínu mati og traðka á okkur atvinnurekendum og öðru starfsfólki sem vinnur með þeim. Í þessu tilfelli voru tveir starfsmenn sem hættu hjá mér og senda mér SMS um að þeir séu hættir að vinna. Mér finnst það svolítið kjánalegt og lágkúrulegt. Fólk sem er búið að vinna hjá mér í þrjú, fjögur ár. Sendir mér SMS með uppsögn og ætlar ekkert að mæta aftur í vinnu. Það er svolítið barnalegt. Neitar að vinna uppsagnarfrestinn, vill bara hætta strax og er komið í vinnu annars staðar,“ sagði Kristján. Segir altalað að fólk hlaupi frá starfi Þá kvaðst hann hafa sett sig í samband við fyrirtækið sem umræddir starfsmenn réðu sig til. Þar hafi svörin verið á þá leið að ekkert væri hægt að gera. Kristján setur spurningamerki við þær málalyktir. „Ég sagði: bíddu hvernig getur það verið. Þær [starfsmennirnir] voru með samning við mig og þær eiga eftir að klára samninginn og ganga frá lausum endum. Hvernig getur fyrirtæki gert samning við starfsmann sem er með samning nú þegar?“ sagði Kristján. „Ég hef rekið fyrirtæki í þrjátíu ár og þetta er alveg altalað, að fólk hlaupi frá starfi og er komið með vinnu annars staðar daginn eftir eða sama dag jafnvel. Og það vita allir en það þorir enginn að tala um þetta. En nú held ég að ég sé að brjóta ísinn á svona viðkvæma umræðu.“ Langar ekki í málarekstur Lengd uppsagnarfrests er ýmist ákveðin í lögum, kjarasamningum eða ráðningarsamningi. Fram kemur á vef Samtaka atvinnulífsins að fari starfsmaður úr starfi án þess að virða samningsbundinn uppsagnarfrest sinn, og án samþykkis vinnuveitanda, hafi hann gerst sekur um brotthlaup úr starfi. Starfsmaðurinn geti þannig verið bótaskyldur gagnvart vinnuveitanda sínum. Vinnuveitanda sé þannig heimilt að halda eftir launum, orlofi og uppbótum upp í bótakröfu sína. Ekki er þó vitað hvort þetta eigi við í tilviki starfsmanna Fiskikóngsins. Kristján kvaðst aldrei hafa lent í viðlíka áður. Hann þekkti því illa rétt sinn í þessari stöðu. „En þetta eru kannski aðstæður sem maður vill ekki standa í, að þurfa að fara í mál við fyrrverandi starfsmann sem hefur unnið góð störf og á gott samband við. Að þurfa að fara í málarekstur um að fara að borga mér pening fyrir að hætta,“ sagði Kristján. Viðtalið við Kristján í Bítinu má hlusta á í heild í spilaranum hér fyrir neðan.
Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira