Eitt vinsælasta myndbandið á YouTube í þessari viku kemur frá síðunni Daily Dose of Internet.
Þar birtast daglega áhugaverð samanklippt myndbönd með allskyns stuttum myndböndum sem hafa vakið athygli á veraldarvefnum síðustu daga.
Ástæðan fyrir vinsældunum að þessu sinni er fyrsta myndbrotið í myndbandinu þegar tveir klifurgarpar eru að reyna komast upp á toppinn á risastórum ísjaka.
Það fór ekki betur en svo að ísjakinn byrjaði velta í áttina að mönnunum og verður að teljast með hreinum ólíkindum að þeir hafi komist ómeiddir frá eins og sjá má hér að neðan.