Samþykki er grundvallaratriði Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 26. september 2020 07:01 María Rún Bjarnadóttir segir mikilvægt að ekki sé talað um kynferðisbrot á netinu sem unglingavanda. Mynd: Ásta Kristjáns „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. María Rún kom að gerð nýs frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörsdóttur dómsmálaráðherra varðandi kynferðisbrot á netinu en María hefur einbeitt sé að því síðust ár að skoða vel lagaumhverfi kynferðisbrota á samfélagsmiðlum og internetinu. Faglegur bakgrunnur Maríu er annars vegar í mannréttindum og persónuvernd og hins vegar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Hún hefur verið áberandi síðustu ár í umræðunni um kynferðisbrot á netinu. Hvað varð til þess að þú fórst að einbeita þér sérstaklega að þessum málaflokki? „Ég var að vinna í ráðuneytinu. Um 2013 fór að bera á allskonar fyrirspurnum um vandræðagang við að taka á á stafrænum kynferðisbrotamálum í ráðuneytinu og þá fór ég að skoða þetta sérstaklega. Ég pantaði mér bækur sem voru ekki seldar á Íslandi um lagaumhverfi samfélagsmiðla og internetsins og endaði svo á að taka mér tveggja vikna frí úr vinnu til þess að setja saman rannsóknaráætlun og sótti svo um í doktorsnám sem ég hóf haustið 2015 í Sussex háskóla í Englandi.“ María segir að helsta markmið sitt með rannsókninni hafi verið að tryggja mannréttindavernd á netinu, þar sem bæði tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs séu virt. „Þetta frumvarp sem ég skrifaði er þáttur í því að koma á úrbótum á þessum málum á Íslandi. Reyndar er ég ekki búin með ritgerðina ennþá en ég veit þá allavega hver niðurstaðan í henni verður núna.“ Hversu viðamikil var rannsóknin? „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið. Svo tók ég viðtöl við þónokkra aðila sem starfa hjá hjálparlínum og veita lögfræðiaðstoð fyrir þolendur stafræns kynferðisofbeldis í Englandi og Danmörku til þess að sjá hvernig við getum gert betur í að styðja við þolendur á Íslandi.“ Ekki síst var þetta gert til að skoða hvernig er best hægt að vinna að forvörnum og fræðslu sem ég held að sé mikilvægt. Viðtölin áttu sér stað yfir nokkurra mánaða skeið og suma talaði ég við oftar en einu sinni. „Það hefur líka verið verðmætt að hafa kynnst helstu sérfræðingum heims á þessu sviði, Danielle Citron frá Bandaríkjunum og Clare McGlynn frá Englandi. Þær hafa gefið mér allskonar ráð og ábendingar sem nýttust í þessari vinnu.“ Tók sjálf ekki eftir kynjamisréttinu Aðspurð hvað hafi komið henni mest á óvart þegar hún byrjaði að rannsaka þessi mál á Íslandi, segir hún það helst hafa verið almennt kynjamisrétti og hversu útbreytt það er í samfélaginu. Ég held að það standi uppúr hvað kynjamisrétti leynist víða í samfélaginu og að ég, eins og aðrir, er orðin það vön því að ég tók stundum ekki eftir því nema þegar mér var bent á það. Eru þessi brot sem um ræðir algengari meðal yngri kynslóða eða eru það allar kynslóðir sem upplifa brot að þessu tagi? „Mér finnst svo mikilvægt að það sé ekki talað um þessi brot sem einhverskonar unglingavanda. Fólk á öllum aldri á í nánum samskiptum í gegnum netið og ekki síst núna á þessum sóttvarnatímum sem við lifum. Hluti af vandanum liggur í því að fólk er kannski ágætlega fært í að nota samfélagsmiðla og tækni til samskipta, en þegar það kemur eitthvað uppá eða það þarf að bregðast við einhverju sem hefur gerst erum við mörg ekki alveg nógu klár.“ Mynd: Ásta Kristjáns Ágætir notendur en ekki góðir neytendur María leggur áherslu á að hættur í stafrænum samskiptum einskorðist ekki við ungu kynslóðina heldur við alla sem noti internetið, óháð aldri. „Ég hef stundum sagt að þetta sé þannig að við erum ágætir notendur, en ekki nógu góðir neytendur þegar kemur að tækninni. Ég held að það megi auka fræðslu og forvarnir um hættur í stafrænum samskiptum almennt til að breyta þessu. Það á ekki bara við um ungt fólk.“ María segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeim kynslóðum sem alast upp við samfélagsmiðla en henni finnist að foreldrar ættu að vera meðvitaðri um hvað börnin eru að gera á netinu. „Öllum tækniframförum fylgir einhver órói. Hins vegar held ég að margir foreldrar geri mistök þegar þau leggja áherslu á hversu lengi krakkar megi vera með skjátíma.“ Ég held að áherslan eigi frekar að vera á hvað krakkar eru að nota netið til að gera fyrir framan skjáinn, en síður hversu lengi þau fái að vera þar. Netið er komið til að vera og það þarf að læra að umgangast það bara alveg eins og umferðina. Hvað er það nákvæmlega sem flokkast undir stafrænt ofbeldi eða brot á kynferðislegri friðhelgi? „Grundvallaratriði í þessu, eins og öðrum kynferðislegum málum, er samþykki. Til dæmis er það bara hluti af tjáningarfrelsinu að fólk sendi á milli sín myndir en þá þarf að vera skýrt að sá sem sendir myndina er samþykkur því, en líka sá sem móttekur hana.“ Þannig geta dickpic sendingar í óþökk móttakanda til dæmis verið brot en slík sending með samþykki getur verið hluti af kynferðislegri tjáningu. „Sama á við um áframsendingu þess sem einhver sendir öðrum, þó að einhver hafi sent þér mynd þýðir það ekki að þú hafir sjálfkrafa leyfi til að senda hana áfram eða sýna öðrum.“ 800 manns ákærðir fyrir að dreifa sama myndbrotinu Heldur þú að það geti verið að fólk sem eru þátttakendur í að dreifa myndum á netinu átti sig ekki á alvarleikanum? „Ég held að það sé allur gangur á því. Stundum er mesta tjónið ekki endilega fjöldi þeirra sem sjá myndina, heldur hverjir sjá hana. Ég man eftir máli þar sem efnið sem fór í dreifingu var bara dreift á örfáa aðila en það voru nánasta fjölskylda sem leiddi til þess að brotaþolinn missti fæturna í lífinu og fjölskylduna með. Fyrir aðra getur samhengi birtingarinnar skipt meira máli.“ „Það eru dæmi frá Danmörku þar sem 800 manns voru ákærðir fyrir að skiptast á sama myndbrotinu í gegnum Messenger. Þau sem voru á því myndskeiði fannst erfitt að vera úti á götu því þau vissu ekki hver hafði séð þau nakin.“ Afleiðingarnar geta verið svo margvíslegar og hrikalegar og ég er ekki viss um að allir þeir sem fremja svona brot átti sig á því. Í öðrum tilvikum segir María að sumir brotamenn séu full meðvitaðir um það hvað þeir eru að gera og sé þá meginn markið þeirra að valda sem mestu tjóni og skaða fyrir brotaþola. Getur þú nefnt hvað er algengt brot á stafrænu ofbeldi hér á landi? „Það sem er mest til umræðu eru nektarmyndir sem eru sendar í trausti og trúnaði en svo áframsendar eða afritaðar og komið í frekari dreifingu, til dæmis á chansíðum eða hreinlega á klámsíðum. Það eru líka dæmi um að myndir séu falsaðar, til dæmis höfuð photoshoppað á líkama manneskju sem er að leika í klámi og því síðan komið í dreifingu. Ef frumvarpið verður að lögum verður líka refsivert að hóta fólki að birta svona efni. Það held ég að sé mjög mikilvægt og til bóta.“ Alvarleiki refsinga eftir ásetningi „Í frumvarpinu er fjallað um ásetning þegar litið er til refsinga og sem dæmi varðar það þyngri refsingu ef dreifingin er til þess fallin að valda miklu tjóni, til dæmis með því að dreifa efninu víða eða með því að senda á til dæmis vinnuveitanda eða fjölskyldu,“ segir María. Ef brot eru framin af gáleysi, til dæmis þannig að það er verið að áframsenda eitthvað sem viðkomandi fékk sent, þá getur það varðað lægri refsingu. Kvenréttindafélag Íslands gerði rannsókn á upplifun brotaþola af réttarvörslukerfinu í málum sem þessum og studdist María við hana við gerð sinnar rannsóknar. „Þetta var mikilvæg rannsókn sem sýndi að það vantaði heilmikið uppá til að styrkja traust til réttarvörslukerfisins og færni þess til að taka á svona brotum. Það voru dæmi þar um að einstaklingar sem var brotið á leituðu ekki einu sinni til lögreglunnar því þau treysti því ekki að það yrði eitthvað gert.“ Námskeið um stafrænt kynferðisofbeldi í lögreglufræði María segist þó halda að þessi mál hafi batnað nokkuð síðan þessi rannsókn var gerð en bætir því við að það megi þó alltaf gera betur. „Í dag er hluti af náminu í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri að læra um net- og tölvubrot og hvernig taka eigi á þeim. Ég veit að þau læra um stafrænt kynferðisofbeldi þar því að ég kenni námskeiðið.“ Hefur verið lagarammi til staðar fyrir fólk sem vill kæra svona brot? „Já, en mörg þessara mála hafa fallið á milli skips og bryggju. Fyrir því eru margar ástæður, en kjarninn í því hefur verið óskýr löggjöf. Það lagast vonandi þegar frumvarpið verður að lögum.“ Í greinargerðinni með frumvarpinu er fjallað um stöðuna í nokkrum ríkjum sem við berum okkur oft saman við á Íslandi. Ég byggi ákvæðið sem er lagt til í frumvarpinu á sænskri fyrirmynd en tek líka mið af því hvað hefur gengið vel og hvað illa í framkvæmd laga annarstaðar, til dæmis í Englandi og Skotlandi. Þú segist kjósa að nota orðin kynferðisleg friðhelgi í stað stafræns ofbeldis, hver er ástæðan fyrir því? Það eru til dæmi um mál þar sem brotið á sér ekki stað með stafrænum hætti, heldur mynd send á pappír. Þessi nálgun í frumvarpinu er til þess að tryggja að það sé ljóst hvaða hagsmuni sé verið að vernda, en áherslan er ekki á það á hvaða formi brotið á sér stað. Hvað með forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi, með hvaða hætti verður tekist á við það? Þingsályktun var samþykkt um heildrænar aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi á Alþingi í vor. Þar er meðal annars búið að setja til hliðar fjármagn í forvarnaverkefni til þess að varpa ljósi á kynferðislega friðhelgi. Mér þykir líklegt að það fari í gang samhliða eða í framhaldi af gildistöku laganna. Skýrslu Maríu sem frumvarpið er byggt á er hægt að nálgast hér. Kynferðisofbeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið.“ Þetta segir María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur í viðtali við Vísi. María Rún kom að gerð nýs frumvarps Áslaugar Örnu Sigurbjörsdóttur dómsmálaráðherra varðandi kynferðisbrot á netinu en María hefur einbeitt sé að því síðust ár að skoða vel lagaumhverfi kynferðisbrota á samfélagsmiðlum og internetinu. Faglegur bakgrunnur Maríu er annars vegar í mannréttindum og persónuvernd og hins vegar í fjarskiptum og upplýsingatækni. Hún hefur verið áberandi síðustu ár í umræðunni um kynferðisbrot á netinu. Hvað varð til þess að þú fórst að einbeita þér sérstaklega að þessum málaflokki? „Ég var að vinna í ráðuneytinu. Um 2013 fór að bera á allskonar fyrirspurnum um vandræðagang við að taka á á stafrænum kynferðisbrotamálum í ráðuneytinu og þá fór ég að skoða þetta sérstaklega. Ég pantaði mér bækur sem voru ekki seldar á Íslandi um lagaumhverfi samfélagsmiðla og internetsins og endaði svo á að taka mér tveggja vikna frí úr vinnu til þess að setja saman rannsóknaráætlun og sótti svo um í doktorsnám sem ég hóf haustið 2015 í Sussex háskóla í Englandi.“ María segir að helsta markmið sitt með rannsókninni hafi verið að tryggja mannréttindavernd á netinu, þar sem bæði tjáningarfrelsi og friðhelgi einkalífs séu virt. „Þetta frumvarp sem ég skrifaði er þáttur í því að koma á úrbótum á þessum málum á Íslandi. Reyndar er ég ekki búin með ritgerðina ennþá en ég veit þá allavega hver niðurstaðan í henni verður núna.“ Hversu viðamikil var rannsóknin? „Ég tók viðtöl við lögreglufólk, ákærendur og fólk sem styður við brotaþola í svona málum á Íslandi. Ég fór líka til Haag í Hollandi og tók viðtöl við sérfræðinga hjá Europol sem sjá um mál sem varða kynferðislegt ofbeldi í gegnum netið. Svo tók ég viðtöl við þónokkra aðila sem starfa hjá hjálparlínum og veita lögfræðiaðstoð fyrir þolendur stafræns kynferðisofbeldis í Englandi og Danmörku til þess að sjá hvernig við getum gert betur í að styðja við þolendur á Íslandi.“ Ekki síst var þetta gert til að skoða hvernig er best hægt að vinna að forvörnum og fræðslu sem ég held að sé mikilvægt. Viðtölin áttu sér stað yfir nokkurra mánaða skeið og suma talaði ég við oftar en einu sinni. „Það hefur líka verið verðmætt að hafa kynnst helstu sérfræðingum heims á þessu sviði, Danielle Citron frá Bandaríkjunum og Clare McGlynn frá Englandi. Þær hafa gefið mér allskonar ráð og ábendingar sem nýttust í þessari vinnu.“ Tók sjálf ekki eftir kynjamisréttinu Aðspurð hvað hafi komið henni mest á óvart þegar hún byrjaði að rannsaka þessi mál á Íslandi, segir hún það helst hafa verið almennt kynjamisrétti og hversu útbreytt það er í samfélaginu. Ég held að það standi uppúr hvað kynjamisrétti leynist víða í samfélaginu og að ég, eins og aðrir, er orðin það vön því að ég tók stundum ekki eftir því nema þegar mér var bent á það. Eru þessi brot sem um ræðir algengari meðal yngri kynslóða eða eru það allar kynslóðir sem upplifa brot að þessu tagi? „Mér finnst svo mikilvægt að það sé ekki talað um þessi brot sem einhverskonar unglingavanda. Fólk á öllum aldri á í nánum samskiptum í gegnum netið og ekki síst núna á þessum sóttvarnatímum sem við lifum. Hluti af vandanum liggur í því að fólk er kannski ágætlega fært í að nota samfélagsmiðla og tækni til samskipta, en þegar það kemur eitthvað uppá eða það þarf að bregðast við einhverju sem hefur gerst erum við mörg ekki alveg nógu klár.“ Mynd: Ásta Kristjáns Ágætir notendur en ekki góðir neytendur María leggur áherslu á að hættur í stafrænum samskiptum einskorðist ekki við ungu kynslóðina heldur við alla sem noti internetið, óháð aldri. „Ég hef stundum sagt að þetta sé þannig að við erum ágætir notendur, en ekki nógu góðir neytendur þegar kemur að tækninni. Ég held að það megi auka fræðslu og forvarnir um hættur í stafrænum samskiptum almennt til að breyta þessu. Það á ekki bara við um ungt fólk.“ María segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af þeim kynslóðum sem alast upp við samfélagsmiðla en henni finnist að foreldrar ættu að vera meðvitaðri um hvað börnin eru að gera á netinu. „Öllum tækniframförum fylgir einhver órói. Hins vegar held ég að margir foreldrar geri mistök þegar þau leggja áherslu á hversu lengi krakkar megi vera með skjátíma.“ Ég held að áherslan eigi frekar að vera á hvað krakkar eru að nota netið til að gera fyrir framan skjáinn, en síður hversu lengi þau fái að vera þar. Netið er komið til að vera og það þarf að læra að umgangast það bara alveg eins og umferðina. Hvað er það nákvæmlega sem flokkast undir stafrænt ofbeldi eða brot á kynferðislegri friðhelgi? „Grundvallaratriði í þessu, eins og öðrum kynferðislegum málum, er samþykki. Til dæmis er það bara hluti af tjáningarfrelsinu að fólk sendi á milli sín myndir en þá þarf að vera skýrt að sá sem sendir myndina er samþykkur því, en líka sá sem móttekur hana.“ Þannig geta dickpic sendingar í óþökk móttakanda til dæmis verið brot en slík sending með samþykki getur verið hluti af kynferðislegri tjáningu. „Sama á við um áframsendingu þess sem einhver sendir öðrum, þó að einhver hafi sent þér mynd þýðir það ekki að þú hafir sjálfkrafa leyfi til að senda hana áfram eða sýna öðrum.“ 800 manns ákærðir fyrir að dreifa sama myndbrotinu Heldur þú að það geti verið að fólk sem eru þátttakendur í að dreifa myndum á netinu átti sig ekki á alvarleikanum? „Ég held að það sé allur gangur á því. Stundum er mesta tjónið ekki endilega fjöldi þeirra sem sjá myndina, heldur hverjir sjá hana. Ég man eftir máli þar sem efnið sem fór í dreifingu var bara dreift á örfáa aðila en það voru nánasta fjölskylda sem leiddi til þess að brotaþolinn missti fæturna í lífinu og fjölskylduna með. Fyrir aðra getur samhengi birtingarinnar skipt meira máli.“ „Það eru dæmi frá Danmörku þar sem 800 manns voru ákærðir fyrir að skiptast á sama myndbrotinu í gegnum Messenger. Þau sem voru á því myndskeiði fannst erfitt að vera úti á götu því þau vissu ekki hver hafði séð þau nakin.“ Afleiðingarnar geta verið svo margvíslegar og hrikalegar og ég er ekki viss um að allir þeir sem fremja svona brot átti sig á því. Í öðrum tilvikum segir María að sumir brotamenn séu full meðvitaðir um það hvað þeir eru að gera og sé þá meginn markið þeirra að valda sem mestu tjóni og skaða fyrir brotaþola. Getur þú nefnt hvað er algengt brot á stafrænu ofbeldi hér á landi? „Það sem er mest til umræðu eru nektarmyndir sem eru sendar í trausti og trúnaði en svo áframsendar eða afritaðar og komið í frekari dreifingu, til dæmis á chansíðum eða hreinlega á klámsíðum. Það eru líka dæmi um að myndir séu falsaðar, til dæmis höfuð photoshoppað á líkama manneskju sem er að leika í klámi og því síðan komið í dreifingu. Ef frumvarpið verður að lögum verður líka refsivert að hóta fólki að birta svona efni. Það held ég að sé mjög mikilvægt og til bóta.“ Alvarleiki refsinga eftir ásetningi „Í frumvarpinu er fjallað um ásetning þegar litið er til refsinga og sem dæmi varðar það þyngri refsingu ef dreifingin er til þess fallin að valda miklu tjóni, til dæmis með því að dreifa efninu víða eða með því að senda á til dæmis vinnuveitanda eða fjölskyldu,“ segir María. Ef brot eru framin af gáleysi, til dæmis þannig að það er verið að áframsenda eitthvað sem viðkomandi fékk sent, þá getur það varðað lægri refsingu. Kvenréttindafélag Íslands gerði rannsókn á upplifun brotaþola af réttarvörslukerfinu í málum sem þessum og studdist María við hana við gerð sinnar rannsóknar. „Þetta var mikilvæg rannsókn sem sýndi að það vantaði heilmikið uppá til að styrkja traust til réttarvörslukerfisins og færni þess til að taka á svona brotum. Það voru dæmi þar um að einstaklingar sem var brotið á leituðu ekki einu sinni til lögreglunnar því þau treysti því ekki að það yrði eitthvað gert.“ Námskeið um stafrænt kynferðisofbeldi í lögreglufræði María segist þó halda að þessi mál hafi batnað nokkuð síðan þessi rannsókn var gerð en bætir því við að það megi þó alltaf gera betur. „Í dag er hluti af náminu í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri að læra um net- og tölvubrot og hvernig taka eigi á þeim. Ég veit að þau læra um stafrænt kynferðisofbeldi þar því að ég kenni námskeiðið.“ Hefur verið lagarammi til staðar fyrir fólk sem vill kæra svona brot? „Já, en mörg þessara mála hafa fallið á milli skips og bryggju. Fyrir því eru margar ástæður, en kjarninn í því hefur verið óskýr löggjöf. Það lagast vonandi þegar frumvarpið verður að lögum.“ Í greinargerðinni með frumvarpinu er fjallað um stöðuna í nokkrum ríkjum sem við berum okkur oft saman við á Íslandi. Ég byggi ákvæðið sem er lagt til í frumvarpinu á sænskri fyrirmynd en tek líka mið af því hvað hefur gengið vel og hvað illa í framkvæmd laga annarstaðar, til dæmis í Englandi og Skotlandi. Þú segist kjósa að nota orðin kynferðisleg friðhelgi í stað stafræns ofbeldis, hver er ástæðan fyrir því? Það eru til dæmi um mál þar sem brotið á sér ekki stað með stafrænum hætti, heldur mynd send á pappír. Þessi nálgun í frumvarpinu er til þess að tryggja að það sé ljóst hvaða hagsmuni sé verið að vernda, en áherslan er ekki á það á hvaða formi brotið á sér stað. Hvað með forvarnir og aðgerðir gegn kynferðislegu ofbeldi, með hvaða hætti verður tekist á við það? Þingsályktun var samþykkt um heildrænar aðgerðir gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi á Alþingi í vor. Þar er meðal annars búið að setja til hliðar fjármagn í forvarnaverkefni til þess að varpa ljósi á kynferðislega friðhelgi. Mér þykir líklegt að það fari í gang samhliða eða í framhaldi af gildistöku laganna. Skýrslu Maríu sem frumvarpið er byggt á er hægt að nálgast hér.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira