Umfjöllun og viðtöl: KA - HK 1-1 | Jafnt í stórhríð fyrir norðan Arnar Geir Halldórsson skrifar 24. september 2020 18:42 Vísir/Vilhelm KA fékk HK í heimsókn í 16.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri við ansi haustlegar aðstæður. Gestirnir voru fljótir að ná forystunni því strax á 14.mínútu fann Arnþór Ari Atlason leið framhjá Kristian Jajalo þegar hann sneiddi fyrirgjöf Harðar Árnasonar snyrtilega í netið. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur. HK-ingar voru helst hættulegir eftir föst leikatriði Ásgeirs Marteinssonar og Guðmundur Steinn Hafsteinsson var oft nálægt því að koma sér í færi í vítateig HK-inga. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir HK. HK-ingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og voru líklegir til þess að tvöfalda forystuna. Næst því komst Birnir Snær Ingason á 51.mínútu þegar hann fékk afar gott færi innan vítateigs en Jajalo varði skot Birnis vel og hélt þar með sínum mönnum inni í leiknum. Þegar líða tók á leikinn slaknaði heldur betur á gestunum en þeir fengu þó mjög gott færi á 67.mínútu eftir eina af fjölmörgum frábærum hornspyrnum Ásgeirs Marteinssonar en Guðmundur Þór Júlíusson átti afleitan skalla framhjá markinu. Í kjölfarið fór leikurinn að snúast heimamönnum í hag. Varamaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson fékk algjört dauðafæri á 72.mínútu eftir góðan undirbúning Hrannars Björns Steingrímssonar en Nökkvi fór afar illa að ráði sínu og skaut boltanum framhjá markinu. KA tókst að þrýsta HK-ingum mjög aftarlega á völlinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Það rættist á 80.mínútu þegar fyrirliðinn Almarr Ormarsson steig upp á ögurstundu og skoraði frábært mark með góðu skoti með vinstri fæti utan vítateigs. Lítið gerðist á lokamínútunum og sættust liðin á skiptan hlut. Lokatölur 1-1. Afhverju varð jafntefli? Leikurinn var ekki stútfullur af tilþrifum eða sóknartilburðum. Bæði lið spiluðu á frekar varfærnislegan hátt og virtust báðir þjálfarar nokkuð sáttir með stigið. Bestu menn vallarins Brynjar Ingi Bjarnason og Kristijan Jajalo voru bestir hjá heimamönnum. Almarr Ormarsson átti fínan leik og skoraði svo frábært mark sem tryggði KA-mönnum eitt stig. Birnir Snær Ingason var einn af fáum sem gladdi auga áhorfenda með skemmtilegum tilþrifum. Spyrnur Ásgeirs Marteinssonar voru frábærar í leiknum og hann hlýtur að vera svekktur með að enginn þeirra hafi skilað marki. Hvað er næst? KA fer á Seltjarnanes og mætir nýliðum Gróttu á meðan HK-ingar fá Stjörnuna í heimsókn. Arnar Grétars: Sanngjörn úrslit Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var yfirvegaður í leikslok og þokkalega sáttur við leikinn. „Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann. Mér fannst HK-ingarnir skeinuhættari, sérstaklega í fyrri hálfleik og þeir hefðu getað bætt við mörkum í stöðunni 1-0.“ „Maður vill alltaf fá 3 stig á heimavelli en það er erfitt þegar maður lendir undir og við virðum þetta stig,“ sagði Arnar. Segja má að KA hafi að litlu að keppa þó þeir eigi enn sjö leiki eftir af mótinu. Fallbaráttan er úr sögunni og langt upp í sætin sem gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Er ekki erfitt að halda mönnum á tánum í svona stöðu? „Ég hef lítið þurft að vera að mótivera menn. Strákarnir mæta ennþá sprækir á æfingar. Það hefur kólnað í veðri síðustu dagana og við erum farnir að sjá snjó. Það verður að koma í ljós hvernig það fer í mannskapinn. Íslenska deildin hefur vanalega verið að klárast í september en núna erum við að fara í mánuð í viðbót og það verður athyglisvert, sérstaklega hérna á Akureyri því hér er snjóþyngra og kaldara heldur en í bænum,“ sagði Arnar. KA er taplaust í sex leikjum í röð en hefur þó aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. „Það er ágætt þegar maður getur gleymt tilfinningunni sem fylgir tapi en maður vill samt upplifa sigurtilfinninguna. Við viljum fá þá tilfinningu oftar þó það sé fínt að tapa ekki leikjum,“ sagði Arnar. Brynjar Björn: Svekkjandi úrslit „Þetta voru svekkjandi úrslit þar sem við komumst í 0-1 og fengum ágætis tækifæri til að bæta við öðru marki og gera stöðuna þægilegri. KA gerði vel í að ýta okkur aftar á völlinn en við vörðumst því lengstum vel. Við slökkvum á okkur í augnablik og þeir klára það vel,“ sagði svekktur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í leikslok. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleikinn en það eru vonbrigði hvernig við klárum leikinn síðasta hálftímann eða svo. Við áttum erfitt með að ná einhverju spili í gang. Við vorum að flýta okkur of mikið og vorum smeykir við að fara hátt á völlinn. Við föllum of djúpt og festumst á okkar vallarhelmingi,“ sagði Brynjar. „Ég hefði viljað nýta föstu leikatriðin betur. Við erum oft fyrstir á boltann í teignum og þegar maður er fyrstur á boltann er maður að fá möguleika. Ég hefði viljað fá fleiri tækifæri á markið út úr þessum atriðum,“ sagði Brynjar að lokum. Pepsi Max-deild karla KA HK
KA fékk HK í heimsókn í 16.umferð Pepsi-Max deildar karla í dag á Greifavellinum á Akureyri við ansi haustlegar aðstæður. Gestirnir voru fljótir að ná forystunni því strax á 14.mínútu fann Arnþór Ari Atlason leið framhjá Kristian Jajalo þegar hann sneiddi fyrirgjöf Harðar Árnasonar snyrtilega í netið. Fyrri hálfleikur var afar bragðdaufur. HK-ingar voru helst hættulegir eftir föst leikatriði Ásgeirs Marteinssonar og Guðmundur Steinn Hafsteinsson var oft nálægt því að koma sér í færi í vítateig HK-inga. Staðan í leikhléi 0-1 fyrir HK. HK-ingar komu af krafti inn í síðari hálfleikinn og voru líklegir til þess að tvöfalda forystuna. Næst því komst Birnir Snær Ingason á 51.mínútu þegar hann fékk afar gott færi innan vítateigs en Jajalo varði skot Birnis vel og hélt þar með sínum mönnum inni í leiknum. Þegar líða tók á leikinn slaknaði heldur betur á gestunum en þeir fengu þó mjög gott færi á 67.mínútu eftir eina af fjölmörgum frábærum hornspyrnum Ásgeirs Marteinssonar en Guðmundur Þór Júlíusson átti afleitan skalla framhjá markinu. Í kjölfarið fór leikurinn að snúast heimamönnum í hag. Varamaðurinn Nökkvi Þeyr Þórisson fékk algjört dauðafæri á 72.mínútu eftir góðan undirbúning Hrannars Björns Steingrímssonar en Nökkvi fór afar illa að ráði sínu og skaut boltanum framhjá markinu. KA tókst að þrýsta HK-ingum mjög aftarlega á völlinn og jöfnunarmarkið lág í loftinu. Það rættist á 80.mínútu þegar fyrirliðinn Almarr Ormarsson steig upp á ögurstundu og skoraði frábært mark með góðu skoti með vinstri fæti utan vítateigs. Lítið gerðist á lokamínútunum og sættust liðin á skiptan hlut. Lokatölur 1-1. Afhverju varð jafntefli? Leikurinn var ekki stútfullur af tilþrifum eða sóknartilburðum. Bæði lið spiluðu á frekar varfærnislegan hátt og virtust báðir þjálfarar nokkuð sáttir með stigið. Bestu menn vallarins Brynjar Ingi Bjarnason og Kristijan Jajalo voru bestir hjá heimamönnum. Almarr Ormarsson átti fínan leik og skoraði svo frábært mark sem tryggði KA-mönnum eitt stig. Birnir Snær Ingason var einn af fáum sem gladdi auga áhorfenda með skemmtilegum tilþrifum. Spyrnur Ásgeirs Marteinssonar voru frábærar í leiknum og hann hlýtur að vera svekktur með að enginn þeirra hafi skilað marki. Hvað er næst? KA fer á Seltjarnanes og mætir nýliðum Gróttu á meðan HK-ingar fá Stjörnuna í heimsókn. Arnar Grétars: Sanngjörn úrslit Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var yfirvegaður í leikslok og þokkalega sáttur við leikinn. „Þegar öllu er á botninn hvolft held ég að þetta hafi verið sanngjarnt þó við höfum verið meira með boltann. Mér fannst HK-ingarnir skeinuhættari, sérstaklega í fyrri hálfleik og þeir hefðu getað bætt við mörkum í stöðunni 1-0.“ „Maður vill alltaf fá 3 stig á heimavelli en það er erfitt þegar maður lendir undir og við virðum þetta stig,“ sagði Arnar. Segja má að KA hafi að litlu að keppa þó þeir eigi enn sjö leiki eftir af mótinu. Fallbaráttan er úr sögunni og langt upp í sætin sem gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Er ekki erfitt að halda mönnum á tánum í svona stöðu? „Ég hef lítið þurft að vera að mótivera menn. Strákarnir mæta ennþá sprækir á æfingar. Það hefur kólnað í veðri síðustu dagana og við erum farnir að sjá snjó. Það verður að koma í ljós hvernig það fer í mannskapinn. Íslenska deildin hefur vanalega verið að klárast í september en núna erum við að fara í mánuð í viðbót og það verður athyglisvert, sérstaklega hérna á Akureyri því hér er snjóþyngra og kaldara heldur en í bænum,“ sagði Arnar. KA er taplaust í sex leikjum í röð en hefur þó aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum. „Það er ágætt þegar maður getur gleymt tilfinningunni sem fylgir tapi en maður vill samt upplifa sigurtilfinninguna. Við viljum fá þá tilfinningu oftar þó það sé fínt að tapa ekki leikjum,“ sagði Arnar. Brynjar Björn: Svekkjandi úrslit „Þetta voru svekkjandi úrslit þar sem við komumst í 0-1 og fengum ágætis tækifæri til að bæta við öðru marki og gera stöðuna þægilegri. KA gerði vel í að ýta okkur aftar á völlinn en við vörðumst því lengstum vel. Við slökkvum á okkur í augnablik og þeir klára það vel,“ sagði svekktur Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, í leikslok. „Við komum ágætlega út í seinni hálfleikinn en það eru vonbrigði hvernig við klárum leikinn síðasta hálftímann eða svo. Við áttum erfitt með að ná einhverju spili í gang. Við vorum að flýta okkur of mikið og vorum smeykir við að fara hátt á völlinn. Við föllum of djúpt og festumst á okkar vallarhelmingi,“ sagði Brynjar. „Ég hefði viljað nýta föstu leikatriðin betur. Við erum oft fyrstir á boltann í teignum og þegar maður er fyrstur á boltann er maður að fá möguleika. Ég hefði viljað fá fleiri tækifæri á markið út úr þessum atriðum,“ sagði Brynjar að lokum.