Marka­súpa hjá Liver­pool og sonur Rory Delap skoraði fyrir City

Púlarar fagna einum af fjölmörgu mörkum sínum í kvöld.
Púlarar fagna einum af fjölmörgu mörkum sínum í kvöld. vísir/getty

Liverpool er komið ansi þægilega áfram í fjórðu umferð enska bikarsins. Sömu sögu má segja af Aston Villa en þægilegur var sigurinn ekki hjá Manchester City.

Liverpool burstaði C-deildarlið Lincoln. Staðan var 4-0 eftir 36 mínútur. Curtis Jones hafði þá gert tvö mörk og Xherdan Shaqiri og Takumi Minamino sitt hvort markið.

Takumi Minamino kom Liverpool í 5-0 í upphafi síðari hálfleiks en Tayo Edun minnkaðu muninn eftir klukkutímaleik. Marko Grujic kom Liverpool aftur fjórum mörkum yfir á 65. mínútu.

Veislunni var ekki lokið. Lewis Montsma minnkaði muninn á ný fyrir Lincoln en Divock Origi rak síðasta naglann í kistu heimamanna með sjöunda marki Liverpool á 89. mínútu.

Aston Villa vann 3-0 sigur á Bristol City. Anwar El-Ghazi og Bertrand Traore komu Villa í 2-0 í fyrri hálfleik og í síðari hálfleik skoraði Ollie Watkins. Ollie gert það gott frá því að hann kom til félagsins frá Brentford.

Man. City vann 2-1 sigur á Bournemouth á heimavelli en City hreyfði vel við liðinu sínu. Liam Delap, sonur Rory Delap sem lék lengi vel með Stoke, kom City yfir á 18. mínútu en Delap yngri er einungis sautján ára.

Sam Surridge jafnaði metin fjórum mínútum síðar en stundarfjórðungi fyrir leikslok skoraði Phil Foden sigurmarkið fyrir City og skaut þeim áfram í næstu umferð.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira