Telja sig geta unnið Tinder með skemmtilegra stefnumótaforriti Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. september 2020 08:26 Ásgeir Vísir Jóhannsson hönnuður, Davíð Örn Símonarson framkvæmdastjóri og Magnús Ólafsson tæknistjóri standa á bak við stefnumótaforritið. Aðsend mynd Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita (e. Hook-up and casual dating). Ásgeir Vísir Jóhannsson hönnuður, Davíð Örn Símonarson framkvæmdastjóri og Magnús Ólafsson tæknistjóri standa á bak við stefnumótaforritið. „Flest stefnumóta-öpp breytast lítið sem ekkert milli ára. Þó það sé mjög gaman að skoða fólk á þessum öppum, þá verða margir þreyttir á einhæfninni. Á Smitten verða fítusar sem koma og fara og tryggir því að það sé alltaf eitthvað spennandi að gerast fyrir nýja jafnt sem gamla notendur. Með því að fara út fyrir normið og nálgast ‘online dating’ sem afþreyingu og skemmtun fyrir notendur, ætlum við að sprengja dyrnar af markaðnum. Með öðrum orðum, við ætlum að vinna Tinder,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten í samtali við Vísi. Sjö dagar til að kveikja neista „Að vinna með vinum sínum er snilld. Það er auðvitað ekki þannig að öll vinasambönd þoli svona náið samstarf. Við þurfum stanslaust að vera að skora á og reyna að skjóta niður allt sem við færum fram, hönnum og þróum og eina leiðin til þess að það gangi upp er að við skiljum egóið eftir heima. Það hefur tekið mörg ár fyrir okkur að læra að tala saman. Við erum svo heppnir að hafa óbilandi áhuga á sömu hlutunum, sem er upplifunarhönnun og mannleg samskipti, sem er góð blanda þegar kemur að því að búa til Smitten.“ „Á Smitten er stanslaust flæði af fólki en þar getur þú skoðað markaðinn, eins og það kallast í appinu, og valið þá sem þú hefur áhuga á. Markaðurinn uppfærist með nýju fólki allan daginn. Ef þú svæpar manneskju, sem þýðir að þú hafir áhuga, og hún segist hafa áhuga á þér til baka, verður til tenging sem lifir í sjö daga. Í þessa sjö daga getið þið spjallað saman, spilað leiki og kannað hvort að einhver neisti kviknar og þá ákveðið að framlengja spjallið. Ef spjall er ekki framlengt, þá hverfur tengingin,“ segir hann um forritið. Einhleypir geta lesið meira up Smitten á vefsíðunni smittendating.com og á Instagram. „Okkar hlutverk með Smitten er að tengja saman notendur. Fólk sækir stefnumóta-öpp af ýmsum ástæðum, s.s. til þess að fara á stefnumót, stunda skyndikynni eða finna maka. Það er okkar markmið með Smitten að búa til skemmtilegustu upplifun sem notendur geta fengið við að uppfylla markmið sín í þessum efnum.“ Í mannlegu eðli að dæma fólk út frá útliti Áður voru þeir með stefnumótaforritið The One sem vakti mikla athygli. „The One var alvarlegt stefnumóta-app fyrir fólk sem var að leita sér að maka á meðan að Smitten er andstæða þess, creative stefnumóta-app sem tekur sig ekki alvarlega og skilar endalausri skemmtun. The One var góð tilraun til að búa til stefnumóta-app með sérstöðu sem við töldum uppfylla ákveðna þörf hjá fólki sem var að leita sér að sambandi. Smitten er hinsvegar 180 gráðu beygja á þá hugmynd þar sem við fengum djúpa innsýn inní hvernig fólk hegðar sér raunverulega á stefnumóta-appi. Á The One voru engar upplýsingar og bara ein mynd. Við vorum með rómantískar hugmyndir um að fólk ætti ekki að dæma hvort annað út frá útliti heldur eiga spjall og kynnast fyrst, áður en það dæmir hvort annað. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að það er í mannlegu eðli að dæma fólk út frá útliti fyrst og það er ekki eitthvað sem breytist einn, tveir og bingó, ef það breytist einhverntímann,“ segir Davíð Örn. „Smitten eru vængirnir þínir sem einhleyp manneskja. Það á að vera gaman að vera single og þú átt að elska að nota uppáhalds deiting-appið þitt. Það er gaman að skoða fólk og það er spennandi að velja einhvern og sjá hvort að hann eða hún hafi valið þig til baka. Við spyrjum okkur alltaf sömu spurningar áður en við tökum ákvörðun um að bæta einhverju nýju við í appið: Er þetta fáránlega skemmtilegt?“ Smitten er því í rauninni framhald af The One og tekur við af The One í App Store og Google Play. „Að rembast eins og rjúpan við staurinn við eitthvað sem gengur ekki fáránlega vel er dauðadómur í þessum bransa. Með Smitten erum við að veðja á annan staur.“ Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Smitten, nýtt stefnumóta-app sem gefið er út af íslensku hugvitsfólki, leit dagsins ljós í gær. Smitten er ætlað að fara í beina samkeppni við Tinder, en bæði forritin flokkast til frjálslegra og afslappaðra stefnumótaforrita (e. Hook-up and casual dating). Ásgeir Vísir Jóhannsson hönnuður, Davíð Örn Símonarson framkvæmdastjóri og Magnús Ólafsson tæknistjóri standa á bak við stefnumótaforritið. „Flest stefnumóta-öpp breytast lítið sem ekkert milli ára. Þó það sé mjög gaman að skoða fólk á þessum öppum, þá verða margir þreyttir á einhæfninni. Á Smitten verða fítusar sem koma og fara og tryggir því að það sé alltaf eitthvað spennandi að gerast fyrir nýja jafnt sem gamla notendur. Með því að fara út fyrir normið og nálgast ‘online dating’ sem afþreyingu og skemmtun fyrir notendur, ætlum við að sprengja dyrnar af markaðnum. Með öðrum orðum, við ætlum að vinna Tinder,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten í samtali við Vísi. Sjö dagar til að kveikja neista „Að vinna með vinum sínum er snilld. Það er auðvitað ekki þannig að öll vinasambönd þoli svona náið samstarf. Við þurfum stanslaust að vera að skora á og reyna að skjóta niður allt sem við færum fram, hönnum og þróum og eina leiðin til þess að það gangi upp er að við skiljum egóið eftir heima. Það hefur tekið mörg ár fyrir okkur að læra að tala saman. Við erum svo heppnir að hafa óbilandi áhuga á sömu hlutunum, sem er upplifunarhönnun og mannleg samskipti, sem er góð blanda þegar kemur að því að búa til Smitten.“ „Á Smitten er stanslaust flæði af fólki en þar getur þú skoðað markaðinn, eins og það kallast í appinu, og valið þá sem þú hefur áhuga á. Markaðurinn uppfærist með nýju fólki allan daginn. Ef þú svæpar manneskju, sem þýðir að þú hafir áhuga, og hún segist hafa áhuga á þér til baka, verður til tenging sem lifir í sjö daga. Í þessa sjö daga getið þið spjallað saman, spilað leiki og kannað hvort að einhver neisti kviknar og þá ákveðið að framlengja spjallið. Ef spjall er ekki framlengt, þá hverfur tengingin,“ segir hann um forritið. Einhleypir geta lesið meira up Smitten á vefsíðunni smittendating.com og á Instagram. „Okkar hlutverk með Smitten er að tengja saman notendur. Fólk sækir stefnumóta-öpp af ýmsum ástæðum, s.s. til þess að fara á stefnumót, stunda skyndikynni eða finna maka. Það er okkar markmið með Smitten að búa til skemmtilegustu upplifun sem notendur geta fengið við að uppfylla markmið sín í þessum efnum.“ Í mannlegu eðli að dæma fólk út frá útliti Áður voru þeir með stefnumótaforritið The One sem vakti mikla athygli. „The One var alvarlegt stefnumóta-app fyrir fólk sem var að leita sér að maka á meðan að Smitten er andstæða þess, creative stefnumóta-app sem tekur sig ekki alvarlega og skilar endalausri skemmtun. The One var góð tilraun til að búa til stefnumóta-app með sérstöðu sem við töldum uppfylla ákveðna þörf hjá fólki sem var að leita sér að sambandi. Smitten er hinsvegar 180 gráðu beygja á þá hugmynd þar sem við fengum djúpa innsýn inní hvernig fólk hegðar sér raunverulega á stefnumóta-appi. Á The One voru engar upplýsingar og bara ein mynd. Við vorum með rómantískar hugmyndir um að fólk ætti ekki að dæma hvort annað út frá útliti heldur eiga spjall og kynnast fyrst, áður en það dæmir hvort annað. Raunveruleikinn er hinsvegar sá að það er í mannlegu eðli að dæma fólk út frá útliti fyrst og það er ekki eitthvað sem breytist einn, tveir og bingó, ef það breytist einhverntímann,“ segir Davíð Örn. „Smitten eru vængirnir þínir sem einhleyp manneskja. Það á að vera gaman að vera single og þú átt að elska að nota uppáhalds deiting-appið þitt. Það er gaman að skoða fólk og það er spennandi að velja einhvern og sjá hvort að hann eða hún hafi valið þig til baka. Við spyrjum okkur alltaf sömu spurningar áður en við tökum ákvörðun um að bæta einhverju nýju við í appið: Er þetta fáránlega skemmtilegt?“ Smitten er því í rauninni framhald af The One og tekur við af The One í App Store og Google Play. „Að rembast eins og rjúpan við staurinn við eitthvað sem gengur ekki fáránlega vel er dauðadómur í þessum bransa. Með Smitten erum við að veðja á annan staur.“
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira