Lítill hluti þjóða beitir sér í þágu kvenna á tímum farsóttarinnar Heimsljós 29. september 2020 11:01 UNDP Bangladesh/Fahad Kaizer Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Aðeins eitt af hverjum átta ríkjum í heiminum hefur beitt sér sérstaklega fyrir því að vernda konur fyrir hættum sem aukist hafa á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar, samkvæmt greiningu tveggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women og Þróunaráætlunar SÞ (UNDP). Margar þjóðir hafa brugðist konum og stúlkum í ljósi aukins heimilisofbeldis, segir í frétt frá stofnunum. „COVID-19 faraldurinn bitnar hastarlega á konum sem fórnarlömbum heimilisofbeldis þar sem þær eru lokaðar inni á heimilum með gerendum, þær sinna ólaunuðum umönnunarstörfum innan fjölskyldna og í samfélaginu, og úti á vinnumarkaðinum skortir þær félagslega vernd,“ segir Pmuzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóri UN Women. Stofnanirnar hafa sett upp sérstakt greiningartól – COVID-19 Global Gender Response Tracker – til að fylgjast með því hvernig stjórnvöld í 206 löndum bregðast við til verndar konum og stúlkum á tímum farsóttarinnar, gagnvart auknu heimilisofbeldi, ólaunuðum umönnunarstörfum og til að bæta fjárhagslegt öryggi kvenna. Eitt af hverjum fimm ríkjum hafði ekki gripið til neinna aðgerða á fyrrnefndum þremur sviðum og aðeins 12% ríkja höfðu gripið til aðgerða á þeim öllum. Tekjuhærri þjóðir voru líklegri en þær tekjulægri að hafa innleitt aðgerðir, 93% Evrópuþjóða en aðeins 63% Afríkuþjóða. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heimilisofbeldi Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent